Þorgerður Katrín: Flokkurinn hefur alltaf látið sér nægja eina konu sem fjarvistarsönnun Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. október 2015 16:26 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Í viðtalinu ræddi Þorgerður pólítíkina, mikilvægi iðnnáms og flokkinn sinn sem hún segir að þurfi að breytast.Verður kona einhverntíma formaður Sjálfstæðisflokksins? „Já. Ég held að sú manneskja sem tekur við af Bjarna Ben verði kona. Ef ég verð áfram í flokknum mun ég líka berjast fyrir því. Flokkurinn má ekki fletja sína sýn og stefnu í jafnréttismálum og ekki gera þá stefnu að einhverju þynnildi vegna þess að það eru nokkrir í flokknum sem finnst óþægilegt að tala um jafnréttismál. Massinn í flokknum vill tala um jafnréttismál.“ Aðspurð segir hún þó enn eima eftir af gömlum viðhorfum. „Já, ég verð nú bara að vera hreinskilin með það. Maður fær enn að heyra athugasemdir eins og, hvað eru þið stelpurnar nú að vasast? Það er svosem ekkert bara innan flokksins, það er víða. En nú finn ég að það er að koma inn mjög sterkt fólk í gegnum ungliðahreyfingarnar, sem hefur án efa mikið að segja um þessi mál. Ég ætla að fá að biðja flokkinn minn að hlusta á það fólk, ekki bara fylla einhvern kvóta af konum og ungu fólki. Ekki vera að þykjast eitthvað.“Fyrir okkur sem stöndum utan við flokkinn þá finnst manni konur einhvern veginn aldrei vera aðal í Sjálfstæðisflokknum? „Flokkurinn, í ljósi sögunnar, hefur alltaf látið sér nægja að hafa einhverja eina konu einhverstaðar sem ákveðna fjarvistarsönnun fyrir því að það sé bara allt í lagi. Það er það sem mér fannst svo mikilvægt þegar Bjarni Ben lýsti því yfir að ef flokkurinn kæmist í ríkisstjórn yrðu jöfn hlutfall karla og kvenna í ráðherrastólum. Nú er það svo að það er eins nálægt því og við komumst, fimm ráðherrar, þar af tvær konur. Það er gríðarlega mikilvægt. Ég hef sagt frá því að ég var eina konan í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og síðan kom Sigríður Anna inn. Það breytti miklu og var allt annað. Við Sigríður Anna vorum ekkert endilega sammála um um alla aðferðarfræði, en það var allt annað að vera ekki eina stelpan, eina konan, því það er bara þannig að strákarnir tala alltaf meira saman. Svo þegar hún fór, og ég varð aftur eina konan í ráðherrastól fann ég fyrir því. Konur mega ekki vera einar í flokknum. Það er svo mikilvægt að láta konur finna fyrir því að þær hafi breiðan stuðning, karla en ekki síst kvenna innan flokksins, að það sé staðið með þeim og þeim klappað á bakið. En þetta er líka það sem karlarnir þurfa að vita. Bakland kvenna er mjög sterkt, og það verður alltaf sterkara og þeir þurfa einfaldlega að fara að vara sig.“ Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Í viðtalinu ræddi Þorgerður pólítíkina, mikilvægi iðnnáms og flokkinn sinn sem hún segir að þurfi að breytast.Verður kona einhverntíma formaður Sjálfstæðisflokksins? „Já. Ég held að sú manneskja sem tekur við af Bjarna Ben verði kona. Ef ég verð áfram í flokknum mun ég líka berjast fyrir því. Flokkurinn má ekki fletja sína sýn og stefnu í jafnréttismálum og ekki gera þá stefnu að einhverju þynnildi vegna þess að það eru nokkrir í flokknum sem finnst óþægilegt að tala um jafnréttismál. Massinn í flokknum vill tala um jafnréttismál.“ Aðspurð segir hún þó enn eima eftir af gömlum viðhorfum. „Já, ég verð nú bara að vera hreinskilin með það. Maður fær enn að heyra athugasemdir eins og, hvað eru þið stelpurnar nú að vasast? Það er svosem ekkert bara innan flokksins, það er víða. En nú finn ég að það er að koma inn mjög sterkt fólk í gegnum ungliðahreyfingarnar, sem hefur án efa mikið að segja um þessi mál. Ég ætla að fá að biðja flokkinn minn að hlusta á það fólk, ekki bara fylla einhvern kvóta af konum og ungu fólki. Ekki vera að þykjast eitthvað.“Fyrir okkur sem stöndum utan við flokkinn þá finnst manni konur einhvern veginn aldrei vera aðal í Sjálfstæðisflokknum? „Flokkurinn, í ljósi sögunnar, hefur alltaf látið sér nægja að hafa einhverja eina konu einhverstaðar sem ákveðna fjarvistarsönnun fyrir því að það sé bara allt í lagi. Það er það sem mér fannst svo mikilvægt þegar Bjarni Ben lýsti því yfir að ef flokkurinn kæmist í ríkisstjórn yrðu jöfn hlutfall karla og kvenna í ráðherrastólum. Nú er það svo að það er eins nálægt því og við komumst, fimm ráðherrar, þar af tvær konur. Það er gríðarlega mikilvægt. Ég hef sagt frá því að ég var eina konan í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og síðan kom Sigríður Anna inn. Það breytti miklu og var allt annað. Við Sigríður Anna vorum ekkert endilega sammála um um alla aðferðarfræði, en það var allt annað að vera ekki eina stelpan, eina konan, því það er bara þannig að strákarnir tala alltaf meira saman. Svo þegar hún fór, og ég varð aftur eina konan í ráðherrastól fann ég fyrir því. Konur mega ekki vera einar í flokknum. Það er svo mikilvægt að láta konur finna fyrir því að þær hafi breiðan stuðning, karla en ekki síst kvenna innan flokksins, að það sé staðið með þeim og þeim klappað á bakið. En þetta er líka það sem karlarnir þurfa að vita. Bakland kvenna er mjög sterkt, og það verður alltaf sterkara og þeir þurfa einfaldlega að fara að vara sig.“
Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00