Bakvörður efstur í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 06:30 fréttablaðið Kristinn Jónsson, leikmaður ársins í Fréttablaðinu, spilaði ekki bara í bestu vörn deildarinnar heldur var hann einnig mest skapandi leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Kristinn gaf 9 stoðsendingar á félaga sína í Blikaliðinu. Undirritaður hefur tekið saman stoðsendingar frá árinu 1992 og er þetta í fyrsta sinn sem bakvörður leggur upp flest mörk.Tveir höfðu náð öðru sætinu Sam Tillen komst einna næst því sumarið 2013 þegar hann gaf 10 stoðsendingar á félaga sína í FH og endaði í 2. sæti á eftir liðsfélaga sínum Ólafi Páli Snorrasyni. Tillen gaf þá sjö af sínum tíu stoðsendingum úr hornspyrnum en allar stoðsendingar Kristins í sumar komu hins vegar eftir spil úti á velli. Kristinn hafði einu sinni verið í öðru sæti á listanum en það var Íslandsmeistarasumar Blika árið 2010 þegar Kristinn gaf átta stoðsendingar eða einni færri en stoðsendingakóngur þess sumars sem var Óskar Örn Hauksson. Kristinn hefur nú gefið 32 stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni á ferli sínum í úrvalsdeild karla. Kristinn er einnig fyrsti Blikinn sem verður stoðsendingahæstur á þessum 24 árum sem stoðsendingar hafa verið teknar saman í efstu deild karla. Hann endaði líka fjögurra ára einokun FH-inga á stoðsendingatitlinum en undanfarin ár höfðu FH-ingarnir Ólafur Páll Snorrason og Atli Guðnason skipst á að gefa flestar stoðsendingar.Sigursendingin í uppbótartíma Kristinn gaf einni stoðsendingu meira en Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson en í 3. sætinu voru síðan FH-ingurinn Atli Guðnason, KR-ingurinn Jacob Schoop og Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem allir gáfu sjö stoðsendingar hver. Kristinn Jónsson tryggði sér efsta sætið á síðustu stundu, eða í uppbótartíma í lokaleiknum. Sú stoðsending sem tryggði honum sigurinn skar sig líka úr af þessum níu því þetta var bæði eina stoðsendingin sem Kristinn gaf hægra megin á vellinum og eina stoðsendingin sem hann gaf á útivelli. Kópavogsvöllurinn var vissulega leiksvið Kristins í Pepsi-deildinni í sumar. Hann spilaði þar 11 leiki, skoraði þar bæði mörkin sín og gaf 8 af 9 stoðsendingum sínum. Kristinn var með 7,0 í meðaleinkunn í leikjum Blika í Kópavoginum þar sem hann var hreinlega óstöðvandi í hlaupum sínum upp vinstri vænginn. Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var allt í öllu í sóknarleik nýliða Leiknis og stóð sig mjög vel á sínu fyrsta ári í Pepsi-deildinni. Hilmar Árni gaf sína áttundu stoðsendingu á móti Fjölni í 19. umferð og var einn á toppnum þar til að Kristinn jafnaði hann í 21. umferð. Kristinn tók síðan titilinn með því að gefa stoðsendingu á fimmtu mínútu í uppbótartíma í sigri Blika á Fjölni í lokaumferðinni. Með því að gefa átta stoðsendingar þá átti Hilmar Árni stoðsendinguna á bak við 40 prósent marka Leiknisliðsins í sumar en alls kom hann með beinum hætti að 16 af 20 mörkum Leiknis í sumar. Kristinn og Hilmar Árni fóru ólíkt að við að gefa stoðsendingar sínar. Allar níu stoðsendingar Kristins komu í opnum leik en Hilmar Árni gaf sex af átta stoðsendingum sínum beint úr hornspyrnum.Þrír komu að tólf mörkum Þrír leikmenn slá þeim Kristni og Hilmari þó við þegar kemur að því að taka þátt í undirbúningi marka en þar eru taldar saman stoðsendingar og sendingar sem eiga stóran þátt í undirbúningi marka án þess að vera síðasta sending. Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson og FH-ingarnir Atli Guðnason og Þórarinn Ingi Valdimarsson komu þannig að undirbúningi tólf marka sinna liða í sumar en Kristinn, Hilmar Árni og Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson voru þar allir einu marki á eftir.fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Átti aðeins einn „slakan“ leik í sumar Kristinn Jónsson var besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar að mati Fréttablaðsins og Vísis. Blikar áttu þrjá bestu leikmennina í einkunnagjöfinni og besta vörn deildarinnar á sex leikmenn meðal þeirra 30 bestu. Fréttablaðið gerir upp sumarið. 8. október 2015 06:45 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Kristinn Jónsson, leikmaður ársins í Fréttablaðinu, spilaði ekki bara í bestu vörn deildarinnar heldur var hann einnig mest skapandi leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Kristinn gaf 9 stoðsendingar á félaga sína í Blikaliðinu. Undirritaður hefur tekið saman stoðsendingar frá árinu 1992 og er þetta í fyrsta sinn sem bakvörður leggur upp flest mörk.Tveir höfðu náð öðru sætinu Sam Tillen komst einna næst því sumarið 2013 þegar hann gaf 10 stoðsendingar á félaga sína í FH og endaði í 2. sæti á eftir liðsfélaga sínum Ólafi Páli Snorrasyni. Tillen gaf þá sjö af sínum tíu stoðsendingum úr hornspyrnum en allar stoðsendingar Kristins í sumar komu hins vegar eftir spil úti á velli. Kristinn hafði einu sinni verið í öðru sæti á listanum en það var Íslandsmeistarasumar Blika árið 2010 þegar Kristinn gaf átta stoðsendingar eða einni færri en stoðsendingakóngur þess sumars sem var Óskar Örn Hauksson. Kristinn hefur nú gefið 32 stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni á ferli sínum í úrvalsdeild karla. Kristinn er einnig fyrsti Blikinn sem verður stoðsendingahæstur á þessum 24 árum sem stoðsendingar hafa verið teknar saman í efstu deild karla. Hann endaði líka fjögurra ára einokun FH-inga á stoðsendingatitlinum en undanfarin ár höfðu FH-ingarnir Ólafur Páll Snorrason og Atli Guðnason skipst á að gefa flestar stoðsendingar.Sigursendingin í uppbótartíma Kristinn gaf einni stoðsendingu meira en Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson en í 3. sætinu voru síðan FH-ingurinn Atli Guðnason, KR-ingurinn Jacob Schoop og Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem allir gáfu sjö stoðsendingar hver. Kristinn Jónsson tryggði sér efsta sætið á síðustu stundu, eða í uppbótartíma í lokaleiknum. Sú stoðsending sem tryggði honum sigurinn skar sig líka úr af þessum níu því þetta var bæði eina stoðsendingin sem Kristinn gaf hægra megin á vellinum og eina stoðsendingin sem hann gaf á útivelli. Kópavogsvöllurinn var vissulega leiksvið Kristins í Pepsi-deildinni í sumar. Hann spilaði þar 11 leiki, skoraði þar bæði mörkin sín og gaf 8 af 9 stoðsendingum sínum. Kristinn var með 7,0 í meðaleinkunn í leikjum Blika í Kópavoginum þar sem hann var hreinlega óstöðvandi í hlaupum sínum upp vinstri vænginn. Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var allt í öllu í sóknarleik nýliða Leiknis og stóð sig mjög vel á sínu fyrsta ári í Pepsi-deildinni. Hilmar Árni gaf sína áttundu stoðsendingu á móti Fjölni í 19. umferð og var einn á toppnum þar til að Kristinn jafnaði hann í 21. umferð. Kristinn tók síðan titilinn með því að gefa stoðsendingu á fimmtu mínútu í uppbótartíma í sigri Blika á Fjölni í lokaumferðinni. Með því að gefa átta stoðsendingar þá átti Hilmar Árni stoðsendinguna á bak við 40 prósent marka Leiknisliðsins í sumar en alls kom hann með beinum hætti að 16 af 20 mörkum Leiknis í sumar. Kristinn og Hilmar Árni fóru ólíkt að við að gefa stoðsendingar sínar. Allar níu stoðsendingar Kristins komu í opnum leik en Hilmar Árni gaf sex af átta stoðsendingum sínum beint úr hornspyrnum.Þrír komu að tólf mörkum Þrír leikmenn slá þeim Kristni og Hilmari þó við þegar kemur að því að taka þátt í undirbúningi marka en þar eru taldar saman stoðsendingar og sendingar sem eiga stóran þátt í undirbúningi marka án þess að vera síðasta sending. Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson og FH-ingarnir Atli Guðnason og Þórarinn Ingi Valdimarsson komu þannig að undirbúningi tólf marka sinna liða í sumar en Kristinn, Hilmar Árni og Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson voru þar allir einu marki á eftir.fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Átti aðeins einn „slakan“ leik í sumar Kristinn Jónsson var besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar að mati Fréttablaðsins og Vísis. Blikar áttu þrjá bestu leikmennina í einkunnagjöfinni og besta vörn deildarinnar á sex leikmenn meðal þeirra 30 bestu. Fréttablaðið gerir upp sumarið. 8. október 2015 06:45 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Átti aðeins einn „slakan“ leik í sumar Kristinn Jónsson var besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar að mati Fréttablaðsins og Vísis. Blikar áttu þrjá bestu leikmennina í einkunnagjöfinni og besta vörn deildarinnar á sex leikmenn meðal þeirra 30 bestu. Fréttablaðið gerir upp sumarið. 8. október 2015 06:45