Fótbolti

Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pep Guardiola skilur ekki hvað er að gerast í gærkvöldi.
Pep Guardiola skilur ekki hvað er að gerast í gærkvöldi. vísir/getty
Eins og fram hefur komið skoraði Robert Lewandowski, framherji Bayern München, fimm mörk í einum og saman leiknum í gærkvöldi þegar Bæjarar unnu Wolfsburg, 5-1.

Það sem meira er gerði pólski framherjinn þetta eftir að koma inn á sem varamaður í hálfleik þegar Bayern var marki undir.

Lewandowski skoraði mörkin fimm á níu mínútna kafla og á hann nú metið yfir flest mörk sem varamaður í þýsku 1. deildinni sem og fljótustu þrennuna, fernuna og fimmuna.

Hann jafnaði einnig met Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi landsliðsmanns Íslands, yfir flest mörk skoruð af erlendum leikmanni í einum leik. Atli skoraði fimm mörk í einum og saman leiknum fyrir Fortuna Düsseldorf árið 1983.

„Ég get ekki útskýrt þetta en ég er ánægður fyrir hönd Roberts,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, nánast orðlaus á blaðamannafundi eftir leikinn í gærkvöldi.

„Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni. Fimm mörk á níu mínútum. Vá! Ég mun kannski aldrei sjá neitt þessu líkt aftur,“ sagði Pep Guardiola.

Lewandowski var hársbreidd frá því að skora sjötta markið og jafna árangur Dieter Müller frá árinu 1977 en Ricardo Rodriguez, leikmaður Wolfsburg, bjargaði ótrúlega á línu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×