Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2015 15:14 Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. vísir/gva Komi til skyndiverkfalls SFR í næstu viku mun byggingum Háskóla Íslands verða lokað þar sem umsjónarmenn fasteigna skólans eru félagsmenn í SFR. Þá verða kennslustofur jafnframt lokaðar og mun hefðbundin kennsla því falla niður. Þær byggingar sem ekki opna rafrænt verða læstar komi til verkfalls. Þar á meðal eru Aðalbygging, Læknagarður, Eirberg, Skipholt 37, Bolholt 6-8, Nýi Garður og kennsluhús á Laugarvatni. Háskólabíó er þó undanskilið þar sem umsjónarmaðurinn þar er ekki í SFR og mun því vera kennt í bíóinu.BSRB dæmt skaðabótaskylt vegna verkfallsvörslu í verkfalli húsvarða HÍ Hins vegar er það svo að árið 1986 féll dómur í Hæstarétti þar sem BSRB var dæmt skaðabótaskylt gagnvart Háskóla Íslands vegna ólögmætra aðgerða stéttarfélagsins í verkfalli húsvarða skólans árið 1984. Rektor reyndi þá að opna byggingar en var meinað það þar sem verkfallsverðir töldu það verkfallsbrot að ganga þannig í störf húsvarða, sem sáu um að opna og læsa fasteignum skólans. Hæstiréttur mat það hins vegar sem svo að rektor hefði verið heimilt að opna byggingarnar þar sem hann væri yfirmaður stjórnsýslu skólans.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.vísir/antonSpurning um siðferðislega afstöðu stjórnenda Það má því velta því upp hvort að kennsla þurfi að falla niður í HÍ vegna verkfallsins, líkt og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gerir í grein hér á Vísi í dag. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir það felast í dómnum að rektor, og þá væntanlega aðrir forsvarsmenn ríkisstofnana, megi ganga í störf undirmanna sinna lagalega séð. Það sé hins vegar spurning hvort þeir kjósi að gera það. „Við höfum bent á það, að þó að þetta sé í sjálfu sér heimilt samkvæmt dómnum, þá er þetta spurning um hina siðferðislegu afstöðu forstjórans, eða rektors í þessu tilviki, með því að teygja sig svona langt og vera valdur þess að lengja þá deiluna og koma í veg fyrir að menn séu fljótari að ganga frá málunum,“ segir Árni Stefán í samtali við Vísi og bætir við að stéttarfélögin hafa sinn verkfallsrétt til að knýja fram lausn í kjaradeilum. Inngrip á borð við það að ganga í störf undirmanna séu aðeins til þess fallin að lengja deiluna. „Ég veit það að forstjórum ríkisstofnana dettur þetta ekki í hug. Ég hef talað við þá fjölmarga og þeirra afstaða er sú að ef að það er verkfall þá er verkfall. Það leysir engan vanda að þeir fari að ganga í störf undirmanna sinna.“Rektor mun virða verkfallsréttinn Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir málið afar erfitt og alvarlegt fyrir skólann en að hann muni virða verkfallsrétt félagsmanna SFR. Hann ætlar því ekki að fara um og opna byggingar og kennslustofur. „Við vonum svo sannarlega að þetta muni leysast sem allra fyrst og að það komi ekki til verkfalls. En við munum virða verkfallsréttinn,“ segir Jón Atli í samtali við Vísi. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagadeildin lokuð? Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. 9. október 2015 09:52 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Komi til skyndiverkfalls SFR í næstu viku mun byggingum Háskóla Íslands verða lokað þar sem umsjónarmenn fasteigna skólans eru félagsmenn í SFR. Þá verða kennslustofur jafnframt lokaðar og mun hefðbundin kennsla því falla niður. Þær byggingar sem ekki opna rafrænt verða læstar komi til verkfalls. Þar á meðal eru Aðalbygging, Læknagarður, Eirberg, Skipholt 37, Bolholt 6-8, Nýi Garður og kennsluhús á Laugarvatni. Háskólabíó er þó undanskilið þar sem umsjónarmaðurinn þar er ekki í SFR og mun því vera kennt í bíóinu.BSRB dæmt skaðabótaskylt vegna verkfallsvörslu í verkfalli húsvarða HÍ Hins vegar er það svo að árið 1986 féll dómur í Hæstarétti þar sem BSRB var dæmt skaðabótaskylt gagnvart Háskóla Íslands vegna ólögmætra aðgerða stéttarfélagsins í verkfalli húsvarða skólans árið 1984. Rektor reyndi þá að opna byggingar en var meinað það þar sem verkfallsverðir töldu það verkfallsbrot að ganga þannig í störf húsvarða, sem sáu um að opna og læsa fasteignum skólans. Hæstiréttur mat það hins vegar sem svo að rektor hefði verið heimilt að opna byggingarnar þar sem hann væri yfirmaður stjórnsýslu skólans.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.vísir/antonSpurning um siðferðislega afstöðu stjórnenda Það má því velta því upp hvort að kennsla þurfi að falla niður í HÍ vegna verkfallsins, líkt og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gerir í grein hér á Vísi í dag. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir það felast í dómnum að rektor, og þá væntanlega aðrir forsvarsmenn ríkisstofnana, megi ganga í störf undirmanna sinna lagalega séð. Það sé hins vegar spurning hvort þeir kjósi að gera það. „Við höfum bent á það, að þó að þetta sé í sjálfu sér heimilt samkvæmt dómnum, þá er þetta spurning um hina siðferðislegu afstöðu forstjórans, eða rektors í þessu tilviki, með því að teygja sig svona langt og vera valdur þess að lengja þá deiluna og koma í veg fyrir að menn séu fljótari að ganga frá málunum,“ segir Árni Stefán í samtali við Vísi og bætir við að stéttarfélögin hafa sinn verkfallsrétt til að knýja fram lausn í kjaradeilum. Inngrip á borð við það að ganga í störf undirmanna séu aðeins til þess fallin að lengja deiluna. „Ég veit það að forstjórum ríkisstofnana dettur þetta ekki í hug. Ég hef talað við þá fjölmarga og þeirra afstaða er sú að ef að það er verkfall þá er verkfall. Það leysir engan vanda að þeir fari að ganga í störf undirmanna sinna.“Rektor mun virða verkfallsréttinn Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir málið afar erfitt og alvarlegt fyrir skólann en að hann muni virða verkfallsrétt félagsmanna SFR. Hann ætlar því ekki að fara um og opna byggingar og kennslustofur. „Við vonum svo sannarlega að þetta muni leysast sem allra fyrst og að það komi ekki til verkfalls. En við munum virða verkfallsréttinn,“ segir Jón Atli í samtali við Vísi.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagadeildin lokuð? Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. 9. október 2015 09:52 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Lagadeildin lokuð? Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. 9. október 2015 09:52
Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29
Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00
Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56