CCP-bræður stofna tölvuleikjafyrirtæki Ingvar Haraldsson skrifar 23. september 2015 11:00 Í tölvuleikjabransanum Guðmundur og Ívar Kristjánssynir hafa áralanga reynslu af gerð tölvuleikja enda voru þeir báðir lengi hjá CCP. fréttablaðið/gva Bræðurnir Guðmundur og Ívar Kristjánssynir, sem báðir störfuðu um langa hríð hjá CCP, hafa stofnað tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games ehf. Ívar var einn stofnenda CCP og Guðmundur starfaði þar í rúman áratug. Fyrsta verkefni fyrirtækisins er að hanna og gefa út tölvuleikinn WWII Kards en sögusvið leiksins er síðari heimsstyrjöldin. Guðmundur segir að um tvö ár séu síðan hugmynd að leiknum kviknaði. Í sumar hafi hann svo fengið sjö milljóna króna styrk frá Rannís til að vinna að þróun leiksins. Þá hafi hann látið slag standa og hætt hjá CCP til að einbeita sér að leiknum. Hann segir WWII Kards vera stafrænan safnkortaleik, raunar hálfgert borðspil á netinu. Aðaláherslan í leiknum verður á að að keppa við leikmenn í gegnum vefinn en einnig verður hægt að keppa við tölvuna. Hann segir að leiknum muni einna helst svipa til hins vinsæla Hearthstone frá tölvuleikjaframleiðandanum Blizzard. Þróun leikins er á frumstigi að sögn Guðmundar, nú sé á stefnuskránni að ráða formlega fyrstu starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið hafi þó þegar tryggt fyrsta áfanga fjármögnunar með hlutafjáraukningu. Hann segist vonast til að ekki sé meira en eitt og hálft ár í að leikurinn verði gefinn út. Helst sé horft til snjalltækja, sérstaklega spjaldtölva, við spilun leiksins en ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti verði hægt að nálgast leikinn. Guðmundur segir að stefnt sé að því að leikirnir frá 1939 Games verði fleiri í framtíðinni. „Markmiðið er að gefa út þennan leik sem á að standa undir rekstri fyrirtækisins og þróun á fleiri leikjum. Fyrirtækið mun einbeita sér að seinniheimsstyrjaldarleikjum,“ segir Guðmundur. Hann hafi lengi haft áhuga á seinni heimsstyrjöldinni, bæði gegnum mannkynssöguna og tölvuleiki þar sem sögusviðið sé seinni heimsstyrjöldin.Þekktasta tölvuleikjafyrirtæki Íslands Ívar stofnaði CCP árið 1997 með þeim Þórólfi Beck og Reyni Harðarsyni. Þeir byrjuðu á að þróa borðspilið Hættuspil sem þeir seldu í 10 þúsund eintökum. Söluágóðann notuðu þeir til þess að fjármagna stofnun CCP. Þekktasti leikur fyrirtækisins, Eve Online, fór í loftið 2003, og varðaði veginn að þeirri velgengni sem fyrirtækið naut árunum á eftir. Fyrirtækið hefur verið að draga saman seglin undanfarin ár, eftir að hætt var við þróun tölvuleikjarins World of Darkness. Leikjavísir Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Bræðurnir Guðmundur og Ívar Kristjánssynir, sem báðir störfuðu um langa hríð hjá CCP, hafa stofnað tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games ehf. Ívar var einn stofnenda CCP og Guðmundur starfaði þar í rúman áratug. Fyrsta verkefni fyrirtækisins er að hanna og gefa út tölvuleikinn WWII Kards en sögusvið leiksins er síðari heimsstyrjöldin. Guðmundur segir að um tvö ár séu síðan hugmynd að leiknum kviknaði. Í sumar hafi hann svo fengið sjö milljóna króna styrk frá Rannís til að vinna að þróun leiksins. Þá hafi hann látið slag standa og hætt hjá CCP til að einbeita sér að leiknum. Hann segir WWII Kards vera stafrænan safnkortaleik, raunar hálfgert borðspil á netinu. Aðaláherslan í leiknum verður á að að keppa við leikmenn í gegnum vefinn en einnig verður hægt að keppa við tölvuna. Hann segir að leiknum muni einna helst svipa til hins vinsæla Hearthstone frá tölvuleikjaframleiðandanum Blizzard. Þróun leikins er á frumstigi að sögn Guðmundar, nú sé á stefnuskránni að ráða formlega fyrstu starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið hafi þó þegar tryggt fyrsta áfanga fjármögnunar með hlutafjáraukningu. Hann segist vonast til að ekki sé meira en eitt og hálft ár í að leikurinn verði gefinn út. Helst sé horft til snjalltækja, sérstaklega spjaldtölva, við spilun leiksins en ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti verði hægt að nálgast leikinn. Guðmundur segir að stefnt sé að því að leikirnir frá 1939 Games verði fleiri í framtíðinni. „Markmiðið er að gefa út þennan leik sem á að standa undir rekstri fyrirtækisins og þróun á fleiri leikjum. Fyrirtækið mun einbeita sér að seinniheimsstyrjaldarleikjum,“ segir Guðmundur. Hann hafi lengi haft áhuga á seinni heimsstyrjöldinni, bæði gegnum mannkynssöguna og tölvuleiki þar sem sögusviðið sé seinni heimsstyrjöldin.Þekktasta tölvuleikjafyrirtæki Íslands Ívar stofnaði CCP árið 1997 með þeim Þórólfi Beck og Reyni Harðarsyni. Þeir byrjuðu á að þróa borðspilið Hættuspil sem þeir seldu í 10 þúsund eintökum. Söluágóðann notuðu þeir til þess að fjármagna stofnun CCP. Þekktasti leikur fyrirtækisins, Eve Online, fór í loftið 2003, og varðaði veginn að þeirri velgengni sem fyrirtækið naut árunum á eftir. Fyrirtækið hefur verið að draga saman seglin undanfarin ár, eftir að hætt var við þróun tölvuleikjarins World of Darkness.
Leikjavísir Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent