Sætur sigur eftir erfitt tímabil Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. október 2015 07:00 Sara Björk Gunnarsdóttir varð meistari í Svíþjóð í fjórða sinn á fimm árum um helgina. Vísir/Getty Ísland eignaðist tvo landsmeistara í knattspyrnu um helgina þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Rosengård í Svíþjóð, og Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Lilleström í Noregi, urðu meistarar með sínum liðum. Liðin fóru ólíkar leiðir að titlunum. Lilleström hafði mikla yfirburði í norsku deildinni allt tímabilið og tryggði sér titilinn með 4-1 sigri á Arna-Björnar í gær þó svo að tveimur umferðum sé enn ólokið. Rosengård þurfti hins vegar á sigri að halda í lokaumferðinni í Svíþjóð í gær eftir harða baráttu við Eskilstuna í toppbaráttunni. Sara Björk og félagar stóðust prófraunina með glans en Rosengård vann öruggan sigur á Linköping, 5-0, og endaði með einu stigi meira en Eskilstuna.Erfiðasta tímabilið mitt „Þetta er gríðarlega sætt,“ sagði Sara Björk við Fréttablaðið í gær. „Ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. En að lokum sýndum við hversu góðar við erum með því að klára tímabilið með 5-0 sigri á sterku liði Linköping. Við náðum að sýna úr hverju við erum gerðar.“ Það gekk á ýmsu hjá Rosengård í sumar. Félagið missti þjálfara sinn vegna veikinda og fékk nýjan í byrjun ágústmánaðar. Þá urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi liðsins og Rosengård missti „heimsklassa“ leikmenn eins og Sara segir sjálf. „Það tók tíma að aðlagast nýjum leikmönnum og nýjum þjálfara og að því leyti var þetta tímabil eitt það erfiðasta síðan ég kom. En það gerir titilinn enn sætari fyrir vikið.“Samningslaus næsta sumar Sara Björk hefur á sínum fimm árum í Malmö fjórum sinnum orðið meistari en samningur hennar við Rosengård rennur út næsta sumar. Hún hefur rætt framhaldið lítillega við forráðamenn félagsins. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Mér líður afar vel í Malmö og það væri erfitt að fara. Það verður að koma í ljós næsta sumar hvort ég tel mig þurfa nýja áskorun,“ segir Sara Björk.Guðbjörg Gunnarsdóttir.Vísir/GettyVið vorum langbestar Guðbjörg segir að það hafi verið ljóst fyrir nokkru í hvað stefndi hvað titilbaráttuna varðar. „En við vildum sýna að við værum langbestar og við gerðum það. Það er skrýtið að klára titilinn þegar það eru enn tvær umferðir eftir en það þýðir þá að við getum einbeitt okkur að leikjunum í Meistaradeildinni enn frekar,“ segir hún. Rosengård og Lilleström eru bæði komin í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður í dag og gætu Íslendingaliðin tvö dregist saman. Guðbjörg hefur þó lítið spáð í því en hún er fyrst og fremst ánægð með hversu vel henni og liðinu öllu hefur gengið í sumar. „Þetta er án efa mitt besta tímabil eftir að ég flutti út,“ segir Guðbjörg sem hefur spilað með Djurgården í Svíþjóð, Avaldsnes í Noregi og Turbine Potsdam í Þýskalandi. „Við slógum met í upphafi tímabils með því að halda hreinu í fyrstu níu leikjunum okkar, komumst í úrslitaleik bikarsins og í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er einn titill kominn en vonandi fleiri á leiðinni.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Ísland eignaðist tvo landsmeistara í knattspyrnu um helgina þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Rosengård í Svíþjóð, og Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Lilleström í Noregi, urðu meistarar með sínum liðum. Liðin fóru ólíkar leiðir að titlunum. Lilleström hafði mikla yfirburði í norsku deildinni allt tímabilið og tryggði sér titilinn með 4-1 sigri á Arna-Björnar í gær þó svo að tveimur umferðum sé enn ólokið. Rosengård þurfti hins vegar á sigri að halda í lokaumferðinni í Svíþjóð í gær eftir harða baráttu við Eskilstuna í toppbaráttunni. Sara Björk og félagar stóðust prófraunina með glans en Rosengård vann öruggan sigur á Linköping, 5-0, og endaði með einu stigi meira en Eskilstuna.Erfiðasta tímabilið mitt „Þetta er gríðarlega sætt,“ sagði Sara Björk við Fréttablaðið í gær. „Ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. En að lokum sýndum við hversu góðar við erum með því að klára tímabilið með 5-0 sigri á sterku liði Linköping. Við náðum að sýna úr hverju við erum gerðar.“ Það gekk á ýmsu hjá Rosengård í sumar. Félagið missti þjálfara sinn vegna veikinda og fékk nýjan í byrjun ágústmánaðar. Þá urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi liðsins og Rosengård missti „heimsklassa“ leikmenn eins og Sara segir sjálf. „Það tók tíma að aðlagast nýjum leikmönnum og nýjum þjálfara og að því leyti var þetta tímabil eitt það erfiðasta síðan ég kom. En það gerir titilinn enn sætari fyrir vikið.“Samningslaus næsta sumar Sara Björk hefur á sínum fimm árum í Malmö fjórum sinnum orðið meistari en samningur hennar við Rosengård rennur út næsta sumar. Hún hefur rætt framhaldið lítillega við forráðamenn félagsins. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Mér líður afar vel í Malmö og það væri erfitt að fara. Það verður að koma í ljós næsta sumar hvort ég tel mig þurfa nýja áskorun,“ segir Sara Björk.Guðbjörg Gunnarsdóttir.Vísir/GettyVið vorum langbestar Guðbjörg segir að það hafi verið ljóst fyrir nokkru í hvað stefndi hvað titilbaráttuna varðar. „En við vildum sýna að við værum langbestar og við gerðum það. Það er skrýtið að klára titilinn þegar það eru enn tvær umferðir eftir en það þýðir þá að við getum einbeitt okkur að leikjunum í Meistaradeildinni enn frekar,“ segir hún. Rosengård og Lilleström eru bæði komin í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður í dag og gætu Íslendingaliðin tvö dregist saman. Guðbjörg hefur þó lítið spáð í því en hún er fyrst og fremst ánægð með hversu vel henni og liðinu öllu hefur gengið í sumar. „Þetta er án efa mitt besta tímabil eftir að ég flutti út,“ segir Guðbjörg sem hefur spilað með Djurgården í Svíþjóð, Avaldsnes í Noregi og Turbine Potsdam í Þýskalandi. „Við slógum met í upphafi tímabils með því að halda hreinu í fyrstu níu leikjunum okkar, komumst í úrslitaleik bikarsins og í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er einn titill kominn en vonandi fleiri á leiðinni.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira