Ásmundur: Ætlum að bretta upp ermar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2015 19:34 Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Ásmundur Arnarsson tekinn við þjálfarastarfinu hjá Fram. Fram verður þriðja liðið sem Ásmundur stýrir á þessu ári en hann tók við ÍBV um mitt sumar eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Fylki. Ásmundur sá sér hins vegar ekki fært að halda áfram sem þjálfari ÍBV og er nú kominn á fornar slóðir en hann lék um tíma með Fram og er níundi markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. Í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Ásmundur að þetta hefði ekki átt sér langan aðdraganda. „Nei, ekkert sérstaklega langan. Ég var bara að einbeita mér að því að klára síðasta verkefni í Eyjum en ég heyrði af áhuganum héðan aðeins áður en mótinu lauk,“ sagði Ásmundur sem skrifaði undir þriggja ára samning við Fram. Hans bíður erfitt verkefni en Fram var nálægt því að falla í 2. deild í haust eftir vont tímabil. Ásmundur tekur við starfinu af Pétri Péturssyni sem stýrði Fram lengst af í sumar eftir að Kristinn Rúnar Jónsson dró sig í hlé í vor. „Það sjá það allir að þróun félagsins undanfarin tvö ár hefur ekki verið nægjanlega góð. Nú er ætlunin að bretta upp ermar og reyna að snúa þessu dæmi við,“ sagði Ásmundur en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stjórnarmaðurinn sem reifst við Pétur hættur Viðar Guðjónsson er hættur í stjórn knattspyrnudeildar Fram eftir atvik sem átti sér stað í leik Fram og Selfoss í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Fram. 19. ágúst 2015 17:12 Alltaf stöngin út hjá okkur Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er bjartsýnn á framtíð félagsins þótt það eigi það á hættu að falla niður um deild annað árið í röð. Hann segir framkomu stjórnarmanns gagnvart þjálfara félagsins í leik á þriðjudag ekki hafa verið boðlega. 20. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Ásmundur Arnarsson tekinn við þjálfarastarfinu hjá Fram. Fram verður þriðja liðið sem Ásmundur stýrir á þessu ári en hann tók við ÍBV um mitt sumar eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Fylki. Ásmundur sá sér hins vegar ekki fært að halda áfram sem þjálfari ÍBV og er nú kominn á fornar slóðir en hann lék um tíma með Fram og er níundi markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. Í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Ásmundur að þetta hefði ekki átt sér langan aðdraganda. „Nei, ekkert sérstaklega langan. Ég var bara að einbeita mér að því að klára síðasta verkefni í Eyjum en ég heyrði af áhuganum héðan aðeins áður en mótinu lauk,“ sagði Ásmundur sem skrifaði undir þriggja ára samning við Fram. Hans bíður erfitt verkefni en Fram var nálægt því að falla í 2. deild í haust eftir vont tímabil. Ásmundur tekur við starfinu af Pétri Péturssyni sem stýrði Fram lengst af í sumar eftir að Kristinn Rúnar Jónsson dró sig í hlé í vor. „Það sjá það allir að þróun félagsins undanfarin tvö ár hefur ekki verið nægjanlega góð. Nú er ætlunin að bretta upp ermar og reyna að snúa þessu dæmi við,“ sagði Ásmundur en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stjórnarmaðurinn sem reifst við Pétur hættur Viðar Guðjónsson er hættur í stjórn knattspyrnudeildar Fram eftir atvik sem átti sér stað í leik Fram og Selfoss í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Fram. 19. ágúst 2015 17:12 Alltaf stöngin út hjá okkur Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er bjartsýnn á framtíð félagsins þótt það eigi það á hættu að falla niður um deild annað árið í röð. Hann segir framkomu stjórnarmanns gagnvart þjálfara félagsins í leik á þriðjudag ekki hafa verið boðlega. 20. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Stjórnarmaðurinn sem reifst við Pétur hættur Viðar Guðjónsson er hættur í stjórn knattspyrnudeildar Fram eftir atvik sem átti sér stað í leik Fram og Selfoss í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Fram. 19. ágúst 2015 17:12
Alltaf stöngin út hjá okkur Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er bjartsýnn á framtíð félagsins þótt það eigi það á hættu að falla niður um deild annað árið í röð. Hann segir framkomu stjórnarmanns gagnvart þjálfara félagsins í leik á þriðjudag ekki hafa verið boðlega. 20. ágúst 2015 07:00