Lögreglumaður í kjarabaráttu birtir launaseðilinn sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2015 11:20 Lögreglumenn mótmæltu fyrir utan Stjórnarráðið í liðinni viku. Vísir Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þetta kemur fram í launaseðli mannsins sem kollegi hans birtir á Facebook í dag en sem kunnugt er standa lögreglumenn landsins í kjarabaráttu og krefjast hærri launa. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, birtir launaseðilinn fyrir hönd lögreglumannsins sem sinnir útköllum á vettvangi.„Þennan mánuð var það þetta týpíska sem allir þekkja úr vinnunni. Hótanir, ógnað með hníf, sjálfsvíg, andlát, banaslys þar sem vettvangur var ekki fyrir hvern sem er, heimilisofbeldi þar sem börn komu mikið við sögu og margt margt annað,“ segir Sigvaldi í færslu með launaseðlinum.Um er að ræða laun fyrir fullan mánuð auk þrekálags og sérstakrar álagsgreiðslu eins og sést á launaseðlinum að ofan. Hann fær útborgað eftir skatt 285 þúsund krónur.Starfið frábært en launin ekki Sigvaldi segir í samtali við Vísi nauðsynlegt að fram komi að lögreglumenn séu ekki að kvarta yfir starfinu sínu. Það sé frábært. Það séu launin hins vegar ekki. „Jú við völdum okkur starfið sjálf engin spurning og erum ekki að kvarta undan starfinu. Við erum að kvarta undan helvítis laununum. Eigandi þessa seðils er bugaður eftir að hann fékk launaseðilinn. Á bakvið þetta eru næturvaktir og helgarvaktir.“ Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt en hafa minnt á stöðu sína með reglulegu millibili undanfarnar vikur. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30 Árásargjarnir undir áhrifum teknir á Keflavíkurflugvelli Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz air á dögunum. 2. október 2015 15:05 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þetta kemur fram í launaseðli mannsins sem kollegi hans birtir á Facebook í dag en sem kunnugt er standa lögreglumenn landsins í kjarabaráttu og krefjast hærri launa. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, birtir launaseðilinn fyrir hönd lögreglumannsins sem sinnir útköllum á vettvangi.„Þennan mánuð var það þetta týpíska sem allir þekkja úr vinnunni. Hótanir, ógnað með hníf, sjálfsvíg, andlát, banaslys þar sem vettvangur var ekki fyrir hvern sem er, heimilisofbeldi þar sem börn komu mikið við sögu og margt margt annað,“ segir Sigvaldi í færslu með launaseðlinum.Um er að ræða laun fyrir fullan mánuð auk þrekálags og sérstakrar álagsgreiðslu eins og sést á launaseðlinum að ofan. Hann fær útborgað eftir skatt 285 þúsund krónur.Starfið frábært en launin ekki Sigvaldi segir í samtali við Vísi nauðsynlegt að fram komi að lögreglumenn séu ekki að kvarta yfir starfinu sínu. Það sé frábært. Það séu launin hins vegar ekki. „Jú við völdum okkur starfið sjálf engin spurning og erum ekki að kvarta undan starfinu. Við erum að kvarta undan helvítis laununum. Eigandi þessa seðils er bugaður eftir að hann fékk launaseðilinn. Á bakvið þetta eru næturvaktir og helgarvaktir.“ Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt en hafa minnt á stöðu sína með reglulegu millibili undanfarnar vikur.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30 Árásargjarnir undir áhrifum teknir á Keflavíkurflugvelli Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz air á dögunum. 2. október 2015 15:05 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30
Árásargjarnir undir áhrifum teknir á Keflavíkurflugvelli Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz air á dögunum. 2. október 2015 15:05