Formaður stúdentaráðs HÍ: Frábært að kennarar leiti leiða til að koma kennsluefninu á framfæri sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2015 19:32 Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. mynd/shí Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ, segir ástandið í skólanum óviðunandi og hefur hvatt kennara til að leita lausna til að koma kennsluefninu á framfæri. Hann segist ánægður með að kennarar hafi fært kennslu þeirra til. „Við auðvitað vonum að það verði samið sem allra fyrst. En í millitíðinni höfum við sent erindi á alla kennara skólans og hvatt þá til að leita annarra leiða til að miðla kennsluefninu til að lágmarka þá skerðingu sem hefur átt sér stað. Þetta er mikið efni sem kennt er á knöppum tíma og hver fyrirlestur skiptir miklu máli,“ segir hann.„Úrræðagóðir kennarar“ Þó nokkur dæmi eru um að kennarar hafi fært kennslu í heimahús, á skrifstofur, í lesrými og jafnvel á kaffihús, en SFR stéttarfélag segir það skýrt verkfallsbrot. Aron segist ekki sjá hvernig það geti talist brot á reglum, það sé þó ekki hans að meta það. „Ég lít ekki svo á að verið sé að svipta neinn verkfallsrétti eða að einhver sé að brjóta verkfallsreglur. Fyrir mitt leyti verð ég að segja að mér þykja þetta úrræðagóðir kennarar. Við finnum mjög mikið fyrir verkfallinu nú þegar."„Bara til lausnir ekki vandamál," sagði Aron á Facebook í dag.Hvetur ekki til verkfallsbrota Aron segist þó aldrei myndu hvetja til verkfallsbrota, en að taka þurfi umræðuna um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. SFR stéttarfélag hafi ekki skýrt það nægilega vel út og tekur nefnir tölvustofurnar sem dæmi. Upphaflega hafi þær átt að vera opnar en að nú hafi verkfallsverðir verið að „angra“ nemendur í tölvustofunum. „Það kom alltaf skýrt fram að tölvustofurnar ættu að vera opnar. Þær eru það alltaf en núna hafa verkfallsverðir verið að koma inn og reka nemendur út,“ útskýrir Aron. Þá segir hann það góða lausn að miðla námsefni rafrænt. „Við höfum til dæmis hvatt kennara til að taka upp fyrirlestra og senda á nemendur og þannig nýti sér svokallaða vendikennslu. Allavega á meðan þetta ástand varir.“ Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, sagði í samtali við Vísi í dag að slíkt gæti ekki talist brot á reglum. Það að færa kennsluna til væri það hins vegar.Verkfallsbrjótar gætu þurft að súpa seiðið af verkfallsbrotum síðar meir, því öll mál fara fyrir nefnd SFR og í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort fara eigi með málið lengra. Verkfall 2016 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ, segir ástandið í skólanum óviðunandi og hefur hvatt kennara til að leita lausna til að koma kennsluefninu á framfæri. Hann segist ánægður með að kennarar hafi fært kennslu þeirra til. „Við auðvitað vonum að það verði samið sem allra fyrst. En í millitíðinni höfum við sent erindi á alla kennara skólans og hvatt þá til að leita annarra leiða til að miðla kennsluefninu til að lágmarka þá skerðingu sem hefur átt sér stað. Þetta er mikið efni sem kennt er á knöppum tíma og hver fyrirlestur skiptir miklu máli,“ segir hann.„Úrræðagóðir kennarar“ Þó nokkur dæmi eru um að kennarar hafi fært kennslu í heimahús, á skrifstofur, í lesrými og jafnvel á kaffihús, en SFR stéttarfélag segir það skýrt verkfallsbrot. Aron segist ekki sjá hvernig það geti talist brot á reglum, það sé þó ekki hans að meta það. „Ég lít ekki svo á að verið sé að svipta neinn verkfallsrétti eða að einhver sé að brjóta verkfallsreglur. Fyrir mitt leyti verð ég að segja að mér þykja þetta úrræðagóðir kennarar. Við finnum mjög mikið fyrir verkfallinu nú þegar."„Bara til lausnir ekki vandamál," sagði Aron á Facebook í dag.Hvetur ekki til verkfallsbrota Aron segist þó aldrei myndu hvetja til verkfallsbrota, en að taka þurfi umræðuna um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. SFR stéttarfélag hafi ekki skýrt það nægilega vel út og tekur nefnir tölvustofurnar sem dæmi. Upphaflega hafi þær átt að vera opnar en að nú hafi verkfallsverðir verið að „angra“ nemendur í tölvustofunum. „Það kom alltaf skýrt fram að tölvustofurnar ættu að vera opnar. Þær eru það alltaf en núna hafa verkfallsverðir verið að koma inn og reka nemendur út,“ útskýrir Aron. Þá segir hann það góða lausn að miðla námsefni rafrænt. „Við höfum til dæmis hvatt kennara til að taka upp fyrirlestra og senda á nemendur og þannig nýti sér svokallaða vendikennslu. Allavega á meðan þetta ástand varir.“ Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, sagði í samtali við Vísi í dag að slíkt gæti ekki talist brot á reglum. Það að færa kennsluna til væri það hins vegar.Verkfallsbrjótar gætu þurft að súpa seiðið af verkfallsbrotum síðar meir, því öll mál fara fyrir nefnd SFR og í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort fara eigi með málið lengra.
Verkfall 2016 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira