Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2015 07:00 Dearbhla Doyle er sérfræðingur hjá Evrópusambandinu í málefnum norðurslóða. vísir/stefán Áhrif loftslagsbreytinga eru stærsta áhyggjuefni Evrópusambandsins í norðurslóðamálum. Það gætu verið mikil efnahagsleg tækifæri á norðurslóðum, meðal annars með nýjum siglingaleiðum, hins vegar verður að meta áhætturnar áður en lagt er í ný verkefni. Þetta er mat Dearbhla Doyle, sérfræðings hjá Evrópusambandinu (ESB) í norðurslóðamálum. Doyle er stödd hér á landi til að kynna norðurslóðastefnu Evrópusambandsins, en hún hefur unnið að nýrri stefnu sambandsins sem verið er að leggja lokahönd á drög að. Doyle kynnti stefnuna á fimmtudaginn á Trans Arctic Agenda ráðstefnunni, sem Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands stendur fyrir í samstarfi við Rannsóknaþing norðursins og áttunda opna þing þess. Hún kynnti hana svo einnig í Hörpu í gær á Arctic Circle ráðstefnunni. Evrópusambandið hefur látið sig málefni norðurslóða mikið varða og hefur fjárfest 1,14 milljarða evra, jafnvirði 160 milljarða íslenskra króna, til þróunar á norðurslóðasvæði Evrópusambandsins og nágrannasvæðum þess. Í sjöundu rammaáætlun sinni hefur ESB einnig fjárfest 200 milljónir evra, jafnvirði 28 milljarða íslenskra króna, til alþjóðlegs rannsóknastarfs á svæðinu. Doyle segir nýja stefnu ESB ekki vera mjög frábrugðna þeirri frá árinu 2012. Áfram verði sjónum beint að þremur sviðum: þekkingu, ábyrgð og þátttöku. Hins vegar verði lagt meira upp úr því að samtvinna stefnur ESB um málefnið. „Við erum einnig að skoða það hvernig styrkir til norðurslóða geti unnið meira með fjárfestingum meðlimaríkja á svæðinu,“ segir Doyle. Aðspurð segir Doyle loftslagsbreytingar vera bæði stærstu ógnina og mesta tækifærið fyrir ESB á norðurslóðum. Erfitt sé að meta tækifærin, mikil óvissa ríki um hvað sé að finna á svæðinu í kjölfar loftslagsbreytinga. „Það eru miklar væntingar vegna olíu og gass sem gæti verið á svæðinu. Svo eru tækifæri vegna hlýnunar vatnsins þegar kemur að fiskiafla. Það eru líka mikil tækifæri fyrir ESB vegna opnunar nýrra siglingaleiða þar sem ESB er stórt viðskiptasvæði,“ segir Doyle. Hún ítrekar að ESB fylgi varúðarreglum á svæðinu og að mikilvægt sé að sýna nærgætni. Því hafi ESB dregið verulega úr leit á svæðinu, þangað til það fær frekari vísindaleg gögn. Stærsta ógnin sem ESB stendur frammi fyrir á norðurslóðum er sama ógn og norðurslóðir standa frammi fyrir; áhrif loftslagsbreytinga, ásamt því hvernig hægt sé að samræma áhrifin við efnahagsþróun á svæðinu. Evrópusambandið vill verða öðrum til fyrirmyndar á svæðinu. „ESB er leiðandi á sviði loftslagsbreytinga, hins vegar mun það ekki hafa áhrif nema önnur lönd taki á skarið. Þess vegna tel ég að ráð eins og Hringborð norðurslóða þar sem fjölbreytt lönd sem eiga hagsmuna að gæta á svæðinu koma saman skipti miklu máli. Við teljum reglur sem við setjum evrópskum fyrirtækjum sem starfa á norðurslóðasvæðum af hinu góða og fyrirmynd til handa fyrirtækjum annarra þjóða. Auðvitað getum við einungis haft áhrif á það sem gerist innan Evrópusambandsins, en varðandi það að setja viðmið er þátttaka okkar mikilvæg,“ segir Doyle. Doyle telur jákvætt að Reykjavík sé vettvangur umræðna um norðurslóðir„Ég tel að það sé gott að fólk hér komi saman til að ræða þessi málefni. Mér finnst Arctic Circle mjög tilkomumikið þegar kemur að ræðumönnum. Það er líka gott fyrir okkur sem erum að móta stefnu og höfum unnið hana með meðlimaríkjum, og fengið innsýn Bandaríkjanna og Kanada, að fá annað sjónarhorn. Þegar maður kemur á viðburði eins og þennan upplifir maður sjónarhorn allra annarra hagsmunaaðila, meðal annars atvinnulífsins, iðnaðarins, fræðimanna og annarra samfélaga og ég held að það sé mjög gagnlegt,“ segir Doyle. Hún segir Evrópusambandið almennt hafa mikinn áhuga á að ræða við Ísland um margvísleg málefni. „Eitt aðalmálefnið er EES-samningurinn, en ég tel að við getum unnið saman að mörgum öðrum málefnum,“ segir Doyle. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga eru stærsta áhyggjuefni Evrópusambandsins í norðurslóðamálum. Það gætu verið mikil efnahagsleg tækifæri á norðurslóðum, meðal annars með nýjum siglingaleiðum, hins vegar verður að meta áhætturnar áður en lagt er í ný verkefni. Þetta er mat Dearbhla Doyle, sérfræðings hjá Evrópusambandinu (ESB) í norðurslóðamálum. Doyle er stödd hér á landi til að kynna norðurslóðastefnu Evrópusambandsins, en hún hefur unnið að nýrri stefnu sambandsins sem verið er að leggja lokahönd á drög að. Doyle kynnti stefnuna á fimmtudaginn á Trans Arctic Agenda ráðstefnunni, sem Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands stendur fyrir í samstarfi við Rannsóknaþing norðursins og áttunda opna þing þess. Hún kynnti hana svo einnig í Hörpu í gær á Arctic Circle ráðstefnunni. Evrópusambandið hefur látið sig málefni norðurslóða mikið varða og hefur fjárfest 1,14 milljarða evra, jafnvirði 160 milljarða íslenskra króna, til þróunar á norðurslóðasvæði Evrópusambandsins og nágrannasvæðum þess. Í sjöundu rammaáætlun sinni hefur ESB einnig fjárfest 200 milljónir evra, jafnvirði 28 milljarða íslenskra króna, til alþjóðlegs rannsóknastarfs á svæðinu. Doyle segir nýja stefnu ESB ekki vera mjög frábrugðna þeirri frá árinu 2012. Áfram verði sjónum beint að þremur sviðum: þekkingu, ábyrgð og þátttöku. Hins vegar verði lagt meira upp úr því að samtvinna stefnur ESB um málefnið. „Við erum einnig að skoða það hvernig styrkir til norðurslóða geti unnið meira með fjárfestingum meðlimaríkja á svæðinu,“ segir Doyle. Aðspurð segir Doyle loftslagsbreytingar vera bæði stærstu ógnina og mesta tækifærið fyrir ESB á norðurslóðum. Erfitt sé að meta tækifærin, mikil óvissa ríki um hvað sé að finna á svæðinu í kjölfar loftslagsbreytinga. „Það eru miklar væntingar vegna olíu og gass sem gæti verið á svæðinu. Svo eru tækifæri vegna hlýnunar vatnsins þegar kemur að fiskiafla. Það eru líka mikil tækifæri fyrir ESB vegna opnunar nýrra siglingaleiða þar sem ESB er stórt viðskiptasvæði,“ segir Doyle. Hún ítrekar að ESB fylgi varúðarreglum á svæðinu og að mikilvægt sé að sýna nærgætni. Því hafi ESB dregið verulega úr leit á svæðinu, þangað til það fær frekari vísindaleg gögn. Stærsta ógnin sem ESB stendur frammi fyrir á norðurslóðum er sama ógn og norðurslóðir standa frammi fyrir; áhrif loftslagsbreytinga, ásamt því hvernig hægt sé að samræma áhrifin við efnahagsþróun á svæðinu. Evrópusambandið vill verða öðrum til fyrirmyndar á svæðinu. „ESB er leiðandi á sviði loftslagsbreytinga, hins vegar mun það ekki hafa áhrif nema önnur lönd taki á skarið. Þess vegna tel ég að ráð eins og Hringborð norðurslóða þar sem fjölbreytt lönd sem eiga hagsmuna að gæta á svæðinu koma saman skipti miklu máli. Við teljum reglur sem við setjum evrópskum fyrirtækjum sem starfa á norðurslóðasvæðum af hinu góða og fyrirmynd til handa fyrirtækjum annarra þjóða. Auðvitað getum við einungis haft áhrif á það sem gerist innan Evrópusambandsins, en varðandi það að setja viðmið er þátttaka okkar mikilvæg,“ segir Doyle. Doyle telur jákvætt að Reykjavík sé vettvangur umræðna um norðurslóðir„Ég tel að það sé gott að fólk hér komi saman til að ræða þessi málefni. Mér finnst Arctic Circle mjög tilkomumikið þegar kemur að ræðumönnum. Það er líka gott fyrir okkur sem erum að móta stefnu og höfum unnið hana með meðlimaríkjum, og fengið innsýn Bandaríkjanna og Kanada, að fá annað sjónarhorn. Þegar maður kemur á viðburði eins og þennan upplifir maður sjónarhorn allra annarra hagsmunaaðila, meðal annars atvinnulífsins, iðnaðarins, fræðimanna og annarra samfélaga og ég held að það sé mjög gagnlegt,“ segir Doyle. Hún segir Evrópusambandið almennt hafa mikinn áhuga á að ræða við Ísland um margvísleg málefni. „Eitt aðalmálefnið er EES-samningurinn, en ég tel að við getum unnið saman að mörgum öðrum málefnum,“ segir Doyle.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira