Uppbótartíminn: Blikar skemmdu sigurhátíð FH-inga | Myndbönd 21. september 2015 11:00 Damir Muminovic skoraði sigurmark Blika gegn FH. Hann fagnaði markinu með þjálfaranum Arnari Grétarssyni. vísir/anton Tuttugasta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fór fram í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. Alls voru 27 mörk skoruð í leikjunum sex. Breiðablik sló fagnaðarlátum FH á frest og tryggði sér í leiðinni Evrópusæti. Eyjamenn náðu í mikilvægt stig gegn Val sem kemur þeim fjórum stigum frá Leikni sem er í vondum málum eftir tap fyrir Fylki. Skagamenn eru öruggir með sæti Pepsi-deildinni að ári og Stjarnan fór illa með KR í Vesturbænum. Evrópudraumur Fjölnismanna lifir enn eftir sigur á Víkingi í markaleik.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:Breiðablik 2-1 FHFylkir 3-1 LeiknirKeflavík 0-4 ÍAKR 0-3 StjarnanÍBV 3-3 ValurFjölnir 4-3 VíkingurGarðar er kominn með átta mörk í Pepsi-deildinni.vísir/ernirGóð umferð fyrir ...... Garðar Gunnlaugsson Garðar skoraði tvö góð mörk í 0-4 sigri ÍA gegn föllnum Keflvíkingum. Það er kannski ekki mikið afrek að vinna Keflavík í dag en sigurinn var mikilvægur og tryggir ÍA endanlega sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári. Garðar hefur átt fínt sumar og er sem stendur markahæsti Íslendingurinn í deildinni með átta mörk, ekkert þeirra úr vítum.... Eyjamenn Útlitið var ekki bjart fyrir Eyjamenn þegar tíu mínútur voru eftir gegn Val í gær; 1-3 undir og það var fátt sem benti til þess að endurkoma væri í kortunum. En þá færði Ingvar Þór Kale, markvörður Vals, Eyjamönnum gjöf þegar hann missti boltann fyrir fætur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar sem minnkaði muninn í 2-3. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Ian Jeffs metin með laglegu marki en hann hefur skorað í tveimur leikjum í röð. ÍBV er nú fjórum stigum frá fallsæti þegar einungis tvær umferðir eru eftir svo það verður að teljast líklegra en ekki að liðið haldi sæti sínu í deildinni.... Atla Sigurjónsson FH-ingar voru mættir á Kópavogsvöll til að fagna titlinum og sú virtist ætla að vera raunin þegar Atli Guðnason kom Fimleikafélaginu yfir á 72. mínútu. En Blikar gáfust ekki upp og aðeins tveimur mínútum síðar átti Atli Sigurjónsson gullsendingu inn á teiginn sem Jonathan Glenn skallaði í netið. Atli var ekki hættur og á 77. mínútu átti hann aðra frábæra fyrirgjöf inn á teiginn, nú á Damir Muminovic sem skilaði boltanum í markið. Blikar slógu því fagnaðarlátum FH á frest en Kópavogsliðið tryggði sér Evrópusæti með sigrinum og á enn veika von um að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Atli getur verið sáttur með dagsverkið en hans bestu leikir í sumar hafa komið gegn FH.Leiknismenn eru komnir með annan fótinn niður í 1. deild.vísir/pjeturVond umferð fyrir ...... KR Aðeins 515 áhorfendur sáu Stjörnuna vinna þægilegan sigur á andlausum KR-ingum á Alvogen-vellinum í gær. Stjörnumenn voru sterkari aðilinn allan tímann og þótt brottvísun Stefáns Loga Magnússonar og vítið sem dæmt var á markvörðinn hafi verið umdeilanlegt áttu KR-ingar ekkert skilið úr leiknum. KR hefur aðeins fengið 10 stig af 24 mögulegum í síðustu átta leikjum og það hlýtur að vera farið að hitna undir Bjarna Guðjónssyni, þjálfara liðsins, sem hefur mistekist að skila titli í hús í sumar, auk þess sem Evrópusætið er í hættu en KR er aðeins með þriggja stiga forskot á Val og Fjölni þegar tvær umferðir eru eftir.... afskiptasama aðstoðardómara Dómgæslan hefur verið í brennidepli í sumar og var það einnig í þessari umferð. Tvö umdeild víti voru dæmd, í leik Fylkis og Leiknis og KR og Stjörnunnar, en í báðum tilvikum virtust aðstoðardómarar sjá brotin og flagga á þau. Í Árbænum var Halldór Kristinn Halldórsson dæmdur brotlegur fyrir afar litlar sakir og í Vesturbænum virtist Stefán Logi Magnússon einfaldlega verja skot Guðjóns Baldvinssonar þegar vítið var dæmt. Stórir dómar sem voru líklega rangir.... Leikni Breiðhyltingar eru komnir ofan í ansi djúpa holu eftir leiki gærdagsins. Þeir eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir og vonin er því veik. Leiknismenn hafa hingað til gefið öllum liðum deildarinnar leik en það var ekki uppi á teningnum gegn Fylki í gær. Breiðhyltingar mættu einfaldlega ekki til leiks og tilraun þeirra til að spila 4-4-2 virkaði engan veginn. Eftir hálftíma leik var staðan 3-0, Fylki í vil og leik lokið. Leiknismenn sýndu smá lit í seinni hálfleik en það var of lítið og of seint. Fallið blasir við Leikni.Veigar Páll hefur komið sterkur inn í lið Stjörnunnar í síðustu tveimur leikjum.vísir/antonSkemmtilegir punktar af Boltavaktinni:Kristinn Páll Teitsson á Alvogen-vellinum:„Veit ekki hvað þetta var hjá Heiðari, skot eða fyrirgjöf þar sem það var enginn í teignum en hann lét vaða við varamannaskýlin. Eflaust verið að horfa á Florenzi skora mark af svipuðu færi í Meistaradeildinni á dögunum.“Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum: „Það er hryssingslegt veðrið í Keflavík þessa stundina. 11° á celsíus, u.þ.b. 1/2 millimetri af rigningu og 9 m/s úr suðaustri. Það er samt alveg hægt að spila knattspyrnu í þessu skal ég segja ykkur og það mun verða gert.“Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli: „Skot af löngu færi. Fast en Eyjólfur á að verja. Eyjólfur valdi frekar að fara frá. Furðulegt.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Atli Sigurjónsson, Breiðablik - 8 Veigar Páll Gunnarsson, Stjarnan - 8 Guðjón Baldvinsson, Stjarnan - 8 Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Fylkir - 8 Ragnar Bragi Sveinsson, Fylkir - 8 Aron Sigurðarson, Fjölnir - 8 Kennie Chopart, Fjölnir - 8 Garðar Gunnlaugsson, ÍA - 8 Patrick Pedersen, Valur - 8 Ian Jeffs, ÍBV - 8 Brynjar Hlöðversson, Leiknir - 2Umræðan #pepsi365Fjölnir þarf ekkert Þórð þegar þeir eru með Gunnar UndirSig í þjálfarateyminu. Draumaleikur fyrir hann FH-Fjölnir @hjorvarhaflida#pepsi365 — Hallgrimur Dan (@hallidan) September 20, 2015KR og Fjölnir í baráttunni um síðasta Evrópusætið þegar tvær umferðir eru eftir í #pepsi365. Alveg eins og maður reiknaði með... — Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) September 20, 2015Keflavík að fá á sig 2,6 mörk að meðaltali í hverjum leik í sumar. Býsna gott. #pepsi365 — Árni Freyr Helgason (@arnifreyr8) September 20, 2015Eg er að tengja við KR akkurat núna. Herjólfur er ógeðslegur!! #Pepsi365#fotboltinet — Orri Ómarsson (@Orrisigurduroma) September 20, 2015Ef það sýður ekki allt upp úr á Kópavogsvelli í dag þá veit ég ekki hvað... #blix#blixfh#ohmy#fotbolti#fotboltinet#pepsi365 — Ragnheiður Lóa (@ragnheidurloa) September 20, 2015Fór alltof langur tími í þennan blikaleik #Pepsi365 var eh með tímann á þessu? — Magnús Haukur (@Maggihodd) September 20, 2015Mark 20. umferðar Atvik 20. umferðar Markasyrpa 20. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Tuttugasta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fór fram í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. Alls voru 27 mörk skoruð í leikjunum sex. Breiðablik sló fagnaðarlátum FH á frest og tryggði sér í leiðinni Evrópusæti. Eyjamenn náðu í mikilvægt stig gegn Val sem kemur þeim fjórum stigum frá Leikni sem er í vondum málum eftir tap fyrir Fylki. Skagamenn eru öruggir með sæti Pepsi-deildinni að ári og Stjarnan fór illa með KR í Vesturbænum. Evrópudraumur Fjölnismanna lifir enn eftir sigur á Víkingi í markaleik.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:Breiðablik 2-1 FHFylkir 3-1 LeiknirKeflavík 0-4 ÍAKR 0-3 StjarnanÍBV 3-3 ValurFjölnir 4-3 VíkingurGarðar er kominn með átta mörk í Pepsi-deildinni.vísir/ernirGóð umferð fyrir ...... Garðar Gunnlaugsson Garðar skoraði tvö góð mörk í 0-4 sigri ÍA gegn föllnum Keflvíkingum. Það er kannski ekki mikið afrek að vinna Keflavík í dag en sigurinn var mikilvægur og tryggir ÍA endanlega sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári. Garðar hefur átt fínt sumar og er sem stendur markahæsti Íslendingurinn í deildinni með átta mörk, ekkert þeirra úr vítum.... Eyjamenn Útlitið var ekki bjart fyrir Eyjamenn þegar tíu mínútur voru eftir gegn Val í gær; 1-3 undir og það var fátt sem benti til þess að endurkoma væri í kortunum. En þá færði Ingvar Þór Kale, markvörður Vals, Eyjamönnum gjöf þegar hann missti boltann fyrir fætur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar sem minnkaði muninn í 2-3. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Ian Jeffs metin með laglegu marki en hann hefur skorað í tveimur leikjum í röð. ÍBV er nú fjórum stigum frá fallsæti þegar einungis tvær umferðir eru eftir svo það verður að teljast líklegra en ekki að liðið haldi sæti sínu í deildinni.... Atla Sigurjónsson FH-ingar voru mættir á Kópavogsvöll til að fagna titlinum og sú virtist ætla að vera raunin þegar Atli Guðnason kom Fimleikafélaginu yfir á 72. mínútu. En Blikar gáfust ekki upp og aðeins tveimur mínútum síðar átti Atli Sigurjónsson gullsendingu inn á teiginn sem Jonathan Glenn skallaði í netið. Atli var ekki hættur og á 77. mínútu átti hann aðra frábæra fyrirgjöf inn á teiginn, nú á Damir Muminovic sem skilaði boltanum í markið. Blikar slógu því fagnaðarlátum FH á frest en Kópavogsliðið tryggði sér Evrópusæti með sigrinum og á enn veika von um að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Atli getur verið sáttur með dagsverkið en hans bestu leikir í sumar hafa komið gegn FH.Leiknismenn eru komnir með annan fótinn niður í 1. deild.vísir/pjeturVond umferð fyrir ...... KR Aðeins 515 áhorfendur sáu Stjörnuna vinna þægilegan sigur á andlausum KR-ingum á Alvogen-vellinum í gær. Stjörnumenn voru sterkari aðilinn allan tímann og þótt brottvísun Stefáns Loga Magnússonar og vítið sem dæmt var á markvörðinn hafi verið umdeilanlegt áttu KR-ingar ekkert skilið úr leiknum. KR hefur aðeins fengið 10 stig af 24 mögulegum í síðustu átta leikjum og það hlýtur að vera farið að hitna undir Bjarna Guðjónssyni, þjálfara liðsins, sem hefur mistekist að skila titli í hús í sumar, auk þess sem Evrópusætið er í hættu en KR er aðeins með þriggja stiga forskot á Val og Fjölni þegar tvær umferðir eru eftir.... afskiptasama aðstoðardómara Dómgæslan hefur verið í brennidepli í sumar og var það einnig í þessari umferð. Tvö umdeild víti voru dæmd, í leik Fylkis og Leiknis og KR og Stjörnunnar, en í báðum tilvikum virtust aðstoðardómarar sjá brotin og flagga á þau. Í Árbænum var Halldór Kristinn Halldórsson dæmdur brotlegur fyrir afar litlar sakir og í Vesturbænum virtist Stefán Logi Magnússon einfaldlega verja skot Guðjóns Baldvinssonar þegar vítið var dæmt. Stórir dómar sem voru líklega rangir.... Leikni Breiðhyltingar eru komnir ofan í ansi djúpa holu eftir leiki gærdagsins. Þeir eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir og vonin er því veik. Leiknismenn hafa hingað til gefið öllum liðum deildarinnar leik en það var ekki uppi á teningnum gegn Fylki í gær. Breiðhyltingar mættu einfaldlega ekki til leiks og tilraun þeirra til að spila 4-4-2 virkaði engan veginn. Eftir hálftíma leik var staðan 3-0, Fylki í vil og leik lokið. Leiknismenn sýndu smá lit í seinni hálfleik en það var of lítið og of seint. Fallið blasir við Leikni.Veigar Páll hefur komið sterkur inn í lið Stjörnunnar í síðustu tveimur leikjum.vísir/antonSkemmtilegir punktar af Boltavaktinni:Kristinn Páll Teitsson á Alvogen-vellinum:„Veit ekki hvað þetta var hjá Heiðari, skot eða fyrirgjöf þar sem það var enginn í teignum en hann lét vaða við varamannaskýlin. Eflaust verið að horfa á Florenzi skora mark af svipuðu færi í Meistaradeildinni á dögunum.“Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum: „Það er hryssingslegt veðrið í Keflavík þessa stundina. 11° á celsíus, u.þ.b. 1/2 millimetri af rigningu og 9 m/s úr suðaustri. Það er samt alveg hægt að spila knattspyrnu í þessu skal ég segja ykkur og það mun verða gert.“Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli: „Skot af löngu færi. Fast en Eyjólfur á að verja. Eyjólfur valdi frekar að fara frá. Furðulegt.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Atli Sigurjónsson, Breiðablik - 8 Veigar Páll Gunnarsson, Stjarnan - 8 Guðjón Baldvinsson, Stjarnan - 8 Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Fylkir - 8 Ragnar Bragi Sveinsson, Fylkir - 8 Aron Sigurðarson, Fjölnir - 8 Kennie Chopart, Fjölnir - 8 Garðar Gunnlaugsson, ÍA - 8 Patrick Pedersen, Valur - 8 Ian Jeffs, ÍBV - 8 Brynjar Hlöðversson, Leiknir - 2Umræðan #pepsi365Fjölnir þarf ekkert Þórð þegar þeir eru með Gunnar UndirSig í þjálfarateyminu. Draumaleikur fyrir hann FH-Fjölnir @hjorvarhaflida#pepsi365 — Hallgrimur Dan (@hallidan) September 20, 2015KR og Fjölnir í baráttunni um síðasta Evrópusætið þegar tvær umferðir eru eftir í #pepsi365. Alveg eins og maður reiknaði með... — Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) September 20, 2015Keflavík að fá á sig 2,6 mörk að meðaltali í hverjum leik í sumar. Býsna gott. #pepsi365 — Árni Freyr Helgason (@arnifreyr8) September 20, 2015Eg er að tengja við KR akkurat núna. Herjólfur er ógeðslegur!! #Pepsi365#fotboltinet — Orri Ómarsson (@Orrisigurduroma) September 20, 2015Ef það sýður ekki allt upp úr á Kópavogsvelli í dag þá veit ég ekki hvað... #blix#blixfh#ohmy#fotbolti#fotboltinet#pepsi365 — Ragnheiður Lóa (@ragnheidurloa) September 20, 2015Fór alltof langur tími í þennan blikaleik #Pepsi365 var eh með tímann á þessu? — Magnús Haukur (@Maggihodd) September 20, 2015Mark 20. umferðar Atvik 20. umferðar Markasyrpa 20. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira