Sigmundur Davíð segir engan hafa misskilið orð sín um SDG í New York Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2015 15:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/EPA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, nýta tækifærin til þess að snúa út úr orðum sínum. Það hafi hann gert í kjölfar ræðu ráðherrans á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í ár og sömuleiðis fyrir ári síðan. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í dag. Katrín vildi fá nánari útlistun á losunarmarkmiðum Íslands í ljósi orða forsætisráðherra í New York. Svo skemmtilega vill til að upphafsstafir í nafni forsætisráðherrans er einmitt skammstöfunin fyrir Sustainable Development Goals (SDG) sem er enski titillinn yfir sjálfbærnimarkmiðin sem unnið er með í stefnu Sameinuðu þjóðanna. Sigmundur Davíð sagði í ræðu sinni í New York fyrir rúmri viku að Íslendingar hefðu „nýlega heitið því að draga úr gróðurhúsalofttegunum um 40 prósent fyrir árið 2030.“ Greip Árni boltann á lofti og fagnaði ummælum ráðherra og stefnubreytingu til hins betra í yfirlýsingu frá Náttúruverndarsamtökum. Marga grunaði þó að Sigmundur Davíð væri að vísa í þátttöku Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins sem reynsti raunin. Það kom þó ekki fram í ræðunni. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur að Ísland eitt og sér geti vel lækkað losun gróðurhúsalofttegunda um fjörutíu prósent.Vísir/Vilhelm Menn hlusta þegar Íslendingar tala „Það var enginn slíkur misskilningur á þessum fundi Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. Allir hafi vitað um hvað málið snerist. Hins vegar hafi menn heima á Íslandi séð sér leik á borði og snúið út úr orðum ráðherra. Er ljóst að Sigmundur Davíð átti við Árna Finnsson og benti á að hann hefði gert slíkt hið sama á leiðtogafundinum í fyrra. Þá hvatti Sigmundur Davíð „þjóðir heims til að ganga til liðs við alheimsbandalag á sviði jarðhitanýtingar,“ og benti á að Ísland stefndi á framtíð án jarðefnaeldsneytis. Yfirlýsingunni fögnuðu Náttúruverndarsamtök Íslands og sögðu ræðuna marka stefnubreytingu „sem felur í sér að Ísland muni ekki leyfa olíu- eða gasvinnslu á Drekasvæðinu.“ Sigmundur Davíð minnti á það, í ræðustól Alþingis í dag, að engir stæðu Íslendingum snúningum þegar kæmi að endurnýjanlegri orku. „Þess vegna hlusta menn þegar Íslendingar ræða um þessi mál.“ Alþingi Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Bensín og olía Utanríkismál Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, nýta tækifærin til þess að snúa út úr orðum sínum. Það hafi hann gert í kjölfar ræðu ráðherrans á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í ár og sömuleiðis fyrir ári síðan. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í dag. Katrín vildi fá nánari útlistun á losunarmarkmiðum Íslands í ljósi orða forsætisráðherra í New York. Svo skemmtilega vill til að upphafsstafir í nafni forsætisráðherrans er einmitt skammstöfunin fyrir Sustainable Development Goals (SDG) sem er enski titillinn yfir sjálfbærnimarkmiðin sem unnið er með í stefnu Sameinuðu þjóðanna. Sigmundur Davíð sagði í ræðu sinni í New York fyrir rúmri viku að Íslendingar hefðu „nýlega heitið því að draga úr gróðurhúsalofttegunum um 40 prósent fyrir árið 2030.“ Greip Árni boltann á lofti og fagnaði ummælum ráðherra og stefnubreytingu til hins betra í yfirlýsingu frá Náttúruverndarsamtökum. Marga grunaði þó að Sigmundur Davíð væri að vísa í þátttöku Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins sem reynsti raunin. Það kom þó ekki fram í ræðunni. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur að Ísland eitt og sér geti vel lækkað losun gróðurhúsalofttegunda um fjörutíu prósent.Vísir/Vilhelm Menn hlusta þegar Íslendingar tala „Það var enginn slíkur misskilningur á þessum fundi Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. Allir hafi vitað um hvað málið snerist. Hins vegar hafi menn heima á Íslandi séð sér leik á borði og snúið út úr orðum ráðherra. Er ljóst að Sigmundur Davíð átti við Árna Finnsson og benti á að hann hefði gert slíkt hið sama á leiðtogafundinum í fyrra. Þá hvatti Sigmundur Davíð „þjóðir heims til að ganga til liðs við alheimsbandalag á sviði jarðhitanýtingar,“ og benti á að Ísland stefndi á framtíð án jarðefnaeldsneytis. Yfirlýsingunni fögnuðu Náttúruverndarsamtök Íslands og sögðu ræðuna marka stefnubreytingu „sem felur í sér að Ísland muni ekki leyfa olíu- eða gasvinnslu á Drekasvæðinu.“ Sigmundur Davíð minnti á það, í ræðustól Alþingis í dag, að engir stæðu Íslendingum snúningum þegar kæmi að endurnýjanlegri orku. „Þess vegna hlusta menn þegar Íslendingar ræða um þessi mál.“
Alþingi Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Bensín og olía Utanríkismál Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22
Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15
„Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25