Egilsstaðabúar fagna millilandaflugi Jakob Bjarnar skrifar 7. október 2015 15:50 Björn bæjarstjóri á Egilsstöðum, og fólk eystra fagnar því nú að geta nú flogið beint til London. Björn Ingimarsson bæjarstjóri á Egilsstöðum segir fyrirliggjandi að nýtt millilandaflug, sem kynnt var á Egilsstaðaflugvelli í dag, muni hafa veruleg áhrif þar eystra. „Það byrjar í maí og stendur til loka september – í fyrstu,“ segir Björn í samtali við Vísi. Flugið verður á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World og hefur átt sér töluverðan aðdraganda. Skrifstofan leigir 144 sæta Boeing 737-700 vélar í verkið. Austurfrétt greindi frá þessu á sínum vef í dag og er sagt að ætlað sé að hvert flug kosti um sex milljónir króna þannig að einhvern tíma gæti tekið að byggja upp flugleiðina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var viðstaddur kynninguna sem og þingmenn kjördæmisins að hluta.Ríkið kemur ekki að þessum samningum Björn segir að ríkið komi ekki að þessum samningi enda sé ekkert slíkt regluverk í gangi. „Menn hafa verið að vinna skoðun á þessu og getur verið að það nýtist inní þetta en það er ekki forsenda þess að menn hefja þetta flug. En, það er ljóst, og hefur það komið fram hjá forsvarsmönnum ferðaþjónustuaðilans, að þeir binda vonir við að það verði komið á svipuðu fyrirkomulagi og er í Skandinavíu og norðanverðri Evrópu; þróunarstyrkir þegar menn eru að hefja flug á nýja áfangastaði. En það er ekki til staðar og þar af leiðandi ekki forsenda þessa.“ En, menn eru býsna kátir fyrir austan að sögn Björns. „Auðvitað hefur þetta áhrif á ferðaþjónustuna hér, ef við byrjum á því. Þetta eru að megninu til erlendir ferðamenn sem eru að koma inn í landið frá Gatwick; þetta mun hafa áhrif á þann þátt. Svo er það líka, þessar flugvélar eru að fljúga líka út og þá mun verða alvöru valkostur fyrir atvinnulíf og íbúa á svæðinu til að nýta flugið, á allt öðrum kjörum en við erum að upplifa á dag.“Kostar meira að komast á Leifsstöð en flugið út Björn bæjarstjóri lýsir því svo að í dag kosti það íbúa fyrir austan talsvert meira að komast að flugvélinni heldur en flugið sjálft út í heim. „Við erum kannski að sjá tilboð í flug, hugsum sem svo að gaman gæti veirð að skella sér, en svo kostar það hátt í 50 þúsund kall að komast á staðinn eða það er átta til tíu tíma keyrsla. Áhrifin af þessu munu verða töluverð. Ánægjulegt að menn geti nýtt þessa velli sem uppfylla þessar kröfur um alþjóðastaðla eins og Egilstaða flugvöllur gerir og að við náum að dreifa umferðinni. Gerir ferðamennskunni í landinu í heild mjög gott.“Gleðitíðindi fyrir svæðið allt Auk forsætisráðherra og þingmanna voru forstjóri Isavia viðstaddir kynninguna nú áðan. „Og svo félagar okkar fyrir norðan, formaður Eyþings, samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og Eyjafjarðarsvæðinu. Til umfjöllunar hefur verið að það hyllir undir beint flug til Akureyrar frá Kaupmannahafnar. Þetta er í sjálfu sér mikil gleðitíðindi fyrir okkur sem búum á þessu svæði. Það er innan við þriggja tíma akstursfjarlægð frá þessu svæði. Og sömuleiðis er býður þetta uppá möguleika fyrir norðlendinga að nýta þessa gátt sem opnast hér. Já, við erum ágætlega sátt við þetta.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fljúga til Egilsstaða ef Íslendingar borga með Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þess vænst að flogið verði tvisvar í viku og að flugið hefjist í maí. 22. september 2015 09:16 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Björn Ingimarsson bæjarstjóri á Egilsstöðum segir fyrirliggjandi að nýtt millilandaflug, sem kynnt var á Egilsstaðaflugvelli í dag, muni hafa veruleg áhrif þar eystra. „Það byrjar í maí og stendur til loka september – í fyrstu,“ segir Björn í samtali við Vísi. Flugið verður á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World og hefur átt sér töluverðan aðdraganda. Skrifstofan leigir 144 sæta Boeing 737-700 vélar í verkið. Austurfrétt greindi frá þessu á sínum vef í dag og er sagt að ætlað sé að hvert flug kosti um sex milljónir króna þannig að einhvern tíma gæti tekið að byggja upp flugleiðina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var viðstaddur kynninguna sem og þingmenn kjördæmisins að hluta.Ríkið kemur ekki að þessum samningum Björn segir að ríkið komi ekki að þessum samningi enda sé ekkert slíkt regluverk í gangi. „Menn hafa verið að vinna skoðun á þessu og getur verið að það nýtist inní þetta en það er ekki forsenda þess að menn hefja þetta flug. En, það er ljóst, og hefur það komið fram hjá forsvarsmönnum ferðaþjónustuaðilans, að þeir binda vonir við að það verði komið á svipuðu fyrirkomulagi og er í Skandinavíu og norðanverðri Evrópu; þróunarstyrkir þegar menn eru að hefja flug á nýja áfangastaði. En það er ekki til staðar og þar af leiðandi ekki forsenda þessa.“ En, menn eru býsna kátir fyrir austan að sögn Björns. „Auðvitað hefur þetta áhrif á ferðaþjónustuna hér, ef við byrjum á því. Þetta eru að megninu til erlendir ferðamenn sem eru að koma inn í landið frá Gatwick; þetta mun hafa áhrif á þann þátt. Svo er það líka, þessar flugvélar eru að fljúga líka út og þá mun verða alvöru valkostur fyrir atvinnulíf og íbúa á svæðinu til að nýta flugið, á allt öðrum kjörum en við erum að upplifa á dag.“Kostar meira að komast á Leifsstöð en flugið út Björn bæjarstjóri lýsir því svo að í dag kosti það íbúa fyrir austan talsvert meira að komast að flugvélinni heldur en flugið sjálft út í heim. „Við erum kannski að sjá tilboð í flug, hugsum sem svo að gaman gæti veirð að skella sér, en svo kostar það hátt í 50 þúsund kall að komast á staðinn eða það er átta til tíu tíma keyrsla. Áhrifin af þessu munu verða töluverð. Ánægjulegt að menn geti nýtt þessa velli sem uppfylla þessar kröfur um alþjóðastaðla eins og Egilstaða flugvöllur gerir og að við náum að dreifa umferðinni. Gerir ferðamennskunni í landinu í heild mjög gott.“Gleðitíðindi fyrir svæðið allt Auk forsætisráðherra og þingmanna voru forstjóri Isavia viðstaddir kynninguna nú áðan. „Og svo félagar okkar fyrir norðan, formaður Eyþings, samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og Eyjafjarðarsvæðinu. Til umfjöllunar hefur verið að það hyllir undir beint flug til Akureyrar frá Kaupmannahafnar. Þetta er í sjálfu sér mikil gleðitíðindi fyrir okkur sem búum á þessu svæði. Það er innan við þriggja tíma akstursfjarlægð frá þessu svæði. Og sömuleiðis er býður þetta uppá möguleika fyrir norðlendinga að nýta þessa gátt sem opnast hér. Já, við erum ágætlega sátt við þetta.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fljúga til Egilsstaða ef Íslendingar borga með Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þess vænst að flogið verði tvisvar í viku og að flugið hefjist í maí. 22. september 2015 09:16 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Fljúga til Egilsstaða ef Íslendingar borga með Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þess vænst að flogið verði tvisvar í viku og að flugið hefjist í maí. 22. september 2015 09:16