Hverjir leggja niður störf í verkfallinu? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. október 2015 12:32 Deiluaðilar sitja nú við samningaborðið í þeirri von um að sátt náist. vísir/gva Áhrifa verkfalls SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands gætir víða. Alls lögðu á sjötta þúsund ríkisstarfsmenn niður störf á miðnætti, með tilheyrandi röskun á nær alla vinnustaði ríkisins, 159 talsins. Fundur samninganefnda félaganna tveggja og ríkisins hófst um hádegisbil.Mikil röskun á heilbrigðisþjónustu Þjónusta á heilsugæslum verður verulega skert, en þar verður ekki svarað í símann á meðan verkfallinu stendur og síðdegisvakt á öllum heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins lokuð. Þá mun heimahjúkrun aldraðra og sjúkra að mestu leggjast niður. Mikil röskun verður á starfsemi Landspítalans. Um sextán hundruð sjúkraliðar á spítalanum leggja niður störf og á sjöunda hundrað á öðrum heilbrigðisstofnunum.Um sex hundruð manns fá undanþágu til að sinna bráðatilfellum á Landspítalanum.Kennsla fellur niður Þá fellur öll kennsla við Háskóla Íslands niður, nema kennsla í Háskólabíói. Það er vegna verkfalls umsjónarmanna húseigna háskólans sem eru félagar í SFR. Á vefsíðu HÍ segir að verkfallið komi til með að hafa veruleg áhrif á starfsemi skólans. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi embættis tollstjóra, en umtalsverð röskun verður bæði á innheimtu- og tollsviði embættisins. Afgreiðsla og símsvörun skiptiborðs og þjónustuvera í Tollhúsinu Tryggvagötu verður jafnframt lokuð. Þá leggst stór hluti starfsemi sýslumannsembætta um land allt niður.Leiksýningar falla niður og ÁTVR lokar Starfsemi ríkisskattstjóra leggst að mestu niður, sem og hjá Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingum og Íbúðalánasjóði. Vínbúðir ÁTVR verða lokaðar á meðan verkfallinu stendur. Símsvörun hjá Vegagerðinni og lögreglunni leggst niður og allar sýningar í Þjóðleikhúsinu falla niður sömuleiðis. Listi þessi er ekki tæmandi, en líkt og sést verður röskun á ríkisstofnunum mikil. Félagsmenn fara í fimm tveggja daga skæruverkföll, það síðasta 12. yil 13. október. Verkföll á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannembættum eru hins vegar ótímabundin.Lillý Valgerður Pétursdóttir ræddi við Ingólf Þórisson, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um þær afleiðingar sem verkfallið hefur á spítalann. Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Áhrifa verkfalls SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands gætir víða. Alls lögðu á sjötta þúsund ríkisstarfsmenn niður störf á miðnætti, með tilheyrandi röskun á nær alla vinnustaði ríkisins, 159 talsins. Fundur samninganefnda félaganna tveggja og ríkisins hófst um hádegisbil.Mikil röskun á heilbrigðisþjónustu Þjónusta á heilsugæslum verður verulega skert, en þar verður ekki svarað í símann á meðan verkfallinu stendur og síðdegisvakt á öllum heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins lokuð. Þá mun heimahjúkrun aldraðra og sjúkra að mestu leggjast niður. Mikil röskun verður á starfsemi Landspítalans. Um sextán hundruð sjúkraliðar á spítalanum leggja niður störf og á sjöunda hundrað á öðrum heilbrigðisstofnunum.Um sex hundruð manns fá undanþágu til að sinna bráðatilfellum á Landspítalanum.Kennsla fellur niður Þá fellur öll kennsla við Háskóla Íslands niður, nema kennsla í Háskólabíói. Það er vegna verkfalls umsjónarmanna húseigna háskólans sem eru félagar í SFR. Á vefsíðu HÍ segir að verkfallið komi til með að hafa veruleg áhrif á starfsemi skólans. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi embættis tollstjóra, en umtalsverð röskun verður bæði á innheimtu- og tollsviði embættisins. Afgreiðsla og símsvörun skiptiborðs og þjónustuvera í Tollhúsinu Tryggvagötu verður jafnframt lokuð. Þá leggst stór hluti starfsemi sýslumannsembætta um land allt niður.Leiksýningar falla niður og ÁTVR lokar Starfsemi ríkisskattstjóra leggst að mestu niður, sem og hjá Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingum og Íbúðalánasjóði. Vínbúðir ÁTVR verða lokaðar á meðan verkfallinu stendur. Símsvörun hjá Vegagerðinni og lögreglunni leggst niður og allar sýningar í Þjóðleikhúsinu falla niður sömuleiðis. Listi þessi er ekki tæmandi, en líkt og sést verður röskun á ríkisstofnunum mikil. Félagsmenn fara í fimm tveggja daga skæruverkföll, það síðasta 12. yil 13. október. Verkföll á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannembættum eru hins vegar ótímabundin.Lillý Valgerður Pétursdóttir ræddi við Ingólf Þórisson, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um þær afleiðingar sem verkfallið hefur á spítalann.
Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira