Stundin sökuð um subbulegar árásir á Illuga eftir að hann birti brot úr skattaskýrslu sinni Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2015 09:02 Svo virðist sem Illugi vilji stilla máli sem snýr að tengslum hans við Orku Energy sem átökum milli hans og Stundarinnar. Og tekst það bærilega sé miðað við ofsafengin viðbrögð á Facebookvegg hans sjálfs. vísir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra birti óvænt í gærkvöldi upp úr skattskýrslu sinni og konu sinnar, þá í tengslum við mál sem mjög hefur verið á döfinni og varðar launagreiðslur hans frá Orku Energy og hugsanlegt vanhæfi hans vegna tengsla við fyrirtækið.Vísir greindi frá málinu þá þegar. Illugi fylgdi upplýsingum úr skattskýrslu sinni úr hlaði með orðunum: „Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref að birta upplýsingar úr skattframtali okkar Brynhildar vegna ársins 2012 og ársins 2013.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og telja vinir Illuga og stuðningsmenn um rótarlegar og viðbjóðslegar árásir af hálfu Stundarinnar að ræða, hvar ráðist er inn á einkalíf ráðherrans.Fjallað um A en Illugi svarar með BIngi Freyr Vilhjálmsson hefur einkum fjallað um málið af hálfu Stundarinnar. Hann klórar sér í kollinum vegna þessa útspils ráðherrans. „Frétt Stundarinnar fjallaði um OG Capital og greiðslur til þess félags árið 2012 en ekki greiðslur beint til Illuga. Í frétt Stundarinnar kemur fram að greiðslan frá Orku Energy til OG Capital hafi orðið eftir inni í félaginu og ekki verið greidd út úr því sem laun. Þessari frétt svarar Illugi með því að tala um launagreiðslur til sín á árinu 2012 jafnvel þó að ekki sé fjallað um launagreiðslur út úr OG Capital til lluga árið 2012 í fréttinni. Ég fjalla um B í frétt og Illugi svarar fréttinni með því tala bara um A en ekki B. Illugi hafnar með öðrum orðum ekki frétt Stundarinnar í færslu sinni heldur kýs hann þess í stað að tala ekki um hana efnislega heldur eitthvað annað,“ segir Ingi Freyr – en honum blaðamanninum, finnst beinlínis sérkennilegt að vera kominn í þá stöðu að tjá sig um sig efnislega um það.Hér má sjá umrædda frétt Stundarinnar.Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref...Posted by Illugi Gunnarsson on 14. október 2015Hið furðulegasta málAnnar blaðamaður Stundarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, sem helst er þekktur fyrir að hafa fjallað ítarlega um „Lekamálið“ sem að lokum varð til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði sig frá ráðherradómi, furðar sig einnig á þessu útspili og skrifar á Facebook: „Frétt Stundarinnar fjallaði um greiðslur Orku Energy til OG Capital, fyrirtækis Illuga, eftir að Illugi settist aftur á þing. Hann bregst við fréttaflutningnum með því að birta persónulegt skattframtal sitt og konunnar sinnar en staðfestir hvorki fréttina né hafnar henni. Þetta er allt hið furðulegasta mál.“Fólskulegar árásir á IllugaVinir Illuga á Facebook velkjast hins vegar hvergi í vafa um hvernig beri að skilja ráðherra. Þeir telja hann mega sæta ofsóknum af hálfu Stundarinnar. Svo vitnað sé í nokkrar athugasemdir af handahófi: „Það er ekki „Stundarfriður“ fyrir þessum kjánum.“ Elliði Vignisson er einn margra sem telja birtingu ráðherra á hluta skattaskýrslu sinnar vera svívirðilega innrás Stundarinnar í einkalíf Illuga.„Dapurlegt að þetta skuli vera komið á þetta plan.“ Og: „Það á ekki að elta ólar við slefberana lengur. Láttu þá slefa og slefa, þangað til þeir kafna í eigin slefi.“ „Láttu þessa andskota finna fyrir því Illugi.“ og einn segir: „Óþolandi ósvífni í fólki,það á ekki að ráðast inn á einkalíf fólks.“ Og ein skrifar í athugasemd: „Guð minn almáttugur, hvað rótarskrif eru orðin Ljót. Það þarf að stoppa Ærumeiðandi, skrif!“ Athugasemdir sem þessar hrannast inn á vegg Illuga og á sinni Facebooksíðu skrifar bæjarstjórinn í Eyjum, Elliði Vignisson um þetta sama mál: „Jæja, hvað næst? Upplýsingar um notkun lyfseðilskyldra lyfja? Ítarlegt niðurbrot á því áfengi sem ráðherrann hefur drukkið? Afrit af öllum þeim gögnum sem til eru um ráðherrann á öryggismyndavélum verslana?“Jæja, hvað næst? Upplýsingar um notkun lyfseðilskyldra lyfja? Ítarlegt niðurbrot á því áfengi sem ráðherrann hefur drukkið? Afrit af öllum þeim gögnum sem til eru um ráðherrann á öryggismyndavélum verslana?Posted by Elliði Vignisson on 14. október 2015 Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Grípa til varna fyrir Illuga „Öll þessi umræða er á lágu plani og ömurleg á allan hátt.“ 13. október 2015 13:34 Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu Þorbjörn Þórðarson, frétttamaður Stöðvar 2, spyr ráðherrann spjörunum úr í beinni útsendingu klukkan 18:30. 9. október 2015 17:31 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra birti óvænt í gærkvöldi upp úr skattskýrslu sinni og konu sinnar, þá í tengslum við mál sem mjög hefur verið á döfinni og varðar launagreiðslur hans frá Orku Energy og hugsanlegt vanhæfi hans vegna tengsla við fyrirtækið.Vísir greindi frá málinu þá þegar. Illugi fylgdi upplýsingum úr skattskýrslu sinni úr hlaði með orðunum: „Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref að birta upplýsingar úr skattframtali okkar Brynhildar vegna ársins 2012 og ársins 2013.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og telja vinir Illuga og stuðningsmenn um rótarlegar og viðbjóðslegar árásir af hálfu Stundarinnar að ræða, hvar ráðist er inn á einkalíf ráðherrans.Fjallað um A en Illugi svarar með BIngi Freyr Vilhjálmsson hefur einkum fjallað um málið af hálfu Stundarinnar. Hann klórar sér í kollinum vegna þessa útspils ráðherrans. „Frétt Stundarinnar fjallaði um OG Capital og greiðslur til þess félags árið 2012 en ekki greiðslur beint til Illuga. Í frétt Stundarinnar kemur fram að greiðslan frá Orku Energy til OG Capital hafi orðið eftir inni í félaginu og ekki verið greidd út úr því sem laun. Þessari frétt svarar Illugi með því að tala um launagreiðslur til sín á árinu 2012 jafnvel þó að ekki sé fjallað um launagreiðslur út úr OG Capital til lluga árið 2012 í fréttinni. Ég fjalla um B í frétt og Illugi svarar fréttinni með því tala bara um A en ekki B. Illugi hafnar með öðrum orðum ekki frétt Stundarinnar í færslu sinni heldur kýs hann þess í stað að tala ekki um hana efnislega heldur eitthvað annað,“ segir Ingi Freyr – en honum blaðamanninum, finnst beinlínis sérkennilegt að vera kominn í þá stöðu að tjá sig um sig efnislega um það.Hér má sjá umrædda frétt Stundarinnar.Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref...Posted by Illugi Gunnarsson on 14. október 2015Hið furðulegasta málAnnar blaðamaður Stundarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, sem helst er þekktur fyrir að hafa fjallað ítarlega um „Lekamálið“ sem að lokum varð til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði sig frá ráðherradómi, furðar sig einnig á þessu útspili og skrifar á Facebook: „Frétt Stundarinnar fjallaði um greiðslur Orku Energy til OG Capital, fyrirtækis Illuga, eftir að Illugi settist aftur á þing. Hann bregst við fréttaflutningnum með því að birta persónulegt skattframtal sitt og konunnar sinnar en staðfestir hvorki fréttina né hafnar henni. Þetta er allt hið furðulegasta mál.“Fólskulegar árásir á IllugaVinir Illuga á Facebook velkjast hins vegar hvergi í vafa um hvernig beri að skilja ráðherra. Þeir telja hann mega sæta ofsóknum af hálfu Stundarinnar. Svo vitnað sé í nokkrar athugasemdir af handahófi: „Það er ekki „Stundarfriður“ fyrir þessum kjánum.“ Elliði Vignisson er einn margra sem telja birtingu ráðherra á hluta skattaskýrslu sinnar vera svívirðilega innrás Stundarinnar í einkalíf Illuga.„Dapurlegt að þetta skuli vera komið á þetta plan.“ Og: „Það á ekki að elta ólar við slefberana lengur. Láttu þá slefa og slefa, þangað til þeir kafna í eigin slefi.“ „Láttu þessa andskota finna fyrir því Illugi.“ og einn segir: „Óþolandi ósvífni í fólki,það á ekki að ráðast inn á einkalíf fólks.“ Og ein skrifar í athugasemd: „Guð minn almáttugur, hvað rótarskrif eru orðin Ljót. Það þarf að stoppa Ærumeiðandi, skrif!“ Athugasemdir sem þessar hrannast inn á vegg Illuga og á sinni Facebooksíðu skrifar bæjarstjórinn í Eyjum, Elliði Vignisson um þetta sama mál: „Jæja, hvað næst? Upplýsingar um notkun lyfseðilskyldra lyfja? Ítarlegt niðurbrot á því áfengi sem ráðherrann hefur drukkið? Afrit af öllum þeim gögnum sem til eru um ráðherrann á öryggismyndavélum verslana?“Jæja, hvað næst? Upplýsingar um notkun lyfseðilskyldra lyfja? Ítarlegt niðurbrot á því áfengi sem ráðherrann hefur drukkið? Afrit af öllum þeim gögnum sem til eru um ráðherrann á öryggismyndavélum verslana?Posted by Elliði Vignisson on 14. október 2015
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Grípa til varna fyrir Illuga „Öll þessi umræða er á lágu plani og ömurleg á allan hátt.“ 13. október 2015 13:34 Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu Þorbjörn Þórðarson, frétttamaður Stöðvar 2, spyr ráðherrann spjörunum úr í beinni útsendingu klukkan 18:30. 9. október 2015 17:31 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Grípa til varna fyrir Illuga „Öll þessi umræða er á lágu plani og ömurleg á allan hátt.“ 13. október 2015 13:34
Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu Þorbjörn Þórðarson, frétttamaður Stöðvar 2, spyr ráðherrann spjörunum úr í beinni útsendingu klukkan 18:30. 9. október 2015 17:31
Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44
Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50
Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00