Freyr: Var nauðsynlegt að fá leikinn gegn Slóvakíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 15:30 Freyr ásamt aðstoðarmanni sínum, Ásmundi Haraldssyni. vísir/pjetur Ísland hefur leik í undankeppni EM 2017 í kvöld þegar íslensku stelpurnar taka á móti Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvellinum. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir tilfinninguna fyrir leiknum góða. „Hún er rosalega góð. Það er mikill og góður andi í hópnum, einbeiting á að ná góðum árangri og gera liðið betra og þegar þú ert í þannig umhverfi líður þér vel,“ sagði Freyr sem er að fara inn í sína aðra undankeppni með landsliðið. Hann segir að það hafi verið mikilvægt að fá æfingaleikinn við Slóvakíu á fimmtudaginn í síðustu viku en íslensku stelpurnar unnu hann með fjórum mörkum gegn einu.Ísland vann Slóvakíu í „general-prufunni“ fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi.vísir/antonFljótar að laga litlu atriðin „Við fengum svör varðandi það þegar við erum meira með boltann og töpum honum, þá þurfum við passa okkur á að falla ekki of aftarlega á völlinn,“ sagði Freyr. „Það var stórt tæknilegt atriði sem mátti vera betra gegn Slóvakíu. Að sama skapi voru ýmis tæknileg atriði í uppspili sem voru mjög góð og svo voru einföld tæknileg atriði sem við gátum lagað á myndbandsfundi daginn eftir. Stundum er það þannig að maður þarf að reka sig á þessu litlu atriði, sýna þau, tala um þau og strax á næstu æfingu var þetta miklu betra. „Þetta var nauðsynlegt, ég hefði ekki viljað byrja undankeppnina án þess að fá þennan æfingaleik,“ bætti Freyr við. Hvíta-Rússland er í 49. sæti heimslista FIFA, tveimur sætum á eftir Slóvakíu, en Freyr segir þessi austantjaldslið vera áþekk að getu. „Slóvakíska liðið er mögulega aðeins betra í sókninni en það er veikara í vörninni því skipulagið hjá Hvít-Rússum er gott og þær eru greinilega með góðan þjálfara,“ sagði Freyr, en að hans sögn hefur hvítrússneska liðið verið í sókn á undanförnum árum. Hvít-Rússar fengu þó aðeins sex stig í tíu leikjum í undankeppni HM 2015 og hafa aldrei komist í lokakeppni stórmóts.Rakel Hönnudóttir var prófuð í stöðu hægri bakvarðar gegn Slóvakíu.vísir/antonHægri bakvarðarstaðan spurningarmerki Freyr gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum á íslenska byrjunarliðinu frá leiknum gegn Slóvakíu. „Það eru margir leikmenn sem gera tilkall til að vera í byrjunarliðinu en ég er með nokkuð skýra mynd af því sem ég ætla að gera í þessum leik,“ sagði Freyr sem prófaði nýja leikmenn í stöðu hægri bakvarðar í Slóvakíuleiknum, en Rakel Hönnudóttir spilaði fyrri hálfleikinn í þessari stöðu og Glódís Perla Viggósdóttir þann seinni. „Ég er að skoða leikmenn í þessa stöðu,“ sagði Freyr sem er þá aðallega að hugsa um sóknarleikinn. „Í þessum leikjum þar sem við erum meira með boltann þurfum við að vera með góða sóknarógn frá bakvörðunum okkar. Rakel og Glódís geta báðar leyst þessa stöðu; þótt Glódís sé miðvörður er hún bara með svo góða tækni og góðar sendingar og þótt Rakel sé að upplagi kantmaður er hún mikill íþróttamaður og getur leyst ýmsar stöður.“ Það var fámennt á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn þegar íslensku stelpurnar mættu Slóvakíu en Freyr vonast eftir betri mætingu í kvöld. „Ég vona það. Mér finnst þessar stelpur og þetta lið eiga það skilið. Við ætlum að leggja allt í þetta og spila góðan leik,“ sagði Freyr en Tólfan og fleiri stuðningsmannasveitir hafa þegar boðað komu sína á leikinn í kvöld.Margrét Lára leikur sinn 100. landsleik í kvöld.vísir/antonÓtrúlega stór áfangi Margrét Lára Viðarsdóttir verður í kvöld fimmta íslenska landsliðskonan til að komast í 100 landsleikja klúbbinn. Freyr segir þetta mikið afrek hjá markadrottningunni frá Vestmannaeyjum. „Þetta er ótrúlega stór áfangi þegar maður hugsar út í það,“ sagði Freyr en leikirnir hjá Margréti hefðu getað verið enn fleiri en hún hefur misst talsvert út vegna þrálátra meiðsla og barneigna. „Það er ótrúlega gott fyrir knattspyrnukonu að ná 100 landsleikjum og sýnir að ferilinn hjá þeim er að lengjast. Margrét er í góðu standi núna og ég samgleðst henni og hennar fjölskyldu. Þetta verður stór stund fyrir hana,“ sagði Freyr að endingu. Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Ísland hefur leik í undankeppni EM 2017 í kvöld þegar íslensku stelpurnar taka á móti Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvellinum. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir tilfinninguna fyrir leiknum góða. „Hún er rosalega góð. Það er mikill og góður andi í hópnum, einbeiting á að ná góðum árangri og gera liðið betra og þegar þú ert í þannig umhverfi líður þér vel,“ sagði Freyr sem er að fara inn í sína aðra undankeppni með landsliðið. Hann segir að það hafi verið mikilvægt að fá æfingaleikinn við Slóvakíu á fimmtudaginn í síðustu viku en íslensku stelpurnar unnu hann með fjórum mörkum gegn einu.Ísland vann Slóvakíu í „general-prufunni“ fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi.vísir/antonFljótar að laga litlu atriðin „Við fengum svör varðandi það þegar við erum meira með boltann og töpum honum, þá þurfum við passa okkur á að falla ekki of aftarlega á völlinn,“ sagði Freyr. „Það var stórt tæknilegt atriði sem mátti vera betra gegn Slóvakíu. Að sama skapi voru ýmis tæknileg atriði í uppspili sem voru mjög góð og svo voru einföld tæknileg atriði sem við gátum lagað á myndbandsfundi daginn eftir. Stundum er það þannig að maður þarf að reka sig á þessu litlu atriði, sýna þau, tala um þau og strax á næstu æfingu var þetta miklu betra. „Þetta var nauðsynlegt, ég hefði ekki viljað byrja undankeppnina án þess að fá þennan æfingaleik,“ bætti Freyr við. Hvíta-Rússland er í 49. sæti heimslista FIFA, tveimur sætum á eftir Slóvakíu, en Freyr segir þessi austantjaldslið vera áþekk að getu. „Slóvakíska liðið er mögulega aðeins betra í sókninni en það er veikara í vörninni því skipulagið hjá Hvít-Rússum er gott og þær eru greinilega með góðan þjálfara,“ sagði Freyr, en að hans sögn hefur hvítrússneska liðið verið í sókn á undanförnum árum. Hvít-Rússar fengu þó aðeins sex stig í tíu leikjum í undankeppni HM 2015 og hafa aldrei komist í lokakeppni stórmóts.Rakel Hönnudóttir var prófuð í stöðu hægri bakvarðar gegn Slóvakíu.vísir/antonHægri bakvarðarstaðan spurningarmerki Freyr gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum á íslenska byrjunarliðinu frá leiknum gegn Slóvakíu. „Það eru margir leikmenn sem gera tilkall til að vera í byrjunarliðinu en ég er með nokkuð skýra mynd af því sem ég ætla að gera í þessum leik,“ sagði Freyr sem prófaði nýja leikmenn í stöðu hægri bakvarðar í Slóvakíuleiknum, en Rakel Hönnudóttir spilaði fyrri hálfleikinn í þessari stöðu og Glódís Perla Viggósdóttir þann seinni. „Ég er að skoða leikmenn í þessa stöðu,“ sagði Freyr sem er þá aðallega að hugsa um sóknarleikinn. „Í þessum leikjum þar sem við erum meira með boltann þurfum við að vera með góða sóknarógn frá bakvörðunum okkar. Rakel og Glódís geta báðar leyst þessa stöðu; þótt Glódís sé miðvörður er hún bara með svo góða tækni og góðar sendingar og þótt Rakel sé að upplagi kantmaður er hún mikill íþróttamaður og getur leyst ýmsar stöður.“ Það var fámennt á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn þegar íslensku stelpurnar mættu Slóvakíu en Freyr vonast eftir betri mætingu í kvöld. „Ég vona það. Mér finnst þessar stelpur og þetta lið eiga það skilið. Við ætlum að leggja allt í þetta og spila góðan leik,“ sagði Freyr en Tólfan og fleiri stuðningsmannasveitir hafa þegar boðað komu sína á leikinn í kvöld.Margrét Lára leikur sinn 100. landsleik í kvöld.vísir/antonÓtrúlega stór áfangi Margrét Lára Viðarsdóttir verður í kvöld fimmta íslenska landsliðskonan til að komast í 100 landsleikja klúbbinn. Freyr segir þetta mikið afrek hjá markadrottningunni frá Vestmannaeyjum. „Þetta er ótrúlega stór áfangi þegar maður hugsar út í það,“ sagði Freyr en leikirnir hjá Margréti hefðu getað verið enn fleiri en hún hefur misst talsvert út vegna þrálátra meiðsla og barneigna. „Það er ótrúlega gott fyrir knattspyrnukonu að ná 100 landsleikjum og sýnir að ferilinn hjá þeim er að lengjast. Margrét er í góðu standi núna og ég samgleðst henni og hennar fjölskyldu. Þetta verður stór stund fyrir hana,“ sagði Freyr að endingu.
Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira