Alfreð: Stuðningsmenn með blys að elta okkur á vespum Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. september 2015 19:00 Alfreð í baráttunni gegn Alexis Sanchez. Vísir/Getty „Tilfinningin var frábær, maður er búinn að spila marga leiki á flottum fótboltavöllum en maður er í fótbolta til að ná árangri og maður fær ekki oft tækifærið að skora sigurmarkið gegn Arsenal í Meistaradeildinni.,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, í samtali við Akraborgina í dag. Alfreð skoraði sigurmark Olympiacos í óvæntum 3-2 sigri gríska liðsins á Arsenal á Emirates-vellinum í gær. „Það eru margir sem upplifa það að spila í Meistaradeildinni og þú átt oft ekki möguleika gegn þessum stóru liðum. Það voru fáir sem gáfu okkur mikla möguleika í gær en þetta var mjög sérstakur leikur. Þeir voru að eyða mikilli orku í að elta okkur og þetta spilaðist vel fyrir okkur.“ Alfreð byrjaði leikinn á bekknum, líkt og gegn Bayern Munchen en kom inná í hálfleik og skoraði sigurmarkið. „Maður verður alltaf að vera tilbúinn að koma inn af bekknum. Það er tvennt ólíkt að byrja á bekknum og inná en maður þarf að vera klár ef kallið kemur. Þú vilt vera tilbúinn í slaginn ef kallið kemur.“ Alfreð gekk til liðs við Olympiacos í sumar á eins árs lánssamningi frá Real Sociedad en hann hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. „Ég hef byrjað á bekknum eftir landsleikjahléð og það hefur verið pirrandi en vonandi verður markið í gær vendipunktur á ferli mínum hér og ég fæ að spila meira.“ Alfreð segir að stuðningsmennirnir í Grikklandi séu skrautlegir. „Þeir voru með blys á vespum að elta okkur hérna í rútunni. Þeir eru mjög blóðheitir yfir íþróttum og ég geri ráð fyrir að þeir séu á leiðinni á æfingarsvæðið þar sem við erum að fara að æfa. Það verður eflaust einhver móttaka en þetta er bara skemmtilegt.“ Þá ræddi Alfreð samband sitt við þjálfarann og næstu leiki í Meistaradeildinni en viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira
„Tilfinningin var frábær, maður er búinn að spila marga leiki á flottum fótboltavöllum en maður er í fótbolta til að ná árangri og maður fær ekki oft tækifærið að skora sigurmarkið gegn Arsenal í Meistaradeildinni.,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, í samtali við Akraborgina í dag. Alfreð skoraði sigurmark Olympiacos í óvæntum 3-2 sigri gríska liðsins á Arsenal á Emirates-vellinum í gær. „Það eru margir sem upplifa það að spila í Meistaradeildinni og þú átt oft ekki möguleika gegn þessum stóru liðum. Það voru fáir sem gáfu okkur mikla möguleika í gær en þetta var mjög sérstakur leikur. Þeir voru að eyða mikilli orku í að elta okkur og þetta spilaðist vel fyrir okkur.“ Alfreð byrjaði leikinn á bekknum, líkt og gegn Bayern Munchen en kom inná í hálfleik og skoraði sigurmarkið. „Maður verður alltaf að vera tilbúinn að koma inn af bekknum. Það er tvennt ólíkt að byrja á bekknum og inná en maður þarf að vera klár ef kallið kemur. Þú vilt vera tilbúinn í slaginn ef kallið kemur.“ Alfreð gekk til liðs við Olympiacos í sumar á eins árs lánssamningi frá Real Sociedad en hann hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. „Ég hef byrjað á bekknum eftir landsleikjahléð og það hefur verið pirrandi en vonandi verður markið í gær vendipunktur á ferli mínum hér og ég fæ að spila meira.“ Alfreð segir að stuðningsmennirnir í Grikklandi séu skrautlegir. „Þeir voru með blys á vespum að elta okkur hérna í rútunni. Þeir eru mjög blóðheitir yfir íþróttum og ég geri ráð fyrir að þeir séu á leiðinni á æfingarsvæðið þar sem við erum að fara að æfa. Það verður eflaust einhver móttaka en þetta er bara skemmtilegt.“ Þá ræddi Alfreð samband sitt við þjálfarann og næstu leiki í Meistaradeildinni en viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira