Segir óraunveruleg veikindi ekki rétta baráttuleið sunna karen sigurþo´rsdóttir skrifar 9. október 2015 12:52 „Ég ætla að leyfa mér að halda það að í það minnsta einhverjir þeirra séu veikir,” segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að draga megi þá ályktun að ekki sé um raunveruleg veikindi lögreglumannanna að ræða. Hann segist sýna málinu skilning en segir þetta ekki rétta baráttuleið. „Ég ætla ekki að setja mig í dómarasæti. En miðað við það sem fram kemur í bréfi fjármálaráðuneytisins má draga þá ályktun en ég ætla að leyfa mér að halda það að í það minnsta einhverjir þeirra séu veikir,” segir Snorri.Lögreglumenn langþreyttir Aðspurður hvort þetta sé rétt leið til að takast á við vandann, segir hann að aðgerðirnar séu ekki á vegum sambandsins. „Hvað hver einstakur lögreglumaður gerir prívat og persónulega verður viðkomandi að svara sjálfur. Samantekin ráð, jú það má til sanns vegar færa að sé ekki skynsamleg aðgerð en við höfum hvatt lögreglumenn til að fara í öllu löglega í þessum efnum,” útskýrir Snorri. „Lögreglumenn eru orðnir langþreyttir á endalausum svikum loforða stjórnmálamanna í sinn garð í tengslum við kjarasamninga og svo framvegis. Ég er margítrekað búinn að benda stjórnvöldum og stjórnarandstöðuþingmönnum á að þetta sé pottur sem bullsýður í og að fyrr eða síðar muni sjóða upp úr.”Orðrómurinn reyndist sannur Þá segir Snorri lögreglumenn bálreiða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins, þar sem Landssambandi lögreglumanna var hótað málsókn, gripi lögreglumenn til þessara ráða. „Ég er eiginlega forviða yfir þessu að ráðuneytið skuli voga sér að senda okkur svona bréf. Þeir byggja upplýsingarnar á bréfinu á einhverjum orðrómi og einhverju spjalli ótiltekinna aðila á Facebook. Sendu okkur bréf sem er bein hótun um lögsókn á hendur félaginu og mér þar af leiðandi sem forsvarsmanni þess, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því annað en orðróm einhvern.”En orðrómurinn reyndist þó sannur? „Það hefur komið í ljós í dag að orðrómurinn var sannur. Mögulega hefði maður skilið það að fá svona bréf frá ráðuneytinu í dag en en að fá það fyrir fram með hótunum um lögsókn byggt á einhverjum orðrómi er algjörlega með ólíkindum,“ segir Snorri. Aðspurður um næstu skref, segir hann framtíðina verða að leiða það í ljós. Honum þyki þó heldur ólíklegt að lögreglumenn komi sér upp úr veikindunum á næstu dögum. „Ég leyfi mér að stórefast um það. Ég veit það að bréf ráðuneytisins hefur farið þvert ofan í lögreglumenn og þeir eru ævareiðir stjórnvöldum fyrir að voga sér að senda Landssambandinu bréf með þessum hætti. Þannig að þetta bréf ráðuneytisins, hvort sem að það er skrifað með vitund eða vilja ráðherra sjálfs, sem ég reyndar efast um þó það sé skrifað í hans umboði og hann þar af leiðandi ber ábyrgð á bréfinu, þá er það þannig að það hefur valdið meiri vandræðum heldur en nokkurn tímann hefði gerst ef það hefði látið óskrifað.“ Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að draga megi þá ályktun að ekki sé um raunveruleg veikindi lögreglumannanna að ræða. Hann segist sýna málinu skilning en segir þetta ekki rétta baráttuleið. „Ég ætla ekki að setja mig í dómarasæti. En miðað við það sem fram kemur í bréfi fjármálaráðuneytisins má draga þá ályktun en ég ætla að leyfa mér að halda það að í það minnsta einhverjir þeirra séu veikir,” segir Snorri.Lögreglumenn langþreyttir Aðspurður hvort þetta sé rétt leið til að takast á við vandann, segir hann að aðgerðirnar séu ekki á vegum sambandsins. „Hvað hver einstakur lögreglumaður gerir prívat og persónulega verður viðkomandi að svara sjálfur. Samantekin ráð, jú það má til sanns vegar færa að sé ekki skynsamleg aðgerð en við höfum hvatt lögreglumenn til að fara í öllu löglega í þessum efnum,” útskýrir Snorri. „Lögreglumenn eru orðnir langþreyttir á endalausum svikum loforða stjórnmálamanna í sinn garð í tengslum við kjarasamninga og svo framvegis. Ég er margítrekað búinn að benda stjórnvöldum og stjórnarandstöðuþingmönnum á að þetta sé pottur sem bullsýður í og að fyrr eða síðar muni sjóða upp úr.”Orðrómurinn reyndist sannur Þá segir Snorri lögreglumenn bálreiða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins, þar sem Landssambandi lögreglumanna var hótað málsókn, gripi lögreglumenn til þessara ráða. „Ég er eiginlega forviða yfir þessu að ráðuneytið skuli voga sér að senda okkur svona bréf. Þeir byggja upplýsingarnar á bréfinu á einhverjum orðrómi og einhverju spjalli ótiltekinna aðila á Facebook. Sendu okkur bréf sem er bein hótun um lögsókn á hendur félaginu og mér þar af leiðandi sem forsvarsmanni þess, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því annað en orðróm einhvern.”En orðrómurinn reyndist þó sannur? „Það hefur komið í ljós í dag að orðrómurinn var sannur. Mögulega hefði maður skilið það að fá svona bréf frá ráðuneytinu í dag en en að fá það fyrir fram með hótunum um lögsókn byggt á einhverjum orðrómi er algjörlega með ólíkindum,“ segir Snorri. Aðspurður um næstu skref, segir hann framtíðina verða að leiða það í ljós. Honum þyki þó heldur ólíklegt að lögreglumenn komi sér upp úr veikindunum á næstu dögum. „Ég leyfi mér að stórefast um það. Ég veit það að bréf ráðuneytisins hefur farið þvert ofan í lögreglumenn og þeir eru ævareiðir stjórnvöldum fyrir að voga sér að senda Landssambandinu bréf með þessum hætti. Þannig að þetta bréf ráðuneytisins, hvort sem að það er skrifað með vitund eða vilja ráðherra sjálfs, sem ég reyndar efast um þó það sé skrifað í hans umboði og hann þar af leiðandi ber ábyrgð á bréfinu, þá er það þannig að það hefur valdið meiri vandræðum heldur en nokkurn tímann hefði gerst ef það hefði látið óskrifað.“
Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41
Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29
Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30
Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32