Bjarni: Las ekki viðtölin við Gary Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2015 09:45 Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR. Vísir/Stefán Gary Martin, sóknarmaður KR, ítrekaði óánægju sína með stöðu sína innan liðsins eftir lokaumferðina í Pepsi-deild karla um helgina. Hann sagðist þó ekki vita betur en að hann yrði áfram leikmaður KR. Martin gerði nýjan samning við KR fyrir tímabilið og er hann samningsbundinn liðinu í tvö ár til viðbótar. „Ég er vonsvikinn með að hafa bara byrjað átta leiki í sumar. Ég myndi byrja meira en átta leiki í öllum liðum deildarinnar, meira að segja FH. Ég er vonsvikinn með að hafa fengið svona fá tækifæri í byrjunarliðinu,“ sagði hann í viðtali við Vísi á laugardag.Sjá einnig: Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar Vísir bar ummælin undir Bjarna Guðjónsson, þjálfara KR, sem reiknar ekki með öðru en að Martin verði áfram í herbúðum félagsins. „Ég er ekki búinn að lesa viðtölin og öllu jöfnu tjái ég mig ekki um stöðu ákveðinna leikmanna í hópnum,“ sagði Bjarni. „Það sem ég get sagt um Gary er að hann á tvö ár eftir af samningi sínum og við lítum á hann sem hæfileikaríkan leikmann. Ég sé ekki fyrir mér að hann fari frá KR.“Martin í leik með KR gegn FH fyrr í sumar.Vísir/Andri MarinóMartin var í byrjunarliði KR í fyrstu fjórum umferðunum en meiddist svo. Eftir það var hann í byrjunarliðinu í aðeins fjórum deildarleikjum til viðbótar en alls kom hann við sögu í fimmtán deildarleikjum af 22. „Eins og ég hef margoft sagt þá reynum við að velja besta liðið hverju sinni. Við tökum ákvörðun út frá því hvernig menn standa sig á æfingum í vikunni fyrir leiki og fleira slíkt,“ sagði Bjarni. „Í augnablikinu er ég leikmaður KR en í næstu viku gæti ég verið seldur, ég veit það ekki,“ sagði Martin í áðurnefndu viðtali en KR hafnaði til að mynda tilboði frá Breiðabliki fyrr í sumar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary ósáttur við sitt hlutverk: Ánægjuleg reiði Gary Martin kom inn á sem varamaður og breytti leik KR og FH. 19. júlí 2015 22:34 Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar Gary Martin leikmaður KR er ósáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið í byrjunarliði KR og segist þurfa að verða aðalmaðurinn í liðinu á nýjan leik. 3. október 2015 16:54 Gary Martin: Engin heppni að ég varð markakóngur tvö ár í röð Gary Martin var ekki sáttur eftir leik og fór mikinn í viðtölum. 20. september 2015 19:33 Bjarni: Þessi frétt er tóm þvæla Segir ekkert ósætti ríkja milli hans og Gary Martin, sem er ekki á leið í Val. 21. júlí 2015 11:55 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Gary Martin, sóknarmaður KR, ítrekaði óánægju sína með stöðu sína innan liðsins eftir lokaumferðina í Pepsi-deild karla um helgina. Hann sagðist þó ekki vita betur en að hann yrði áfram leikmaður KR. Martin gerði nýjan samning við KR fyrir tímabilið og er hann samningsbundinn liðinu í tvö ár til viðbótar. „Ég er vonsvikinn með að hafa bara byrjað átta leiki í sumar. Ég myndi byrja meira en átta leiki í öllum liðum deildarinnar, meira að segja FH. Ég er vonsvikinn með að hafa fengið svona fá tækifæri í byrjunarliðinu,“ sagði hann í viðtali við Vísi á laugardag.Sjá einnig: Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar Vísir bar ummælin undir Bjarna Guðjónsson, þjálfara KR, sem reiknar ekki með öðru en að Martin verði áfram í herbúðum félagsins. „Ég er ekki búinn að lesa viðtölin og öllu jöfnu tjái ég mig ekki um stöðu ákveðinna leikmanna í hópnum,“ sagði Bjarni. „Það sem ég get sagt um Gary er að hann á tvö ár eftir af samningi sínum og við lítum á hann sem hæfileikaríkan leikmann. Ég sé ekki fyrir mér að hann fari frá KR.“Martin í leik með KR gegn FH fyrr í sumar.Vísir/Andri MarinóMartin var í byrjunarliði KR í fyrstu fjórum umferðunum en meiddist svo. Eftir það var hann í byrjunarliðinu í aðeins fjórum deildarleikjum til viðbótar en alls kom hann við sögu í fimmtán deildarleikjum af 22. „Eins og ég hef margoft sagt þá reynum við að velja besta liðið hverju sinni. Við tökum ákvörðun út frá því hvernig menn standa sig á æfingum í vikunni fyrir leiki og fleira slíkt,“ sagði Bjarni. „Í augnablikinu er ég leikmaður KR en í næstu viku gæti ég verið seldur, ég veit það ekki,“ sagði Martin í áðurnefndu viðtali en KR hafnaði til að mynda tilboði frá Breiðabliki fyrr í sumar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary ósáttur við sitt hlutverk: Ánægjuleg reiði Gary Martin kom inn á sem varamaður og breytti leik KR og FH. 19. júlí 2015 22:34 Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar Gary Martin leikmaður KR er ósáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið í byrjunarliði KR og segist þurfa að verða aðalmaðurinn í liðinu á nýjan leik. 3. október 2015 16:54 Gary Martin: Engin heppni að ég varð markakóngur tvö ár í röð Gary Martin var ekki sáttur eftir leik og fór mikinn í viðtölum. 20. september 2015 19:33 Bjarni: Þessi frétt er tóm þvæla Segir ekkert ósætti ríkja milli hans og Gary Martin, sem er ekki á leið í Val. 21. júlí 2015 11:55 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Gary ósáttur við sitt hlutverk: Ánægjuleg reiði Gary Martin kom inn á sem varamaður og breytti leik KR og FH. 19. júlí 2015 22:34
Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar Gary Martin leikmaður KR er ósáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið í byrjunarliði KR og segist þurfa að verða aðalmaðurinn í liðinu á nýjan leik. 3. október 2015 16:54
Gary Martin: Engin heppni að ég varð markakóngur tvö ár í röð Gary Martin var ekki sáttur eftir leik og fór mikinn í viðtölum. 20. september 2015 19:33
Bjarni: Þessi frétt er tóm þvæla Segir ekkert ósætti ríkja milli hans og Gary Martin, sem er ekki á leið í Val. 21. júlí 2015 11:55