Margrét Lára: Eigum að vera með betra lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 14:00 Margrét Lára lék á alls oddi á æfingu í gær. vísir/pjetur „Þetta er mjög stór áfangi en ég er eitthvað minna að spá í þessu núna,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir sem leikur sinn 100. landsleik þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segir mikilvægt að einblína á leikinn sjálfan sem er sá fyrsti hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst mikilvægt að halda einbeitingunni á leiknum og liðinu því það er það sem skiptir öllu máli núna. En það verður gaman að geta vonandi fagnað 100. leiknum og þremur stigum í leikslok.“ Íslenska liðið hefur fengið langan tíma til undirbúnings en síðasta fimmtudag léku stelpurnar vináttulandsleik við Slóvakíu sem vannst 4-1. „Við fengum fullt af svörum í þeim leik,“ sagði Margrét eftir æfingu landsliðsins í gær. „Þetta var ótrúlega mikilvægur leikur fyrir okkur að fá. Það sást að við vorum svolítið ryðgaðar, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum að gera barnaleg mistök sem er auðvelt að laga. Þetta snerist um finna taktinn og ég held að hann verði kominn á morgun (í dag).“ En hvað þarf íslenska liðið að varast í leik þess hvít-rússneska? „Þær eru lið á uppleið og ætla sér stóra hluti. Það er mikilvægt fyrir okkur að brjóta þær strax á bak aftur og ekki gefa þeim neitt sjálfstraust eða neina von. Þær eru þéttar og liggja mjög aftarlega. Það er mikilvægt að við sýnum þolinmæði og reynum að komast aftur fyrir bakverðina þeirra. „En fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur og okkar styrkleika. Við eigum að vera betra liðið og það er mikilvægt að við séum andlega og líkamlega tilbúnar í leikinn,“ sagði Margrét sem skoraði sitt 72. landsliðsmark gegn Slóvakíu á fimmtudaginn. Fyrsta landsliðsmark Margrétar kom í fyrsta landsleiknum hennar, gegn Ungverjalandi í júní 2003. Hún segist muna vel eftir þeim leik. „Ég man mjög vel eftir þeim leik enda ég skoraði ég með minni fyrstu snertingu, þannig að það var ógleymanlegt fyrir mig,“ sagði markadrottningin frá Vestmannaeyjum að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Sjá meira
„Þetta er mjög stór áfangi en ég er eitthvað minna að spá í þessu núna,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir sem leikur sinn 100. landsleik þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segir mikilvægt að einblína á leikinn sjálfan sem er sá fyrsti hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst mikilvægt að halda einbeitingunni á leiknum og liðinu því það er það sem skiptir öllu máli núna. En það verður gaman að geta vonandi fagnað 100. leiknum og þremur stigum í leikslok.“ Íslenska liðið hefur fengið langan tíma til undirbúnings en síðasta fimmtudag léku stelpurnar vináttulandsleik við Slóvakíu sem vannst 4-1. „Við fengum fullt af svörum í þeim leik,“ sagði Margrét eftir æfingu landsliðsins í gær. „Þetta var ótrúlega mikilvægur leikur fyrir okkur að fá. Það sást að við vorum svolítið ryðgaðar, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum að gera barnaleg mistök sem er auðvelt að laga. Þetta snerist um finna taktinn og ég held að hann verði kominn á morgun (í dag).“ En hvað þarf íslenska liðið að varast í leik þess hvít-rússneska? „Þær eru lið á uppleið og ætla sér stóra hluti. Það er mikilvægt fyrir okkur að brjóta þær strax á bak aftur og ekki gefa þeim neitt sjálfstraust eða neina von. Þær eru þéttar og liggja mjög aftarlega. Það er mikilvægt að við sýnum þolinmæði og reynum að komast aftur fyrir bakverðina þeirra. „En fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur og okkar styrkleika. Við eigum að vera betra liðið og það er mikilvægt að við séum andlega og líkamlega tilbúnar í leikinn,“ sagði Margrét sem skoraði sitt 72. landsliðsmark gegn Slóvakíu á fimmtudaginn. Fyrsta landsliðsmark Margrétar kom í fyrsta landsleiknum hennar, gegn Ungverjalandi í júní 2003. Hún segist muna vel eftir þeim leik. „Ég man mjög vel eftir þeim leik enda ég skoraði ég með minni fyrstu snertingu, þannig að það var ógleymanlegt fyrir mig,“ sagði markadrottningin frá Vestmannaeyjum að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Sjá meira
Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00
Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30