Þrjár konur til viðbótar saka Cosby um kynferðisofbeldi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. október 2015 08:30 Bill Cosby var vinsæll grínleikari hér á árum áður. Þrjár konur til viðbótar stigu fram í dag og ásökuðu Bill Cosby um kynferðislegt áreiti. Konurnar höfðu þagað yfir áreitninni í fjölda ára en ákváðu að stíga fram eftir að þær lásu sögur hinna kvennanna sem þegar hafa ásakað grínleikarann um að hafa misnotað sér aðstöðu sína og brotið á konunum. Ein kvennanna þriggja sem stigu fram í dag var þjónustustúlka á jassklúbbi á Redondo strönd í Kaliforníu á áttunda áratugnum. Hún hefur sakað Cosby um að hafa stolið nærbuxum sínum eftir að hafa byrlað henni lyf og brotið á henni í bílnum hennar þegar hún var meðvitundarlaus. Önnur kvennanna þriggja er fyrrum fyrirsæta og leikkona sem lék aukahlutverk í „The Cosby Show“. Hún segir Cosby hafa sagt við hana að hún skyldi sofa hjá honum ellegar ætti hún aldrei færi á því að koma sér á framfæri í skemmtanabransanum. „Eftir að hafa lifað með þessum skammarlegu minningum í þögn í 35 ár fann ég loksins styrk í öllum hinum konunum sem hafa nýlega sagt sögur sínar,“ sagði Sharon Van Ert, fyrrum þjónustustúlkan á jassklúbbinum. Yfir fjörtíu konur hafa stigið fram og sakað Cosby um að hafa brotið á sér kynferðislega á síðastliðnum fjörtíu árum. Hann hefur þó aldrei verið kærður formlega og hefur alfarið neitað ásökununum. CNN greinir frá. Mál Bill Cosby Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Cosby viðurkenndi brot fyrir áratug Bill Cosby viðurkenndi í lokuðum vitnisburði hjá lögreglu að hafa greitt konum sem hann átti kynlíf með til að greina ekki frá því. 19. júlí 2015 09:57 Disney fjarlægir styttu af Cosby Meint fórnarlamb Cosby fer fram á að allur vitnisburður hans verði gerður opinber. 9. júlí 2015 10:42 Dickinson ætlar að falla frá stefnunni ef Cosby biðst afsökunar Vill að hann viðurkenni verknaðinn. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Þrjár konur til viðbótar stigu fram í dag og ásökuðu Bill Cosby um kynferðislegt áreiti. Konurnar höfðu þagað yfir áreitninni í fjölda ára en ákváðu að stíga fram eftir að þær lásu sögur hinna kvennanna sem þegar hafa ásakað grínleikarann um að hafa misnotað sér aðstöðu sína og brotið á konunum. Ein kvennanna þriggja sem stigu fram í dag var þjónustustúlka á jassklúbbi á Redondo strönd í Kaliforníu á áttunda áratugnum. Hún hefur sakað Cosby um að hafa stolið nærbuxum sínum eftir að hafa byrlað henni lyf og brotið á henni í bílnum hennar þegar hún var meðvitundarlaus. Önnur kvennanna þriggja er fyrrum fyrirsæta og leikkona sem lék aukahlutverk í „The Cosby Show“. Hún segir Cosby hafa sagt við hana að hún skyldi sofa hjá honum ellegar ætti hún aldrei færi á því að koma sér á framfæri í skemmtanabransanum. „Eftir að hafa lifað með þessum skammarlegu minningum í þögn í 35 ár fann ég loksins styrk í öllum hinum konunum sem hafa nýlega sagt sögur sínar,“ sagði Sharon Van Ert, fyrrum þjónustustúlkan á jassklúbbinum. Yfir fjörtíu konur hafa stigið fram og sakað Cosby um að hafa brotið á sér kynferðislega á síðastliðnum fjörtíu árum. Hann hefur þó aldrei verið kærður formlega og hefur alfarið neitað ásökununum. CNN greinir frá.
Mál Bill Cosby Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Cosby viðurkenndi brot fyrir áratug Bill Cosby viðurkenndi í lokuðum vitnisburði hjá lögreglu að hafa greitt konum sem hann átti kynlíf með til að greina ekki frá því. 19. júlí 2015 09:57 Disney fjarlægir styttu af Cosby Meint fórnarlamb Cosby fer fram á að allur vitnisburður hans verði gerður opinber. 9. júlí 2015 10:42 Dickinson ætlar að falla frá stefnunni ef Cosby biðst afsökunar Vill að hann viðurkenni verknaðinn. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Cosby viðurkenndi brot fyrir áratug Bill Cosby viðurkenndi í lokuðum vitnisburði hjá lögreglu að hafa greitt konum sem hann átti kynlíf með til að greina ekki frá því. 19. júlí 2015 09:57
Disney fjarlægir styttu af Cosby Meint fórnarlamb Cosby fer fram á að allur vitnisburður hans verði gerður opinber. 9. júlí 2015 10:42
Dickinson ætlar að falla frá stefnunni ef Cosby biðst afsökunar Vill að hann viðurkenni verknaðinn. 9. júlí 2015 10:30