Vettel: Við verðum á útopnu héðan í frá Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. september 2015 22:00 Sebastian Vettel hefur sett markmiðið á að reyna hið ómögulega, ná Lewis Hamilton. Vísir/Getty Sebastian Vettel ók örugglega í dag og var aldrei ógnað af alvöru. Hann stjórnaði bilinu á milli sín og Daniel Ricciardo að því er virtist auðveldlega. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Daniel (Ricciardo) átti góða keppni og hann elti vel og hélt dekkjunm í góðu formi. Þetta var ein af mínum bestu keppnum. Bíllinn var frábær í gær og í dag. Á heildina litið fullkomin helgi. Við verðum á útopnu héðan í frá til að reyna hið ómögulega og ná Mercedes,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum hann hefur nú unnið fjórar af átta keppnum í Singapúr. „Ég held að Sebastian (Vettel) hafi aðeins verið að þreifa fyrir sér. Hann stakk af í byrjun en eftir fyrsta stoppið var hann rólegri og stjórnaði hraðanum betur. Við áttum alveg möguleika, við stóðum okkur vel í dag,“ sagði Ricciardo sem kom annar í mark á Red Bull. „Ég var hissa á að vera þriðji í gær. Bíllinn var ekki nógu góður. Ég hafði hraðann til að elta þá í dag og tryggja mér þriðja sætið sem er ekki slæmt miðað við að mér fannst bíllinn ekki góður,“ sagði Kimi Raikkonen sem var öruggur í þriðja sæti fyrir Ferrari alla keppnina. „Mér er létt, þetta var okkar til að klúðra frá upphafi. Okkar til að henda frá okkur. Það gerðist ekki,“ sagði James Allison, tæknistjóri Ferrari.Max Verstappen og Carlos Sainz börðust af hörku á brautinni.Vísir/Getty„Sebastian (Vettel) mun ekki vera ánægður með að Daniel (Ricciardo) náði hraðasta hringnum í dag. Öryggisbíllinn hjálpaði okkur ekki í dag, við vorum sterkari rétt fyrir þjónustuhlé. Öryggisbíllinn núllaði út mögulegan hagnað okkar,“ sagði Christian Horner, keppnisstjóri Red Bull. „Ég var ofur bjartsýnn í bílnum á hægari dekkjunum hélt ég í við þá. Ég hélt að við gætum kannski keppt um forystuna. Við reyndum allt til að laga það sem var að en ekkert virkaði. Þá var rökréttast að hætta. Þetta átti bara ekki að vera minn dagur,“ sagði Lewis Hamilton sem kláraði ekki keppnina. „Auðvitað er jákvætt að minnka bilið í Lewis (Hamilton). Stóra atriðið er þó að við höfum ekki átt góða helgi. Við skiljum ekki hvað gerðist. Í dag höfum við miklar áhyggjur. Við verðum bara að vona að frammistaðan komi til baka í næstu keppni,“ sagði Nico Rosberg sem lauk keppni í fjórða sæti á Mercedes bílnum. Rosberg er nú 41 stigi á eftir liðsfélaga sínum í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna. „Ég lenti aftan á Pastor Maldonado, hann var nýbúinn að þvinga mig út af brautinni. Þetta á ekki að gerast í Formúlu 1,“ sagði Jenson Button sem lauk ekki keppni á McLaren bílnum. „Ég átti að láta Carlos (Sainz) fara fram úr undir lokin en ég sá ekki ástæðu til þess. Ef þetta hefði snúið öfugt hefði hann sennilega tekið sömu ákvörðun,“ sagði Max Verstappen sem varð áttundi í dag eftir ótrúlega endurkomu. Hann var hring á eftir í upphafi eftir að hann komst ekki af stað í ræsingu. „Ég átti að fá tækifæri á nýjum dekkjum til að reyna að ná Sergio Perez. Svo átti ég að skipta aftur ef það gengi ekki,“ sagði Sainz. „Verstappen var ekki að gera neitt rangt með því að neita að hleypa Sainz fram úr. Sainz var aldrei nógu nálægt til að réttlæta þetta. Hann hefði ekki náð Perez,“ sagði Franz Tost, keppnisstjóri Toro Rosso.Hér fyrir neðan má finna öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Rosberg og Kvyat fljótastir í Singapúr í dag Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 18. september 2015 16:45 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 19. september 2015 13:45 Sebastian Vettel vann í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark. Daniel Ricciardo varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen þriðji á Ferrari. Lewis Hamilton hætti keppni. 20. september 2015 13:55 Wolff: Við tókum risavaxið skref aftur á bak Sebastian Vettel náði sinum fyrsta ráspól fyrir Ferrari í Singapúr. Þetta er einn mikilvægasti ráspóll ársins, enda erfitt að taka fram úr. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 19. september 2015 19:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel ók örugglega í dag og var aldrei ógnað af alvöru. Hann stjórnaði bilinu á milli sín og Daniel Ricciardo að því er virtist auðveldlega. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Daniel (Ricciardo) átti góða keppni og hann elti vel og hélt dekkjunm í góðu formi. Þetta var ein af mínum bestu keppnum. Bíllinn var frábær í gær og í dag. Á heildina litið fullkomin helgi. Við verðum á útopnu héðan í frá til að reyna hið ómögulega og ná Mercedes,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum hann hefur nú unnið fjórar af átta keppnum í Singapúr. „Ég held að Sebastian (Vettel) hafi aðeins verið að þreifa fyrir sér. Hann stakk af í byrjun en eftir fyrsta stoppið var hann rólegri og stjórnaði hraðanum betur. Við áttum alveg möguleika, við stóðum okkur vel í dag,“ sagði Ricciardo sem kom annar í mark á Red Bull. „Ég var hissa á að vera þriðji í gær. Bíllinn var ekki nógu góður. Ég hafði hraðann til að elta þá í dag og tryggja mér þriðja sætið sem er ekki slæmt miðað við að mér fannst bíllinn ekki góður,“ sagði Kimi Raikkonen sem var öruggur í þriðja sæti fyrir Ferrari alla keppnina. „Mér er létt, þetta var okkar til að klúðra frá upphafi. Okkar til að henda frá okkur. Það gerðist ekki,“ sagði James Allison, tæknistjóri Ferrari.Max Verstappen og Carlos Sainz börðust af hörku á brautinni.Vísir/Getty„Sebastian (Vettel) mun ekki vera ánægður með að Daniel (Ricciardo) náði hraðasta hringnum í dag. Öryggisbíllinn hjálpaði okkur ekki í dag, við vorum sterkari rétt fyrir þjónustuhlé. Öryggisbíllinn núllaði út mögulegan hagnað okkar,“ sagði Christian Horner, keppnisstjóri Red Bull. „Ég var ofur bjartsýnn í bílnum á hægari dekkjunum hélt ég í við þá. Ég hélt að við gætum kannski keppt um forystuna. Við reyndum allt til að laga það sem var að en ekkert virkaði. Þá var rökréttast að hætta. Þetta átti bara ekki að vera minn dagur,“ sagði Lewis Hamilton sem kláraði ekki keppnina. „Auðvitað er jákvætt að minnka bilið í Lewis (Hamilton). Stóra atriðið er þó að við höfum ekki átt góða helgi. Við skiljum ekki hvað gerðist. Í dag höfum við miklar áhyggjur. Við verðum bara að vona að frammistaðan komi til baka í næstu keppni,“ sagði Nico Rosberg sem lauk keppni í fjórða sæti á Mercedes bílnum. Rosberg er nú 41 stigi á eftir liðsfélaga sínum í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna. „Ég lenti aftan á Pastor Maldonado, hann var nýbúinn að þvinga mig út af brautinni. Þetta á ekki að gerast í Formúlu 1,“ sagði Jenson Button sem lauk ekki keppni á McLaren bílnum. „Ég átti að láta Carlos (Sainz) fara fram úr undir lokin en ég sá ekki ástæðu til þess. Ef þetta hefði snúið öfugt hefði hann sennilega tekið sömu ákvörðun,“ sagði Max Verstappen sem varð áttundi í dag eftir ótrúlega endurkomu. Hann var hring á eftir í upphafi eftir að hann komst ekki af stað í ræsingu. „Ég átti að fá tækifæri á nýjum dekkjum til að reyna að ná Sergio Perez. Svo átti ég að skipta aftur ef það gengi ekki,“ sagði Sainz. „Verstappen var ekki að gera neitt rangt með því að neita að hleypa Sainz fram úr. Sainz var aldrei nógu nálægt til að réttlæta þetta. Hann hefði ekki náð Perez,“ sagði Franz Tost, keppnisstjóri Toro Rosso.Hér fyrir neðan má finna öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg og Kvyat fljótastir í Singapúr í dag Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 18. september 2015 16:45 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 19. september 2015 13:45 Sebastian Vettel vann í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark. Daniel Ricciardo varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen þriðji á Ferrari. Lewis Hamilton hætti keppni. 20. september 2015 13:55 Wolff: Við tókum risavaxið skref aftur á bak Sebastian Vettel náði sinum fyrsta ráspól fyrir Ferrari í Singapúr. Þetta er einn mikilvægasti ráspóll ársins, enda erfitt að taka fram úr. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 19. september 2015 19:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Rosberg og Kvyat fljótastir í Singapúr í dag Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 18. september 2015 16:45
Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 19. september 2015 13:45
Sebastian Vettel vann í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark. Daniel Ricciardo varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen þriðji á Ferrari. Lewis Hamilton hætti keppni. 20. september 2015 13:55
Wolff: Við tókum risavaxið skref aftur á bak Sebastian Vettel náði sinum fyrsta ráspól fyrir Ferrari í Singapúr. Þetta er einn mikilvægasti ráspóll ársins, enda erfitt að taka fram úr. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 19. september 2015 19:30