Yfirlýsing frá Gróttu: Bann vegna augljósra mistaka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2015 16:53 Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu. Vísir/Stefán Arnar Þorkelsson, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að Gunnar Andrésson, þjálfari karlaliðs Gróttu í Olísdeild karla, hafi verið dæmdur í leikbann vegna „augljósra mistaka“. Gunnar var dæmdur í bann vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik sinna manna gegn Aftureldingu á laugardag, líkt og kom fram í úrskurði aganefndar sem birtist á heimasíðu HSÍ. Var Gunnar dæmdur í eins leiks bann. Í yfirlýsingunni segir að samskipti Gunnars við dómara leiksins hafi verið takmörkuð, líkt og sjá má á myndbandsupptökum. Þau hafi á engan hátt verðskuldað rautt spjald eða talist sem óíþróttamannsleg framkoma. Enn fremur segir að dómarar hafi hvorki staðfest eftir leik né í agaskýrslu sinni til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til að verðskulda rautt spjald. Gróttumann harma ákvörðun aganefndar HSÍ og segja að um mistök hafi verið að ræða sem hefði mátt leiðrétta í agaskýrslu. Engu að síður muni Gunnar una úrskurðinum og málinu teljist lokið af hálfu Gróttu.Yfirlýsingin í heild sinni: „Handknattleiksdeild Gróttu vill koma eftirfarandi á framfæri vegna leikbanns sem að Gunnar Andrésson, þjálfari mfl.kk hjá félaginu var dæmdur í af aganefnd HSÍ í gær. Í viðtölum að loknum leik Gróttu og Afturelding sl. laugardag þar sem Gunnar Andrésson fékk rautt spjald tók Gunnar þá meðvituðu ákvörðun að tjá sig ekki um þau orð sem að féllu á varamannabekk Gróttu þar sem hann taldi augljóst að dómarar leiksins hefðu gert mistök í hita leiksins. Augljóst er að sjá á myndbandi af atvikunu að samskipti Gunnars og dómara leiksins voru mjög takmörkuð og verðskulduðu á engan hátt rautt spjald eða féllu undir skilgreiningu um óþróttamannslega framkomu. Viðbrögð eftirlitsdómara staðfesta það jafnframt. Dómarar leiksins gátu hvorki eftir leik né í agaskýrslu til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til þess að verðskulda rautt spjald. Eins og Gunnar Andrésson tók fram í viðtali við RÚV að leik loknum voru dómarar leiksins án efa að gera sitt besta. Að því sögðu þá harmar handknattleiksdeild Gróttu að Gunnar Andrésson hafi verið dæmdur í leikbann vegna augljósra mistaka sem hefði verið hægt að leiðrétta í agaskýrslu að leik loknum. Gunnar Andrésson mun taka út sitt leikbann í kvöld gegn FH og þar með telst þessu máli lokið. f.h. handknattleiksdeildar Gróttu Arnar Þorkelsson, formaður“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 31-30 | Frábær lokakafli tryggði sigur Seltirninga Grótta vann þriðja leik sinn í röð með naumum sigri á Aftureldingu í Olís-deild karla í dag eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks. 24. október 2015 18:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Arnar Þorkelsson, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að Gunnar Andrésson, þjálfari karlaliðs Gróttu í Olísdeild karla, hafi verið dæmdur í leikbann vegna „augljósra mistaka“. Gunnar var dæmdur í bann vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik sinna manna gegn Aftureldingu á laugardag, líkt og kom fram í úrskurði aganefndar sem birtist á heimasíðu HSÍ. Var Gunnar dæmdur í eins leiks bann. Í yfirlýsingunni segir að samskipti Gunnars við dómara leiksins hafi verið takmörkuð, líkt og sjá má á myndbandsupptökum. Þau hafi á engan hátt verðskuldað rautt spjald eða talist sem óíþróttamannsleg framkoma. Enn fremur segir að dómarar hafi hvorki staðfest eftir leik né í agaskýrslu sinni til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til að verðskulda rautt spjald. Gróttumann harma ákvörðun aganefndar HSÍ og segja að um mistök hafi verið að ræða sem hefði mátt leiðrétta í agaskýrslu. Engu að síður muni Gunnar una úrskurðinum og málinu teljist lokið af hálfu Gróttu.Yfirlýsingin í heild sinni: „Handknattleiksdeild Gróttu vill koma eftirfarandi á framfæri vegna leikbanns sem að Gunnar Andrésson, þjálfari mfl.kk hjá félaginu var dæmdur í af aganefnd HSÍ í gær. Í viðtölum að loknum leik Gróttu og Afturelding sl. laugardag þar sem Gunnar Andrésson fékk rautt spjald tók Gunnar þá meðvituðu ákvörðun að tjá sig ekki um þau orð sem að féllu á varamannabekk Gróttu þar sem hann taldi augljóst að dómarar leiksins hefðu gert mistök í hita leiksins. Augljóst er að sjá á myndbandi af atvikunu að samskipti Gunnars og dómara leiksins voru mjög takmörkuð og verðskulduðu á engan hátt rautt spjald eða féllu undir skilgreiningu um óþróttamannslega framkomu. Viðbrögð eftirlitsdómara staðfesta það jafnframt. Dómarar leiksins gátu hvorki eftir leik né í agaskýrslu til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til þess að verðskulda rautt spjald. Eins og Gunnar Andrésson tók fram í viðtali við RÚV að leik loknum voru dómarar leiksins án efa að gera sitt besta. Að því sögðu þá harmar handknattleiksdeild Gróttu að Gunnar Andrésson hafi verið dæmdur í leikbann vegna augljósra mistaka sem hefði verið hægt að leiðrétta í agaskýrslu að leik loknum. Gunnar Andrésson mun taka út sitt leikbann í kvöld gegn FH og þar með telst þessu máli lokið. f.h. handknattleiksdeildar Gróttu Arnar Þorkelsson, formaður“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 31-30 | Frábær lokakafli tryggði sigur Seltirninga Grótta vann þriðja leik sinn í röð með naumum sigri á Aftureldingu í Olís-deild karla í dag eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks. 24. október 2015 18:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 31-30 | Frábær lokakafli tryggði sigur Seltirninga Grótta vann þriðja leik sinn í röð með naumum sigri á Aftureldingu í Olís-deild karla í dag eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks. 24. október 2015 18:45