Brjálað að gera hjá sýslumanni: Opnunartími styttur og unnið myrkrana á milli sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. október 2015 13:00 Tæplega 900 þinglýsingarskjöl komu á borð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í gær. Opnunartími hefur verið styttur tímabundið. vísir/vilhelm Unnið er að því að koma öll í samt horf nú að loknu verkfalli félagsmanna SFR og Sjúkraliðafélags Íslands. Þrefalt fleiri mál eru á borði sýslumanns en á sama tíma í fyrra og var því afráðið að stytta opnunartíma um nokkrar klukkustundir. Þá eru deildir Landspítalans yfirfullar og unnið er að því að vinna niður biðlistana. SFR stéttarfélag, sjúkraliðar og lögreglumenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning við ríkið aðfaranótt þriðjudags, eftir tveggja vikna samfellda samningalotu í skugga verkfalla. Með því var komist hjá allsherjarverkfalli sem hefjast átti á miðnætti í gær.Þrefalt fleiri þinglýsingar Lokað var hjá embætti sýslumanns frá 15. október vegna verkfallsins. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið hafa verið vel undirbúið, en að stytta þurfi opnunartíma svo hægt verði að vinna úr öllum erindum. Þá hafi starfsfólk unnið myrkanna á milli svo málin komist í eðlilegan farveg. „Ef við tökum þinglýsingarnar þá eru skjöl sem bárust í gær 895 talsins. Það var bara opið til tólf á hádegi. Þetta er náttúrulega gríðarlegur fjöldi, við fáum að meðaltali 250-300 skjöl á dag þannig að þetta er meira en þrefaldur skammtur," segir Þórólfur.Vegabréfaafgreiðsla yfirfull Hann segir að mikið hafi verið að gera í vegabréfaafgreiðslunni, en það megi meðal annars rekja til nýrra reglna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sem kveða á um að framlengd vegabréf falli úr gildi eftir tæpan mánuð. „Það voru 346 umsóknir á landinu öllu um ný vegabréf í gær. Þá er fólk að mæta og láta taka myndir af sér og allt sem því tilheyrir. Ég gæti trúað það hafi verið svona 250-300 á höfuðborgarsvæðinu." Þórólfur segir að vel gangi að vinna listana niður og vonast til að opnunartími haldist óbreyttur á morgun. „Vonandi tekst að koma þessu á réttan kjöl á örfáum dögum," segir hann.Einungis brýnum aðgerðum sinnt Þá var hundrað og tuttugu skurðaðgerðum frestað á Landspítalanum fyrstu tíu daga verkfallsins. Einungis bráðum og brýnum aðgerðum var sinnt og eru biðlistar allt að helmingi lengri en á sama tíma í fyrra. Tæplega fjórtán hundruða manns hafa nú beðið lengur en í þrjá mánuði eftir skurðaðgerð á augasteini. Unnið er að því að biðlistana þá niður. Deildir spítalans voru yfirfullar fyrir verkfall en í skýrslu Landspítalans segir að ekki sé hægt að sjá afgerandi fækkun á fjölda inniliggjandi sjúklinga. Verkfall 2016 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Unnið er að því að koma öll í samt horf nú að loknu verkfalli félagsmanna SFR og Sjúkraliðafélags Íslands. Þrefalt fleiri mál eru á borði sýslumanns en á sama tíma í fyrra og var því afráðið að stytta opnunartíma um nokkrar klukkustundir. Þá eru deildir Landspítalans yfirfullar og unnið er að því að vinna niður biðlistana. SFR stéttarfélag, sjúkraliðar og lögreglumenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning við ríkið aðfaranótt þriðjudags, eftir tveggja vikna samfellda samningalotu í skugga verkfalla. Með því var komist hjá allsherjarverkfalli sem hefjast átti á miðnætti í gær.Þrefalt fleiri þinglýsingar Lokað var hjá embætti sýslumanns frá 15. október vegna verkfallsins. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið hafa verið vel undirbúið, en að stytta þurfi opnunartíma svo hægt verði að vinna úr öllum erindum. Þá hafi starfsfólk unnið myrkanna á milli svo málin komist í eðlilegan farveg. „Ef við tökum þinglýsingarnar þá eru skjöl sem bárust í gær 895 talsins. Það var bara opið til tólf á hádegi. Þetta er náttúrulega gríðarlegur fjöldi, við fáum að meðaltali 250-300 skjöl á dag þannig að þetta er meira en þrefaldur skammtur," segir Þórólfur.Vegabréfaafgreiðsla yfirfull Hann segir að mikið hafi verið að gera í vegabréfaafgreiðslunni, en það megi meðal annars rekja til nýrra reglna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sem kveða á um að framlengd vegabréf falli úr gildi eftir tæpan mánuð. „Það voru 346 umsóknir á landinu öllu um ný vegabréf í gær. Þá er fólk að mæta og láta taka myndir af sér og allt sem því tilheyrir. Ég gæti trúað það hafi verið svona 250-300 á höfuðborgarsvæðinu." Þórólfur segir að vel gangi að vinna listana niður og vonast til að opnunartími haldist óbreyttur á morgun. „Vonandi tekst að koma þessu á réttan kjöl á örfáum dögum," segir hann.Einungis brýnum aðgerðum sinnt Þá var hundrað og tuttugu skurðaðgerðum frestað á Landspítalanum fyrstu tíu daga verkfallsins. Einungis bráðum og brýnum aðgerðum var sinnt og eru biðlistar allt að helmingi lengri en á sama tíma í fyrra. Tæplega fjórtán hundruða manns hafa nú beðið lengur en í þrjá mánuði eftir skurðaðgerð á augasteini. Unnið er að því að biðlistana þá niður. Deildir spítalans voru yfirfullar fyrir verkfall en í skýrslu Landspítalans segir að ekki sé hægt að sjá afgerandi fækkun á fjölda inniliggjandi sjúklinga.
Verkfall 2016 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira