Fótbolti

Vill að Klopp hætti við að taka við Liverpool og bíði eftir starfinu hjá Bayern

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp er á leið til Liverpool.
Jürgen Klopp er á leið til Liverpool. vísir/getty
Giovane Elber, fyrrverandi framherji Bayern München, er á því að Jürgen Klopp eigi ekki að taka við Liverpool eins og til stendur heldur að bíða fram á næsta sumar og taka þá við Bayern.

„Af hverju ætti Klopp að fara til Englands? Hann er í eigu Þýskalands og Bundesligan þarf á honum að halda. Hann á að hvíla sig í eitt ár því það eru alltaf hreyfingar hjá Bayern,“ segir Elber í viðtali við Goal.com.

„Ég trúi að hann verði þjálfari Bayern München sumarið 2016 og ég yrði mjög ánægður með það.“

Pep Guardiola, núverandi þjálfari Bayern, hefur ekkert gefið út varðandi framtíð sína og Elber finnst það vera merki um að Spánverjinn sé á förum.

„Það er augljóst að Bayern er að bíða eftir Pep Guardiola. Það er kominn október en engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíðina. Ég held að hann muni ekki framlengja samninginn sinn og yfirgefa Bayern næsta sumar,“ segir Giovane Elber.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×