Innlent

Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

„Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir.

Ný þáttaröð af Neyðarlínunni fer í loftið á Stöð 2 á sunnudag. Þá verður fjallað um slysið sem varð við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði í vor þegar tveir ungir bræður féllu þar ofan í hyl.

„Sem fyrr notum við símtölin til Neyðarlínunnar en það var móðir drengjanna sem hringdi eftir hjálp. Síðar tók 11 ára systir þeirra við símtalinu, en hún stóð sig eins hetja við þessar hræðilegu aðstæður."

Talið er að yngri bróðirinn hafi verið í hjartastoppi í tæpar 40 mínútur.

„Þetta er algjör kraftaverkasaga og bati þessa drengs er með ólíkindum. Ég get kannski ljóstrað því upp hér að í lok síðasta mánaðar fór hann í miklar rannsóknir sem staðfestu endanlega að hann hlaut engan varanlegan skaða af þessu slysi."

Þátturinn er sem fyrr segir á sunnudag og hefst kl. 20.05. Meðfylgjandi er brot úr honum, en í því má meðal annars heyra brot úr símtalinu til Neyðarlínunnar.


Tengdar fréttir

Búið að fylla lón Reykdalsstíflu

Ákvörðun var tekin um að tæma lón stíflunnar eftir að tveir ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir festust í yfirfallinu við stífluna í apríl síðastliðnum.

Neyðarlínan: „Þeir eru að drukkna, synir mínir“

Í fyrsta þættinum af Neyðarlínunni verður fjallað um þegar tveir ungir bræður féllu í hyl við Reykdalsstíflu og tveir menn hættu lífi sínu til að bjarga þeim. Hér má heyra brot úr neyðarlínusamtalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×