Jason Day í efsta sæti heimslistans í golfi eftir enn einn sigurinn 20. september 2015 22:49 Það er orðið að vikulegri hefð að birta mynd af Jason Day með nýjan bikar í hönd. Getty. Jason Day sigraði í sínu fjórða móti af síðustu sex sem hann hefur tekið þátt í en hann lék manna best á BMW meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. Það er erfitt að rifja upp mót á PGA-mótaröðinni sem hefur verið jafn óspennandi en Day lék fyrstu tvo hringina á Conway Farms vellinum á 18 höggum undir pari og eftir það leit aldrei út eins og að hann ætlaði að láta af forystunni. Day endaði á samtals 22 höggum undir pari en Daniel Berger tryggði sér annað sætið á 16 undir pari. Rory McIlroy og Rickie Fowler léku vel alla helgina og enduðu samtals á 14 höggum undir pari en náðu þó aldrei að gera atlögu að Day sem var einfaldlega í sérflokki. Jason Day er því aðeins þriðji kylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem sigrar í fimm mótum á sama árinu síðan árið 2003 en hinir tveir sem hafa afrekað það eru Vijay Singh og Tiger Woods. Fyrir sigurinn fékk Day 170 milljónir króna í verðlaunafé en ásamt því fer hann í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Coca Cola meistaramótið, er það síðasta á þessu tímabili og markar enda úrslitakeppni mótaraðarinnar, en aðeins 30 stigahæstu kylfingar hennar fá þáttökurétt í mótinu. Það leika allir bestu kylfingar heims um milljarða króna en mótið hefst á fimmtudaginn næsta. Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Jason Day sigraði í sínu fjórða móti af síðustu sex sem hann hefur tekið þátt í en hann lék manna best á BMW meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. Það er erfitt að rifja upp mót á PGA-mótaröðinni sem hefur verið jafn óspennandi en Day lék fyrstu tvo hringina á Conway Farms vellinum á 18 höggum undir pari og eftir það leit aldrei út eins og að hann ætlaði að láta af forystunni. Day endaði á samtals 22 höggum undir pari en Daniel Berger tryggði sér annað sætið á 16 undir pari. Rory McIlroy og Rickie Fowler léku vel alla helgina og enduðu samtals á 14 höggum undir pari en náðu þó aldrei að gera atlögu að Day sem var einfaldlega í sérflokki. Jason Day er því aðeins þriðji kylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem sigrar í fimm mótum á sama árinu síðan árið 2003 en hinir tveir sem hafa afrekað það eru Vijay Singh og Tiger Woods. Fyrir sigurinn fékk Day 170 milljónir króna í verðlaunafé en ásamt því fer hann í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Coca Cola meistaramótið, er það síðasta á þessu tímabili og markar enda úrslitakeppni mótaraðarinnar, en aðeins 30 stigahæstu kylfingar hennar fá þáttökurétt í mótinu. Það leika allir bestu kylfingar heims um milljarða króna en mótið hefst á fimmtudaginn næsta.
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira