Gleði í hversdeginum Rikka skrifar 19. október 2015 21:00 Vísir/Getty Sumir dagar eru erfiðari en aðrir, sérstaklega þeir dagar sem færa manni rok, rigningu og myrkur í morgunmat. Á þeim dögum er freistandi að draga sængina yfir höfuðið og halda áfram að sofa, fara svo framúr og velja það að vera í fýlu allan daginn. Vísindamenn eru búnir að finna það út að gleðin fylgir genum frá forfeðrum okkar að hluta til en að hver og einn geti stjórnað líðan sinni með hugarfari og framkvæmdagleði. Áður en þú gefst upp á gleðinni og leyfir fýlunni að taka öll völd þá skaltu reyna þetta:Gleðitónar Góð gleðitónlist getur gert kraftaverk fyrir skapið. Einhvers staðar las ég það um daginn að lagið Don't Stop Me Now með Queen virkaði svona líka svakalega vel. Nú svo er það líka Don't Worry Be Happy með Bobby McFerrin og Wake Me Up Before You Go Go með Wham. Jafnvel þótt mörg gleðilög séu klisjuleg og klístruð þá virka þau til að koma manni í gott skap og þá er takmarkinu náð.Gott gláp Hlátur eykur dópamínið í heilanum og þar af leiðandi verðum við glaðari þegar við hlæjum. Það er fullt af myndbrotum, til að mynda á YouTube, sem eru bráðfyndin. Finndu gömul Fóstbræðrainnslög eða eitthvað frá hinu frábæra fólki í Saturday Night Live sem er búið að fá Bandaríkjamenn til að hlæja í hátt í þrjátíu ár.Góður göngutúr Göngutúr er eitt af því allrabesta sem þú getur gert fyrir sálina, jafnvel þó að hann sé stuttur. Súrefni og fagurt umhverfi bætir súran svip. Það væri jafnvel enn betra ef þú gæfir þér tíma í útiskokk.Gott knús Vísindamenn eru búnir að sanna það að faðmlög lækka streituhormón í líkamanum og hækka magn oxýtósíns um leið en það hefur meðal annars jákvæð áhrif á líðan. Nudd hefur sömu áhrif þannig að það er frábær hugmynd að panta sér tíma í nudd og njóta.Þakklæti Ég hef margoft skrifað um þakklæti í pistlum mínum og þar fer vísa sem svo sannarlega er aldrei of oft kveðin. Það er mikilvægt að þakka fyrir það sem maður hefur og góður vani að þakka fyrir eitthvað þrennt, þegar þú leggst á koddann á kvöldin, sem þú upplifðir þann daginn. Þrátt fyrir að dagurinn hafi verið heldur tíðindalaus þá er alltaf eitthvað sem þú getur þakkað fyrir. Heilsa Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið
Sumir dagar eru erfiðari en aðrir, sérstaklega þeir dagar sem færa manni rok, rigningu og myrkur í morgunmat. Á þeim dögum er freistandi að draga sængina yfir höfuðið og halda áfram að sofa, fara svo framúr og velja það að vera í fýlu allan daginn. Vísindamenn eru búnir að finna það út að gleðin fylgir genum frá forfeðrum okkar að hluta til en að hver og einn geti stjórnað líðan sinni með hugarfari og framkvæmdagleði. Áður en þú gefst upp á gleðinni og leyfir fýlunni að taka öll völd þá skaltu reyna þetta:Gleðitónar Góð gleðitónlist getur gert kraftaverk fyrir skapið. Einhvers staðar las ég það um daginn að lagið Don't Stop Me Now með Queen virkaði svona líka svakalega vel. Nú svo er það líka Don't Worry Be Happy með Bobby McFerrin og Wake Me Up Before You Go Go með Wham. Jafnvel þótt mörg gleðilög séu klisjuleg og klístruð þá virka þau til að koma manni í gott skap og þá er takmarkinu náð.Gott gláp Hlátur eykur dópamínið í heilanum og þar af leiðandi verðum við glaðari þegar við hlæjum. Það er fullt af myndbrotum, til að mynda á YouTube, sem eru bráðfyndin. Finndu gömul Fóstbræðrainnslög eða eitthvað frá hinu frábæra fólki í Saturday Night Live sem er búið að fá Bandaríkjamenn til að hlæja í hátt í þrjátíu ár.Góður göngutúr Göngutúr er eitt af því allrabesta sem þú getur gert fyrir sálina, jafnvel þó að hann sé stuttur. Súrefni og fagurt umhverfi bætir súran svip. Það væri jafnvel enn betra ef þú gæfir þér tíma í útiskokk.Gott knús Vísindamenn eru búnir að sanna það að faðmlög lækka streituhormón í líkamanum og hækka magn oxýtósíns um leið en það hefur meðal annars jákvæð áhrif á líðan. Nudd hefur sömu áhrif þannig að það er frábær hugmynd að panta sér tíma í nudd og njóta.Þakklæti Ég hef margoft skrifað um þakklæti í pistlum mínum og þar fer vísa sem svo sannarlega er aldrei of oft kveðin. Það er mikilvægt að þakka fyrir það sem maður hefur og góður vani að þakka fyrir eitthvað þrennt, þegar þú leggst á koddann á kvöldin, sem þú upplifðir þann daginn. Þrátt fyrir að dagurinn hafi verið heldur tíðindalaus þá er alltaf eitthvað sem þú getur þakkað fyrir.
Heilsa Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið