Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. október 2015 14:04 Verkfallsverðir hafa haft í nægu að snúast frá því að verkfall SFR og sjúkraliða hófst í gær. Nokkuð hefur verið um verkfallsbrot, sem þó eru í fæstum tilvikum alvarleg. Verkfallsbrjótar gætu hins vegar þurft að súpa seiðið af því síðar meir, því tilkynnt mál fara fyrir nefnd þar sem ákvörðun verður tekin um hvort fara eigi með málið lengra. „Við erum alltaf að fá til okkar einhver tilvik. Við athugum það í kjölfarið en eins og er, er er ekkert neitt mjög stórt. Það er eitthvað um að stjórnendur ganga í störf undirmanna. Oft er það hugsunarleysi, fólk er ekki að átta sig á því að það er að ganga í störf einhverra og svo hafa aðrir starfsmenn verið fengnir til að taka yfir verkefni þeirra sem eru í verkfalli,“ segir Sólveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi SFR stéttarfélags. Hún segir að dæmi séu um að utanaðkomandi hafi verið fengnir í símsvörun, sem og að hjúkrunarfræðingar hafi gengið í störf sjúkraliða. „Það getur reynst flókið að fylgjast með þessu. Þetta eru svo margar stofnanir og störfin fjölbreytt. Það er reyndar skýrara með sjúkraliðastéttina, en þeir hafa verið að lenda í því að hjúkrunarfræðingar ganga í þeirra störf.“ Aðspurð segir Sólveig öll mál fara fyrir nefnd þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið. „Það sem við gerum er að við mætum á staðinn, tölum við fólkið og auðvitað reynum að leysa málið. En ef þetta er ítrekað þá fer þetta til lögfræðings.“ Þá segir hún verkfallsvörsluna hafa gengið vel. Töluvert sé að gera, sem og hjá undanþágunefnd.Meðfylgjandi myndir tók Pjetur Sigurðsson ljósmyndari sem fékk að fylgja verkfallsvörðunum eftir í dag.Þarna telja verkfallsverðir að um brot sé að ræða. Á miðanum kemur fram að þeir sem boðaðir séu í fyrirtöku eða viðtal séu beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem eflaust er ekki á vegum SFR.Verkfallsverðir fyrir utan embætti sýslumannsins í Reykjavík.Starfsmenn í mötuneyti hjá sýslumanninum eru í verkfalli.Ýmis skjöl sem fá að bíða.Þarna telja verkfallsverðir að um verkfallsbrot sé að ræða. Á miðanum eru þeir sem boðaðir eru í fyrirtöku eða viðtal hjá Útlendingastofnun beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem væntanlega er ekki á vegum SFR.vísir/pjeturVerkfallsverðir skoða hvern krók og kima.Háskóli Íslands var næstur á dagskrá.Á leið í Háskóla Íslands.Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdi tveimur hópum verkfallsvarða eftir í dag.vísir/PjeturNemendaskrá Háskóla Íslands.Nemendaskrá Háskóla Íslands.Ekki má gleyma kjallaranum.Miðstöð verkfallsvarða.Öll mál rædd í þaula. Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15 Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag Deiluaðilar settust aftur við samingaborðið í morgun. 16. október 2015 11:38 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Verkfallsverðir hafa haft í nægu að snúast frá því að verkfall SFR og sjúkraliða hófst í gær. Nokkuð hefur verið um verkfallsbrot, sem þó eru í fæstum tilvikum alvarleg. Verkfallsbrjótar gætu hins vegar þurft að súpa seiðið af því síðar meir, því tilkynnt mál fara fyrir nefnd þar sem ákvörðun verður tekin um hvort fara eigi með málið lengra. „Við erum alltaf að fá til okkar einhver tilvik. Við athugum það í kjölfarið en eins og er, er er ekkert neitt mjög stórt. Það er eitthvað um að stjórnendur ganga í störf undirmanna. Oft er það hugsunarleysi, fólk er ekki að átta sig á því að það er að ganga í störf einhverra og svo hafa aðrir starfsmenn verið fengnir til að taka yfir verkefni þeirra sem eru í verkfalli,“ segir Sólveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi SFR stéttarfélags. Hún segir að dæmi séu um að utanaðkomandi hafi verið fengnir í símsvörun, sem og að hjúkrunarfræðingar hafi gengið í störf sjúkraliða. „Það getur reynst flókið að fylgjast með þessu. Þetta eru svo margar stofnanir og störfin fjölbreytt. Það er reyndar skýrara með sjúkraliðastéttina, en þeir hafa verið að lenda í því að hjúkrunarfræðingar ganga í þeirra störf.“ Aðspurð segir Sólveig öll mál fara fyrir nefnd þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið. „Það sem við gerum er að við mætum á staðinn, tölum við fólkið og auðvitað reynum að leysa málið. En ef þetta er ítrekað þá fer þetta til lögfræðings.“ Þá segir hún verkfallsvörsluna hafa gengið vel. Töluvert sé að gera, sem og hjá undanþágunefnd.Meðfylgjandi myndir tók Pjetur Sigurðsson ljósmyndari sem fékk að fylgja verkfallsvörðunum eftir í dag.Þarna telja verkfallsverðir að um brot sé að ræða. Á miðanum kemur fram að þeir sem boðaðir séu í fyrirtöku eða viðtal séu beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem eflaust er ekki á vegum SFR.Verkfallsverðir fyrir utan embætti sýslumannsins í Reykjavík.Starfsmenn í mötuneyti hjá sýslumanninum eru í verkfalli.Ýmis skjöl sem fá að bíða.Þarna telja verkfallsverðir að um verkfallsbrot sé að ræða. Á miðanum eru þeir sem boðaðir eru í fyrirtöku eða viðtal hjá Útlendingastofnun beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem væntanlega er ekki á vegum SFR.vísir/pjeturVerkfallsverðir skoða hvern krók og kima.Háskóli Íslands var næstur á dagskrá.Á leið í Háskóla Íslands.Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdi tveimur hópum verkfallsvarða eftir í dag.vísir/PjeturNemendaskrá Háskóla Íslands.Nemendaskrá Háskóla Íslands.Ekki má gleyma kjallaranum.Miðstöð verkfallsvarða.Öll mál rædd í þaula.
Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15 Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag Deiluaðilar settust aftur við samingaborðið í morgun. 16. október 2015 11:38 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15
Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag Deiluaðilar settust aftur við samingaborðið í morgun. 16. október 2015 11:38
Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00
Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03
Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14