Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2015 13:33 Veðbankar hafa oftar en ekki rangt fyrir sér, enda hefur Nóbelsnefndin oft komið fólki í opna skjöldu. Vísir/AFP Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudagsmorgun og að vanda hefur mikil umræða skapast um hver muni hreppa hnossið. Veðbankar hafa oftar en ekki rangt fyrir sér, enda hefur Nóbelsnefndin oft komið fólki í opna skjöldu, líkt og þegar Barack Obama, þá tiltölulega nýkjörinn Bandaríkjaforseti, hlaut verðlaunin árið 2009 og með því að veita Evrópusambandinu verðlaununum þremur árum síðar. Norsk stjórnmál koma einnig við sögu þegar kemur að því að ákveða verðlaunahafa, enda var Thorbjörn Jagland, fyrrum forsætisráðherra og formaður norska Verkamannaflokksins, hrakinn úr stóli formanns Nóbelsnefndarinnar fyrr á árinu og skipt út fyrir Kaci Kullmann Five, liðsmanni Hærgiflokksins, eftir að hægristjórn tók við völdum í Noregi árið 2013.Breska blaðið Guardian hefur tekið saman þá sem taldir eru líklegastir til að hljóta Friðarverðlaunin þetta árið.Frans páfi.Vísir/AFPFrans páfi Páfinn er talinn hafa gegnt lykilhlutverki í bættum samskiptum Kúbu og Bandaríkjanna. Barátta hans fyrir félagslegu réttlæti og aðgerðum vegna loftslagsbreytinga eru heldur ekki taldar skaða möguleika hans á að verða fyrir valinu. Hann nýtur mikillar hylli, þykir alþýðlegri en forverar sínir og túlkar kennisetningar kaþólskra víðar.John Kerry og Mohammad Javad ZarifVísir/AFPJohn Kerry og Mohammad Javad Zarif Nöfn John Kerry og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans, hafa einnig verið nefnd í tengslum við líklega verðlaunahafa eftir að tveggja ára samningaviðræður milli íranskra stjórnvalda og Vesturveldana leiddu til samkomulags um kjarnorkuáætlun Írans fyrr í sumar. Fyrir nokkrum árum var álitið ómögulegt að slíkt samkomulag myndi nást á næstunni.Mussie Zerai Þessi erítreski prestur kom á laggirnar neyðarlínu ætlaða fyrir samlanda sína sem hyggja á hættuför, frá Erítreu og yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Hann hefur komið upp stjórnstöð sem tekur á móti símtölum frá Norður-Afríku og illa búnum bátum á Miðjarðarhafi.Angela Merkel Þýskalandskanslari.Vísir/AFPAngela Merkel Veðbankar segja margir Angelu Merkel Þýskalandskanslari líklegasta til að hljóta verðlaunin þetta árið eftir að hún opnaði landamæri Þýskalands fyrir flóttafólki frá stríðshrjáðum ríkjum í Miðausturlöndum í sumar.Victor Ochen Victor Ochen er 33 ára Úgandamaður sem hefur komið African Youth Initiative Network á laggirnar sem aðstoðar barnung fórnarlömb við að vinna úr því áfalli að hafa verið rænt af uppreisnarhópum í norðurhluta landsins.Denis Mukwege.Vísir/AFPDenis Mukwege Þessi kóngóski kvensjúkdómalæknir hefur um árabil verið til umræðu innan Nóbelsnefndarinnar. Hann hefur lengi unnið að því að aðstoða fórnarlömb nauðgana í Lýðveldinu Kongó. Hann hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir störf sín í þágu mannréttinda á síðasta ári.Fengu verðlaunin á síðasta ári Friðarverðlaun Nóbels 2014 voru afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai á síðasta ári. Verðlaunin fengu þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. Tengdar fréttir Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Lyf sem gagnast milljónum Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudagsmorgun og að vanda hefur mikil umræða skapast um hver muni hreppa hnossið. Veðbankar hafa oftar en ekki rangt fyrir sér, enda hefur Nóbelsnefndin oft komið fólki í opna skjöldu, líkt og þegar Barack Obama, þá tiltölulega nýkjörinn Bandaríkjaforseti, hlaut verðlaunin árið 2009 og með því að veita Evrópusambandinu verðlaununum þremur árum síðar. Norsk stjórnmál koma einnig við sögu þegar kemur að því að ákveða verðlaunahafa, enda var Thorbjörn Jagland, fyrrum forsætisráðherra og formaður norska Verkamannaflokksins, hrakinn úr stóli formanns Nóbelsnefndarinnar fyrr á árinu og skipt út fyrir Kaci Kullmann Five, liðsmanni Hærgiflokksins, eftir að hægristjórn tók við völdum í Noregi árið 2013.Breska blaðið Guardian hefur tekið saman þá sem taldir eru líklegastir til að hljóta Friðarverðlaunin þetta árið.Frans páfi.Vísir/AFPFrans páfi Páfinn er talinn hafa gegnt lykilhlutverki í bættum samskiptum Kúbu og Bandaríkjanna. Barátta hans fyrir félagslegu réttlæti og aðgerðum vegna loftslagsbreytinga eru heldur ekki taldar skaða möguleika hans á að verða fyrir valinu. Hann nýtur mikillar hylli, þykir alþýðlegri en forverar sínir og túlkar kennisetningar kaþólskra víðar.John Kerry og Mohammad Javad ZarifVísir/AFPJohn Kerry og Mohammad Javad Zarif Nöfn John Kerry og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans, hafa einnig verið nefnd í tengslum við líklega verðlaunahafa eftir að tveggja ára samningaviðræður milli íranskra stjórnvalda og Vesturveldana leiddu til samkomulags um kjarnorkuáætlun Írans fyrr í sumar. Fyrir nokkrum árum var álitið ómögulegt að slíkt samkomulag myndi nást á næstunni.Mussie Zerai Þessi erítreski prestur kom á laggirnar neyðarlínu ætlaða fyrir samlanda sína sem hyggja á hættuför, frá Erítreu og yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Hann hefur komið upp stjórnstöð sem tekur á móti símtölum frá Norður-Afríku og illa búnum bátum á Miðjarðarhafi.Angela Merkel Þýskalandskanslari.Vísir/AFPAngela Merkel Veðbankar segja margir Angelu Merkel Þýskalandskanslari líklegasta til að hljóta verðlaunin þetta árið eftir að hún opnaði landamæri Þýskalands fyrir flóttafólki frá stríðshrjáðum ríkjum í Miðausturlöndum í sumar.Victor Ochen Victor Ochen er 33 ára Úgandamaður sem hefur komið African Youth Initiative Network á laggirnar sem aðstoðar barnung fórnarlömb við að vinna úr því áfalli að hafa verið rænt af uppreisnarhópum í norðurhluta landsins.Denis Mukwege.Vísir/AFPDenis Mukwege Þessi kóngóski kvensjúkdómalæknir hefur um árabil verið til umræðu innan Nóbelsnefndarinnar. Hann hefur lengi unnið að því að aðstoða fórnarlömb nauðgana í Lýðveldinu Kongó. Hann hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir störf sín í þágu mannréttinda á síðasta ári.Fengu verðlaunin á síðasta ári Friðarverðlaun Nóbels 2014 voru afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai á síðasta ári. Verðlaunin fengu þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna.
Tengdar fréttir Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Lyf sem gagnast milljónum Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00
Lyf sem gagnast milljónum Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. 6. október 2015 07:00