Bjarni: Indriði er KR-ingur og við viljum hafa KR-inga í liðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2015 16:31 „Ég er mjög sáttur,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, við Vísi í KR-heimilinu um liðsstyrkinn sem vesturbæjarliðið fékk í dag. Indriði Sigurðsson er kominn heim eftir 16 ára atvinnumennsku, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið.Sjá einnig:Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt „Indriði á nóg eftir þó hann sé að koma heim úr atvinnumennskunni. Hann er fullur af metnaði fyrir félagið og fyrir sjálfan sig,“ sagði Bjarni. „Fyrir utan völlinn er hann leiðtogi og mikill karakter. Svo er hann náttúrlega KR-ingur. Það er mikill fengur fyrir félagið að fá Indriða í félagið á þessum tímapunkti á hans ferli.“Indriði kominn í KR-búninginn.vísir/vilhelmGerir aðra betri Indriði hefur spilað með Viking í Stavanger undanfarin sjö ár og verið fyrirliði liðsins frá 2011. Hann segist sjálfur að síðustu þrjú ár hafa verið hans bestu í atvinnumennskunni. „Hann er búinn að vera mjög góður og hefði getað verið áfram úti. Við fögnum því að hann ákvað að koma heim. Það skín ekki alltaf í gegn hversu góður Indriði er, en hann gerir leikmenn í kringum sig betri,“ sagði Bjarni.Sjá einnig:Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár „Þetta er hæfileiki sem ekki margir hafa en Indriði hefur það,“ sagði Bjarni, en Indriði kemur líka með mikla reynslu inn í klefann og ætti að gera KR-liðinu mikið utan vallar. „Við lítum fyrst og fremst á Indriða sem leikmann en hitt skiptir miklu máli. Hann er karakter, hefur leiðtogahæfileika og er ákveðið stál. Svona menn eru ekki á hverju strái og svo viljum við líka hafa KR-inga í liðinu. Þetta er allt saman mjög jákvætt.“Jacob Schoop má líta í kringum sig.vísir/stefánBergsveinn talið sig fá að spila meira hjá FH Er frekari frétta að vænta af leikmannamálum KR? „Við erum að reyna að vinna í leikmannamálunum innanbúðar fyrst áður en við förum að líta í kringum okkur. Við vorum mjög ánægðir með hópinn okkar í sumar. Hann var ekki of stór en gæðin mikil,“ sagði Bjarni. „Það eru spurningamerki samt. Jacob má skoða önnur lið í janúar til dæmis þannig við vitum ekki alveg hvernig veturinn fer.“ KR spilaði á Rasmus Christiansen og Skúla Jóni Friðgeirssyni sem miðvarðapari í sumar. Þarf annar þeirra að fara nú þegar Indriði er kominn? „Við erum að fá mjög sterkan miðvörð inn. Sem þjálfari vill maður hafa hópinn sem breiðastan og sterkastan til að takast á við það sem gerist yfir sumartímann. Það fer samt ekki alltaf saman hvað þjálfarinn vill og hvað stjórnin treystir sér að gera fyrir félagið. Það er eitthvað sem við skoðum í framhaldi af þessu,“ sagði Bjarni. Bergsveinn Ólafsson var leikmaður sem KR reyndi að fá, en hann valdi að fara til FH og samdi við Íslandsmeistarana í gær. Var sárt að missa af honum? „Nei, við ræddum við hann eins og við höfum gert við aðra leikmenn áður. Hann ákvað að fara í FH og taldi væntanlega líklegra að hann fengi að spila þar en hér. Við óskum honum bara til hamingju með það sem hann er að gera,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
„Ég er mjög sáttur,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, við Vísi í KR-heimilinu um liðsstyrkinn sem vesturbæjarliðið fékk í dag. Indriði Sigurðsson er kominn heim eftir 16 ára atvinnumennsku, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið.Sjá einnig:Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt „Indriði á nóg eftir þó hann sé að koma heim úr atvinnumennskunni. Hann er fullur af metnaði fyrir félagið og fyrir sjálfan sig,“ sagði Bjarni. „Fyrir utan völlinn er hann leiðtogi og mikill karakter. Svo er hann náttúrlega KR-ingur. Það er mikill fengur fyrir félagið að fá Indriða í félagið á þessum tímapunkti á hans ferli.“Indriði kominn í KR-búninginn.vísir/vilhelmGerir aðra betri Indriði hefur spilað með Viking í Stavanger undanfarin sjö ár og verið fyrirliði liðsins frá 2011. Hann segist sjálfur að síðustu þrjú ár hafa verið hans bestu í atvinnumennskunni. „Hann er búinn að vera mjög góður og hefði getað verið áfram úti. Við fögnum því að hann ákvað að koma heim. Það skín ekki alltaf í gegn hversu góður Indriði er, en hann gerir leikmenn í kringum sig betri,“ sagði Bjarni.Sjá einnig:Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár „Þetta er hæfileiki sem ekki margir hafa en Indriði hefur það,“ sagði Bjarni, en Indriði kemur líka með mikla reynslu inn í klefann og ætti að gera KR-liðinu mikið utan vallar. „Við lítum fyrst og fremst á Indriða sem leikmann en hitt skiptir miklu máli. Hann er karakter, hefur leiðtogahæfileika og er ákveðið stál. Svona menn eru ekki á hverju strái og svo viljum við líka hafa KR-inga í liðinu. Þetta er allt saman mjög jákvætt.“Jacob Schoop má líta í kringum sig.vísir/stefánBergsveinn talið sig fá að spila meira hjá FH Er frekari frétta að vænta af leikmannamálum KR? „Við erum að reyna að vinna í leikmannamálunum innanbúðar fyrst áður en við förum að líta í kringum okkur. Við vorum mjög ánægðir með hópinn okkar í sumar. Hann var ekki of stór en gæðin mikil,“ sagði Bjarni. „Það eru spurningamerki samt. Jacob má skoða önnur lið í janúar til dæmis þannig við vitum ekki alveg hvernig veturinn fer.“ KR spilaði á Rasmus Christiansen og Skúla Jóni Friðgeirssyni sem miðvarðapari í sumar. Þarf annar þeirra að fara nú þegar Indriði er kominn? „Við erum að fá mjög sterkan miðvörð inn. Sem þjálfari vill maður hafa hópinn sem breiðastan og sterkastan til að takast á við það sem gerist yfir sumartímann. Það fer samt ekki alltaf saman hvað þjálfarinn vill og hvað stjórnin treystir sér að gera fyrir félagið. Það er eitthvað sem við skoðum í framhaldi af þessu,“ sagði Bjarni. Bergsveinn Ólafsson var leikmaður sem KR reyndi að fá, en hann valdi að fara til FH og samdi við Íslandsmeistarana í gær. Var sárt að missa af honum? „Nei, við ræddum við hann eins og við höfum gert við aðra leikmenn áður. Hann ákvað að fara í FH og taldi væntanlega líklegra að hann fengi að spila þar en hér. Við óskum honum bara til hamingju með það sem hann er að gera,“ sagði Bjarni Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira