Hjörvar um tveggja þjálfara kerfið: Lærdómur sumarsins er að þetta virkar ekki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2015 12:00 Leiknir er kominn með annan fótinn niður í 1. deild eftir 3-1 tap fyrir Fylki á útivelli í 20. umferð Pepsi-deildarinnar í gær. Leiknismenn eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir og staða Breiðhyltinga er því orðin ansi slæm. Leiknismenn tefla fram þjálfaratvíeyki, þeim Frey Alexanderssyni og Davíð Snorra Jónassyni, en í Pepsi-mörkunum í gær velti Hjörvar Hafliðason því upp hvort það væri tilviljun að bæði neðstu lið deildarinnar séu með tvo aðalþjálfara. „Ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun að tvö neðstu lið deildarinnar séu með þetta tveggja þjálfara kerfi og af hverju Víkingarnir lögðu það til hliðar? Ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun að engin alvöru lið í evrópskum fótbolta séu með þetta tveggja þjálfara kerfi?“ sagði Hjörvar. „Ég veit að það er erfitt að segja þetta eftir árangur landsliðsins. En ákvörðun eins og að spila 4-4-2 í dag, annar þeirra hlýtur að hafa fengið þá hugmynd. Það hljóta alltaf að vera einhverjir árekstrar. „Ég held að þetta virki ekki, þó þeir hafi farið upp svona. Það fá ekki tveir menn sömu hugmyndina á sama deginum og sama tímanum. Ég held að lærdómur sumarsins sé að þetta virki ekki,“ sagði Hjörvar en þeir Freyr og Davíð eru á sínu þriðja tímabili með Leikni en liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í fyrsta skipti í fyrra. Arnar Gunnlaugsson, sem var gestur Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum ásamt Hjörvari, hefur reynslu af þessu tveggja þjálfara kerfi en hann þjálfaði ÍA í tvígang ásamt Bjarka, tvíburabróður sínum. „Þetta var mjög erfitt,“ sagði Arnar um samstarfið. „Ég er alveg sammála þessu og þetta eru sterk rök en ég held að Leiknir og Keflavík séu tvö neðstu liðin því þau eru með minnstu gæðin í sínum leikmannahópum. Það er ekkert flókið, fyrir mér eru alltaf tvö lélegustu liðin sem falla.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Leiknir er kominn með annan fótinn niður í 1. deild eftir 3-1 tap fyrir Fylki á útivelli í 20. umferð Pepsi-deildarinnar í gær. Leiknismenn eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir og staða Breiðhyltinga er því orðin ansi slæm. Leiknismenn tefla fram þjálfaratvíeyki, þeim Frey Alexanderssyni og Davíð Snorra Jónassyni, en í Pepsi-mörkunum í gær velti Hjörvar Hafliðason því upp hvort það væri tilviljun að bæði neðstu lið deildarinnar séu með tvo aðalþjálfara. „Ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun að tvö neðstu lið deildarinnar séu með þetta tveggja þjálfara kerfi og af hverju Víkingarnir lögðu það til hliðar? Ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun að engin alvöru lið í evrópskum fótbolta séu með þetta tveggja þjálfara kerfi?“ sagði Hjörvar. „Ég veit að það er erfitt að segja þetta eftir árangur landsliðsins. En ákvörðun eins og að spila 4-4-2 í dag, annar þeirra hlýtur að hafa fengið þá hugmynd. Það hljóta alltaf að vera einhverjir árekstrar. „Ég held að þetta virki ekki, þó þeir hafi farið upp svona. Það fá ekki tveir menn sömu hugmyndina á sama deginum og sama tímanum. Ég held að lærdómur sumarsins sé að þetta virki ekki,“ sagði Hjörvar en þeir Freyr og Davíð eru á sínu þriðja tímabili með Leikni en liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í fyrsta skipti í fyrra. Arnar Gunnlaugsson, sem var gestur Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum ásamt Hjörvari, hefur reynslu af þessu tveggja þjálfara kerfi en hann þjálfaði ÍA í tvígang ásamt Bjarka, tvíburabróður sínum. „Þetta var mjög erfitt,“ sagði Arnar um samstarfið. „Ég er alveg sammála þessu og þetta eru sterk rök en ég held að Leiknir og Keflavík séu tvö neðstu liðin því þau eru með minnstu gæðin í sínum leikmannahópum. Það er ekkert flókið, fyrir mér eru alltaf tvö lélegustu liðin sem falla.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira