Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2015 15:00 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Vísir/Andri Marinó Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. "Það verður ekki auðveldara en kannski aðeins þægilegra þar sem við þekkjum liðið og hvernig fótbolta þær spila. Þetta er geysisterkt lið en við ætlum okkur sigur í þetta skipti," sagði Ásgerður á æfingu Stjörnuliðsins í gær. Stjarnan og Zvezda mættust einnig í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem rússneska liðið hafði betur; vann fyrri leikinn á Samsung-vellinum 2-5 og þann seinni á heimavelli 3-1, og fóru áfram, 8-3 samanlagt. "Við þurfum aðallega að passa markið okkar og verðum eiginlega að halda hreinu hérna heima," sagði Ásgerður um leikinn í kvöld. "Það tókst mjög illa í fyrra þannig að við þurfum að gera betur í ár og allavega ná jafntefli. Auðvitað stefnum við að sigri en jafntefli væru ekki vond úrslit fyrir okkur að fara með út," bætti Ásgerður við. Framherjinn Josée Nahi frá Fílabeinsströndinni fór illa með Stjörnuvörnina í fyrri leiknum í fyrra þar sem hún skoraði fjögur af fimm mörkum Zvezda. Ásgerður segir að það sé mikilvægt að hafa góður gætur á henni. "Við ætlum að reyna að stoppa hana. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í í fyrra, við vorum bara búnar að sjá nokkur myndbönd af henni. En núna vitum við meira og við þurfum mæta fast á hana og taka á henni," sagði Ásgerður sem segir leikformið á Stjörnuliðinu ágætt þótt það sé tæpur mánuður síðan Íslandsmótið kláraðist. "Það er ágætt, við spiluðum tvo æfingaleiki sem hjálpuðu talsvert. En leikformið dettur ekki niður á tæpum mánuði. Síðan vorum við nokkrar í landsliðsverkefnum þannig að ég hef engar áhyggjur af leikforminu," sagði Ásgerður að lokum.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. "Það verður ekki auðveldara en kannski aðeins þægilegra þar sem við þekkjum liðið og hvernig fótbolta þær spila. Þetta er geysisterkt lið en við ætlum okkur sigur í þetta skipti," sagði Ásgerður á æfingu Stjörnuliðsins í gær. Stjarnan og Zvezda mættust einnig í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem rússneska liðið hafði betur; vann fyrri leikinn á Samsung-vellinum 2-5 og þann seinni á heimavelli 3-1, og fóru áfram, 8-3 samanlagt. "Við þurfum aðallega að passa markið okkar og verðum eiginlega að halda hreinu hérna heima," sagði Ásgerður um leikinn í kvöld. "Það tókst mjög illa í fyrra þannig að við þurfum að gera betur í ár og allavega ná jafntefli. Auðvitað stefnum við að sigri en jafntefli væru ekki vond úrslit fyrir okkur að fara með út," bætti Ásgerður við. Framherjinn Josée Nahi frá Fílabeinsströndinni fór illa með Stjörnuvörnina í fyrri leiknum í fyrra þar sem hún skoraði fjögur af fimm mörkum Zvezda. Ásgerður segir að það sé mikilvægt að hafa góður gætur á henni. "Við ætlum að reyna að stoppa hana. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í í fyrra, við vorum bara búnar að sjá nokkur myndbönd af henni. En núna vitum við meira og við þurfum mæta fast á hana og taka á henni," sagði Ásgerður sem segir leikformið á Stjörnuliðinu ágætt þótt það sé tæpur mánuður síðan Íslandsmótið kláraðist. "Það er ágætt, við spiluðum tvo æfingaleiki sem hjálpuðu talsvert. En leikformið dettur ekki niður á tæpum mánuði. Síðan vorum við nokkrar í landsliðsverkefnum þannig að ég hef engar áhyggjur af leikforminu," sagði Ásgerður að lokum.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Sjá meira
Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35