Víða lokaðar dyr vegna verkfalls: „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. október 2015 18:30 Stofnanir eru víða lokaðar og skilaboð þessa efnis á læstum hurðum. MYND/Einar Árnason Verkföll á sjötta þúsund ríkisstarfsmanna hafa lamað starfsemi á annað hundrað stofana í dag. Eldri borgarar hafa lent í erfiðleikum með að fá lyf sín endurnýjuð og skólar verið lokaðir vegna verkfallsaðgerðanna. Verkföll SFR og sjúkraliða hófust á fimmtudaginn í síðustu viku. Um allsherjarverkfall er að ræða á Landspítalanum, hjá Tollstjóranum, hjá Sýslumannsembættum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Skemmri verkföll eru síðan hjá starfsmönnum ríflega hundrað og fimmtíu stofnana til viðbótar og hófst önnur lota þeirra á miðnætti og stendur til miðnættis annað kvöld. Verkfallsaðgerðirnar hafa víða veruleg áhrif. Meðal annars á heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins. Þar var sumum til dæmis vísað frá í dag sem þurftu að fá skrifað upp á lyf sín. „Ég þarf að taka alltaf meðul dags daglega og nú fer mig að vanta inn í og þetta er ekkert létt fyrir mann,“ segir Sigríður Eyjólfsdóttir sem mætti á heilsugæslustöð sína í dag til að fá skrifað upp á lyf. Henni var vísað frá og bent á að fara á Læknavaktina á Smáratorgi. „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir að þurfa að fara að þvælast upp á Smáratorg. Sko ég bý nú í Grafarvoginum og þetta er ansi langt hjá manni að fara,“ segir Sigríður. Víða kom fólk að lokuðum dyrum í dag. Þeir sem sjá um móttöku á stofnunum eru í verkfalli og þá var heldur ekki svarað í síma hjá mörgum stofnunum. Meirihluti þeirra sem starfa í þjónustumiðstöð Tryggingarstofnunar eru félagar í SFR sem eru í verkfalli. „Það eru margir sem að bíða eftir að komast á greiðslur og það tefst vegna þess að læknaritararnir uppi á réttindasviði eru líka í verkfalli. Þannig að okkar langi biðtími hann mun lengjast enn frekar,“ segir Sólveig Hjaltadóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs Tryggingarstofnunar. Kennsla féll niður að mestu leyti í Háskóla Íslands í dag og í nokkrum framhaldsskólum vegna verkfallsaðgerðanna. Meðal annars Menntaskólanum við Reykjavík. Þar sjá SFR félagar um ræstingar en þeir eru í verkfalli. „Staðan er bara skelfileg. Því miður þá þurftum við að loka í dag og það var fyrst og fremst vegna ástands á salernum sem að var í rauninni ekki boðlegt að mínu mati,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Verkföll á sjötta þúsund ríkisstarfsmanna hafa lamað starfsemi á annað hundrað stofana í dag. Eldri borgarar hafa lent í erfiðleikum með að fá lyf sín endurnýjuð og skólar verið lokaðir vegna verkfallsaðgerðanna. Verkföll SFR og sjúkraliða hófust á fimmtudaginn í síðustu viku. Um allsherjarverkfall er að ræða á Landspítalanum, hjá Tollstjóranum, hjá Sýslumannsembættum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Skemmri verkföll eru síðan hjá starfsmönnum ríflega hundrað og fimmtíu stofnana til viðbótar og hófst önnur lota þeirra á miðnætti og stendur til miðnættis annað kvöld. Verkfallsaðgerðirnar hafa víða veruleg áhrif. Meðal annars á heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins. Þar var sumum til dæmis vísað frá í dag sem þurftu að fá skrifað upp á lyf sín. „Ég þarf að taka alltaf meðul dags daglega og nú fer mig að vanta inn í og þetta er ekkert létt fyrir mann,“ segir Sigríður Eyjólfsdóttir sem mætti á heilsugæslustöð sína í dag til að fá skrifað upp á lyf. Henni var vísað frá og bent á að fara á Læknavaktina á Smáratorgi. „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir að þurfa að fara að þvælast upp á Smáratorg. Sko ég bý nú í Grafarvoginum og þetta er ansi langt hjá manni að fara,“ segir Sigríður. Víða kom fólk að lokuðum dyrum í dag. Þeir sem sjá um móttöku á stofnunum eru í verkfalli og þá var heldur ekki svarað í síma hjá mörgum stofnunum. Meirihluti þeirra sem starfa í þjónustumiðstöð Tryggingarstofnunar eru félagar í SFR sem eru í verkfalli. „Það eru margir sem að bíða eftir að komast á greiðslur og það tefst vegna þess að læknaritararnir uppi á réttindasviði eru líka í verkfalli. Þannig að okkar langi biðtími hann mun lengjast enn frekar,“ segir Sólveig Hjaltadóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs Tryggingarstofnunar. Kennsla féll niður að mestu leyti í Háskóla Íslands í dag og í nokkrum framhaldsskólum vegna verkfallsaðgerðanna. Meðal annars Menntaskólanum við Reykjavík. Þar sjá SFR félagar um ræstingar en þeir eru í verkfalli. „Staðan er bara skelfileg. Því miður þá þurftum við að loka í dag og það var fyrst og fremst vegna ástands á salernum sem að var í rauninni ekki boðlegt að mínu mati,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30
Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00
Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03
Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04