Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. október 2015 10:32 „Það er talað fallega um okkur á tyllidögum en síðan erum við ekki virtir viðlits,“ segir Snorri. vísir/pjetur „Ég átti fund í gær með ráðuneytinu og ritaði í kjölfar bréf til lögreglumanna þar sem ég hvatti þá til að láta af þessu,“ sagði Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna, hér eftir skammstafað LL, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjármálaráðuneytið sendi í gær bréf til LL þar sem fram kemur að það telji að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðir. Verði ekki af þeim látið muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða vegna málsins. „Ég brást persónulega við hótun fjármálaráðherra um lögsókn gegn mér fyrir aðgerðir sem eru ekki á nokkurn hátt skipulagðar af stéttarfélaginu,“ sagði Snorri en hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í gær vegna málsins. „Mér blöskraði bréfið sem var skrifað fyrir hönd ráðherra byggt á einhverju sem starfsmenn hafa heyrt eða lesið á Facebook. Ég efast að vísu um að ráðherra hafi hugmynd um bréfið, held að hann sé staddur í Perú á ársfundi AGS, en það er skrifað fyrir hans hönd.“Snorri MagnússonViðræðum frestað til að bíða eftir gerðardómi Ekkert hefur þokast í kjaradeilu LL, SFR, Félags sjúkraliða og ríkisins undanfarna mánuði. Síðasti fundur var í liðinni viku og að sögn Snorra var hann jafn árangurslaus og þeir sem á undan komu. „Ríkið frestaði viðræðunum í sumar meðan niðurstöðu gerðardóms í máli hjúkrunarfræðinga og BHM var beðið. Í kjölfar niðurstöðunnar leggjum við fram plagg byggt á henni en fáum á móti sama skjal og við fengum í mars. Við höfum lesið úr þessu að samninganefnd ríkisins sé með öllu umboðslaus,“ segir Snorri. Sem kunnugt er hafa lögreglumenn ekki verkfallsrétt en hann var afnuminn með lögum árið 1986. „Þeir flokkar sem þá voru við stjórnvölin, sem eru þeir sömu og stýra núna, sögðu að rétturinn færi sama hvað tautaði og raulaði. Þannig þá var reynt að fá eitthvað fyrir hann,“ segir Snorri. Niðurstaðan var viðmiðunarsamningur sem var í gildi til 2001 en samkvæmt Snorra var sá samningur aldrei virtur. „Sorgarsögu hans getur hver sem er lesið inn á vef Alþingis.“ „Staðan er sú að það er talað fallega um lögregluna á tyllidögum en við erum ekki virtir viðlits þess á milli. Hreint út sagt er það okkar upplifun að ríkið sé að nýta sér það að við getum ekki gripið til verkfalls,“ segir Snorri. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið. 8. október 2015 14:33 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ég átti fund í gær með ráðuneytinu og ritaði í kjölfar bréf til lögreglumanna þar sem ég hvatti þá til að láta af þessu,“ sagði Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna, hér eftir skammstafað LL, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjármálaráðuneytið sendi í gær bréf til LL þar sem fram kemur að það telji að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðir. Verði ekki af þeim látið muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða vegna málsins. „Ég brást persónulega við hótun fjármálaráðherra um lögsókn gegn mér fyrir aðgerðir sem eru ekki á nokkurn hátt skipulagðar af stéttarfélaginu,“ sagði Snorri en hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í gær vegna málsins. „Mér blöskraði bréfið sem var skrifað fyrir hönd ráðherra byggt á einhverju sem starfsmenn hafa heyrt eða lesið á Facebook. Ég efast að vísu um að ráðherra hafi hugmynd um bréfið, held að hann sé staddur í Perú á ársfundi AGS, en það er skrifað fyrir hans hönd.“Snorri MagnússonViðræðum frestað til að bíða eftir gerðardómi Ekkert hefur þokast í kjaradeilu LL, SFR, Félags sjúkraliða og ríkisins undanfarna mánuði. Síðasti fundur var í liðinni viku og að sögn Snorra var hann jafn árangurslaus og þeir sem á undan komu. „Ríkið frestaði viðræðunum í sumar meðan niðurstöðu gerðardóms í máli hjúkrunarfræðinga og BHM var beðið. Í kjölfar niðurstöðunnar leggjum við fram plagg byggt á henni en fáum á móti sama skjal og við fengum í mars. Við höfum lesið úr þessu að samninganefnd ríkisins sé með öllu umboðslaus,“ segir Snorri. Sem kunnugt er hafa lögreglumenn ekki verkfallsrétt en hann var afnuminn með lögum árið 1986. „Þeir flokkar sem þá voru við stjórnvölin, sem eru þeir sömu og stýra núna, sögðu að rétturinn færi sama hvað tautaði og raulaði. Þannig þá var reynt að fá eitthvað fyrir hann,“ segir Snorri. Niðurstaðan var viðmiðunarsamningur sem var í gildi til 2001 en samkvæmt Snorra var sá samningur aldrei virtur. „Sorgarsögu hans getur hver sem er lesið inn á vef Alþingis.“ „Staðan er sú að það er talað fallega um lögregluna á tyllidögum en við erum ekki virtir viðlits þess á milli. Hreint út sagt er það okkar upplifun að ríkið sé að nýta sér það að við getum ekki gripið til verkfalls,“ segir Snorri. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið. 8. október 2015 14:33 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59
Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41
Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið. 8. október 2015 14:33
Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29