Samþykkir Alþingi kjarakröfur aldraðra? Björgvin Guðmundsson skrifar 22. september 2015 07:00 Alþingi kom saman 8. september. Ekkert gerðist þar strax í málefnum aldraðra og öryrkja. Engin samþykkt var gerð um málið í upphafi þings. Formsatriðin höfðu forgang: Messa í Dómkirkjunni, þingsetningarræða forseta Íslands, ávarp forseta þingsins og ræða forsætisráðherra að kvöldi þingsetningardags. Á meðan á þessum formsatriðum stendur er ekki von að þingið megi vera að því að hugsa um eldri borgara og öryrkja! Ekkert breytist á Alþingi. Þar er allt fast í forminu. Kerfið er sterkt. Það er alveg sama hvað þörfin er brýn í þjóðfélaginu. Þó hópur eldri borgara eigi ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins hreyfir Alþingi sig ekki! Þó álit almennings á Alþingi sé í lágmarki gerir Alþingi ekkert til þess að breyta um starfsaðferðir og bregðast við óskum þjóðarinnar. Ef til vill hreyfa þingmenn sig, þegar fylgi gömlu flokkanna er komið niður í 0! Þeir telja greinilega ekki komið hættuástand enn! Ríkisstjórnin vill láta rúmar 10 þúsund krónur næsta árHvað er til ráða? Hvað er unnt að gera til þess að bæta kjör aldraða og öryrkja? Getur Alþingi gert eitthvað? Ég vil enn trúa því, að svo sé. Alþingi hefur nú tekið frumvarp til fjárlaga til umræðu. Samkvæmt því ætlar ríkisstjórnin að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 9,4% en ekki fyrr en á næsta ári! Af þessu er ljóst, að ráðamenn þjóðarinnar skilja ekki vanda og kjör lífeyrisþega. Þeir gera sér það ekki ljóst, að hópur þeirra hefur ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir vita ekki eða vilja ekki vita það, að hópur aldraðra og öryrkja á ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Landssamband eldri borgara og kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík óskar eftir því, að lífeyrir hækki jafnmikið og lágmarkslaun, þ.e. í 300 þúsund á mánuði á 3 árum. Lífeyrir á að hækka um 31 þúsund krónur á mánuði frá 1. maí sl. eins og lágmarkslaun verkafólks hækkuðu. Það er 14,5% hækkun. 9,4% hækkun á mánuði frá næstu áramótum er ekki inni í myndinni að okkar mati. Sú hækkun er alltof lítil og óásættanleg. Og kemur alltof seint til framkvæmda. Auk þess fer helmingur af þessari hungurlús í skatt svo aðeins rúmar 10 þúsund kr. verða eftir. Ráðherrar og þingmenn vilja ekki skilja vanda eldri borgara. Þeir telja alltaf að lífeyrisþegar geti beðið. Þeim liggi ekkert á! Annað er í forgangi hjá þingmönnum. Brot á stjórnarskránniVandamál aldraðra eru margvísleg. Erfiðust er staðan hjá þeim, sem búa einir, hafa einungis tekjur TR eða einnig lítinn lífeyrissjóð. Þeir hafa innan við 200 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Ef þeir eiga ekki skuldlaust eða skuldlítið húsnæði komast þeir tæplega af. Margar ekkjur á efri árum eru í þessari stöðu. Margir ekklar eiga það einnig erfitt. Þetta eldra fólk verður ef til vill að endurnýja einhver tæki hjá sér og á mjög erfitt með það, getur ekki endurnýjað bíl og tæpast rekið bíl. Erfitt getur verið að leysa út lyf og að leita læknis. Ég tel, að það sé brot á 76. grein stjórnarskrárinnar að veita þessu fólki svo slæm kjör en samkvæmt þessari grein á ríkið að veita ellilífeyrisþegum aðstoð ef þarf. Hér þarf svo sannarlega aðstoð. Annað er mannréttindabrot. Samfylkingin vill 300 þúsund á mánuði fyrir aldraðaSamfylkingin hefur lagt fram frumvarp um að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í 300 þúsund á mánuði á næstu 3 árum? Það er jákvætt. Það er líka jákvætt, að frumvarpið gerir ráð fyrir, að lífeyrir hækki strax með gildistöku 1. maí sl. En hins vegar flaskar Samfylkingin á prósentunni sem lífeyrir á að hækka um. Samfylkingin virðist taka upp prósentuna frá fjármálaráðuneytinu.Hún leggur til að lífeyrir hækki um 8,9%. En lágmarkslaun ( lágmarkstekjutrygging) verkafólks hækkar um 31.000 kr. eða um 14,5% á mánuði? Aldraðir og öryrkjar eiga að fá nákvæmlega sömu hækkun og launþegar. Það er mín skoðun og það er skoðun þings Landssambands eldri borgara og kjaranefndar FEB. Þetta er algert lágmark fyrir lífeyrisþega. Alþingi og við öll verðum að hafa manndóm til þess að búa öldruðum góð kjör og meta það, sem eldri kynslóðin hefur gert fyrir þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Alþingi kom saman 8. september. Ekkert gerðist þar strax í málefnum aldraðra og öryrkja. Engin samþykkt var gerð um málið í upphafi þings. Formsatriðin höfðu forgang: Messa í Dómkirkjunni, þingsetningarræða forseta Íslands, ávarp forseta þingsins og ræða forsætisráðherra að kvöldi þingsetningardags. Á meðan á þessum formsatriðum stendur er ekki von að þingið megi vera að því að hugsa um eldri borgara og öryrkja! Ekkert breytist á Alþingi. Þar er allt fast í forminu. Kerfið er sterkt. Það er alveg sama hvað þörfin er brýn í þjóðfélaginu. Þó hópur eldri borgara eigi ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins hreyfir Alþingi sig ekki! Þó álit almennings á Alþingi sé í lágmarki gerir Alþingi ekkert til þess að breyta um starfsaðferðir og bregðast við óskum þjóðarinnar. Ef til vill hreyfa þingmenn sig, þegar fylgi gömlu flokkanna er komið niður í 0! Þeir telja greinilega ekki komið hættuástand enn! Ríkisstjórnin vill láta rúmar 10 þúsund krónur næsta árHvað er til ráða? Hvað er unnt að gera til þess að bæta kjör aldraða og öryrkja? Getur Alþingi gert eitthvað? Ég vil enn trúa því, að svo sé. Alþingi hefur nú tekið frumvarp til fjárlaga til umræðu. Samkvæmt því ætlar ríkisstjórnin að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 9,4% en ekki fyrr en á næsta ári! Af þessu er ljóst, að ráðamenn þjóðarinnar skilja ekki vanda og kjör lífeyrisþega. Þeir gera sér það ekki ljóst, að hópur þeirra hefur ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir vita ekki eða vilja ekki vita það, að hópur aldraðra og öryrkja á ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Landssamband eldri borgara og kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík óskar eftir því, að lífeyrir hækki jafnmikið og lágmarkslaun, þ.e. í 300 þúsund á mánuði á 3 árum. Lífeyrir á að hækka um 31 þúsund krónur á mánuði frá 1. maí sl. eins og lágmarkslaun verkafólks hækkuðu. Það er 14,5% hækkun. 9,4% hækkun á mánuði frá næstu áramótum er ekki inni í myndinni að okkar mati. Sú hækkun er alltof lítil og óásættanleg. Og kemur alltof seint til framkvæmda. Auk þess fer helmingur af þessari hungurlús í skatt svo aðeins rúmar 10 þúsund kr. verða eftir. Ráðherrar og þingmenn vilja ekki skilja vanda eldri borgara. Þeir telja alltaf að lífeyrisþegar geti beðið. Þeim liggi ekkert á! Annað er í forgangi hjá þingmönnum. Brot á stjórnarskránniVandamál aldraðra eru margvísleg. Erfiðust er staðan hjá þeim, sem búa einir, hafa einungis tekjur TR eða einnig lítinn lífeyrissjóð. Þeir hafa innan við 200 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Ef þeir eiga ekki skuldlaust eða skuldlítið húsnæði komast þeir tæplega af. Margar ekkjur á efri árum eru í þessari stöðu. Margir ekklar eiga það einnig erfitt. Þetta eldra fólk verður ef til vill að endurnýja einhver tæki hjá sér og á mjög erfitt með það, getur ekki endurnýjað bíl og tæpast rekið bíl. Erfitt getur verið að leysa út lyf og að leita læknis. Ég tel, að það sé brot á 76. grein stjórnarskrárinnar að veita þessu fólki svo slæm kjör en samkvæmt þessari grein á ríkið að veita ellilífeyrisþegum aðstoð ef þarf. Hér þarf svo sannarlega aðstoð. Annað er mannréttindabrot. Samfylkingin vill 300 þúsund á mánuði fyrir aldraðaSamfylkingin hefur lagt fram frumvarp um að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í 300 þúsund á mánuði á næstu 3 árum? Það er jákvætt. Það er líka jákvætt, að frumvarpið gerir ráð fyrir, að lífeyrir hækki strax með gildistöku 1. maí sl. En hins vegar flaskar Samfylkingin á prósentunni sem lífeyrir á að hækka um. Samfylkingin virðist taka upp prósentuna frá fjármálaráðuneytinu.Hún leggur til að lífeyrir hækki um 8,9%. En lágmarkslaun ( lágmarkstekjutrygging) verkafólks hækkar um 31.000 kr. eða um 14,5% á mánuði? Aldraðir og öryrkjar eiga að fá nákvæmlega sömu hækkun og launþegar. Það er mín skoðun og það er skoðun þings Landssambands eldri borgara og kjaranefndar FEB. Þetta er algert lágmark fyrir lífeyrisþega. Alþingi og við öll verðum að hafa manndóm til þess að búa öldruðum góð kjör og meta það, sem eldri kynslóðin hefur gert fyrir þjóðina.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun