Fótbolti

Aron ekki í bandaríska landsliðshópnum gegn Mexíkó

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron Jóhannsson í leik með bandaríska landsliðinu.
Aron Jóhannsson í leik með bandaríska landsliðinu. Vísir/getty
Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen, var ekki valinn í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir leik liðsins gegn Mexíkó á laugardaginn upp á hvort liðið fær sæti í Álfukeppninni árið 2017.

Eftir að Mexíkó vann Gullbikarinn í sumar var ljóst að Mexíkó yrði mótherji Bandaríkjanna sem báru sigur úr býtum í Gullbikarnum árið 2013 í leiknum upp á sæti í Álfukeppninni.

Ákvörðun Jurgen Klinsmann að skilja Aron eftir kemur töluvert á óvart en hann hefur farið ágætlega af stað með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni með tvö mörk í fyrstu fimm leikjum sínum.

Aron var ekki í leikmannahóp Werder Bremen í 1-0 tapi gegn Hannover í gær og má því gera ráð fyrir að hann glími við meiðsli þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×