Casillas leikjahæstur í sögu Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2015 10:26 Casillas fagnar sigrinum á Chelsea í gær. vísir/getty Iker Casillas fór í gær fram úr Xavi Hernández á listanum yfir leikjahæstu leikmenn Meistaradeildar Evrópu frá upphafi. Casillas stóð í marki Porto sem vann 2-1 sigur á Chelsea á Estádio do Dragão í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær en þetta var hans 152. leikur í keppninni. Hann og Xavi, sem voru lengi samherjar í spænska landsliðinu, voru jafnir fyrir leik gærdagsins með 151 Meistaradeildarleik hvor en Casillas trónir nú á toppi leikjalistans. Casillas lék 150 leiki í Meistaradeildinni fyrir Real Madrid á árunum 1999-2015. Hann var fyrst í hóp í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætti Rosenborg 27. nóvember 1997, þá aðeins 16 ára. Casillas lék hins vegar fyrsta Meistaradeildarleikinn þegar Real Madrid og Olympiacos gerðu 3-3 jafntefli 15. september 1999. Hann vann Meistaradeildina í þrígang með Real Madrid; 2000, 2002 og 2014. Casillas er yngsti markvörðurinn sem hefur spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann stóð í marki Real Madrid liðið vann Valencia 3-0 í úrslitaleiknum 2000.Casillas í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Valencia árið 2000.vísir/gettyÓlíklegt verður að teljast að leikjamet Casillas verði slegið á næstunni en næstu sjö menn á topp 10 listanum eru annað hvort hættir eða spila ekki lengur með evrópskum liðum. Cristiano Ronaldo er sá eini á leikjalistanum, fyrir utan Casillas, sem er enn að spila en Portúgalinn leikur væntanlega sinn 117. leik í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætir Malmö í kvöld.Leikjahæstir í sögu Meistaradeildarinnar:1. Iker Casillas (Real Madrid, Porto) - 152 leikir 2. Xavi (Barcelona) - 151 3. Ryan Giggs (Manchester United) - 145 4. Raúl (Real Madrid, Schalke 04) - 142 5. Paolo Maldini (AC Milan) - 135 6. Clarence Seedorf (Ajax, Real Madrid, Internazionale, AC Milan) - 125 7. Paul Scholes (Manchester United) - 124 8. Roberto Carlos (Real Madrid, Fenerbahce) - 1209. Cristiano Ronaldo (Manchester United, Real Madrid) - 116 10. Carles Puyol (Barcelona) - 115 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Iker Casillas fór í gær fram úr Xavi Hernández á listanum yfir leikjahæstu leikmenn Meistaradeildar Evrópu frá upphafi. Casillas stóð í marki Porto sem vann 2-1 sigur á Chelsea á Estádio do Dragão í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær en þetta var hans 152. leikur í keppninni. Hann og Xavi, sem voru lengi samherjar í spænska landsliðinu, voru jafnir fyrir leik gærdagsins með 151 Meistaradeildarleik hvor en Casillas trónir nú á toppi leikjalistans. Casillas lék 150 leiki í Meistaradeildinni fyrir Real Madrid á árunum 1999-2015. Hann var fyrst í hóp í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætti Rosenborg 27. nóvember 1997, þá aðeins 16 ára. Casillas lék hins vegar fyrsta Meistaradeildarleikinn þegar Real Madrid og Olympiacos gerðu 3-3 jafntefli 15. september 1999. Hann vann Meistaradeildina í þrígang með Real Madrid; 2000, 2002 og 2014. Casillas er yngsti markvörðurinn sem hefur spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann stóð í marki Real Madrid liðið vann Valencia 3-0 í úrslitaleiknum 2000.Casillas í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Valencia árið 2000.vísir/gettyÓlíklegt verður að teljast að leikjamet Casillas verði slegið á næstunni en næstu sjö menn á topp 10 listanum eru annað hvort hættir eða spila ekki lengur með evrópskum liðum. Cristiano Ronaldo er sá eini á leikjalistanum, fyrir utan Casillas, sem er enn að spila en Portúgalinn leikur væntanlega sinn 117. leik í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætir Malmö í kvöld.Leikjahæstir í sögu Meistaradeildarinnar:1. Iker Casillas (Real Madrid, Porto) - 152 leikir 2. Xavi (Barcelona) - 151 3. Ryan Giggs (Manchester United) - 145 4. Raúl (Real Madrid, Schalke 04) - 142 5. Paolo Maldini (AC Milan) - 135 6. Clarence Seedorf (Ajax, Real Madrid, Internazionale, AC Milan) - 125 7. Paul Scholes (Manchester United) - 124 8. Roberto Carlos (Real Madrid, Fenerbahce) - 1209. Cristiano Ronaldo (Manchester United, Real Madrid) - 116 10. Carles Puyol (Barcelona) - 115
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn