Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 29-28 | ÍR tapaði sjöunda leiknum í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. október 2015 10:01 Pétur Júníusson fór mikinn í kvöld. vísir/stefán Afturelding lagði ÍR 29-28 í 11. umferð Olís deildar karla í handbolta á heimavelli í kvöld. ÍR var 16-13 yfir í hálfleik. ÍR var betri aðilinn lengst af í leiknum en fór hreinlega á taugum á ögurstundu í kvöld og fyrir vikið hefur liðið nú tapað sjö leikjum í röð í deildinni. Afturelding kom særð til leiks. Fjóra lykilmenn vantar í liðið vegna meiðsla og var varnarleikur liðsins hvorki fugl né fiskur fyrstu 55 mínútur leiksins eða svo. ÍR-inga hefur skort sjálfstraust í sóknarleiknum í síðustu leikjum en liðið fann sig vel og var sýnilegt hvernig sjálfstraustið jókst er leið á leikinn. ÍR var yfir allan leikinn og var fimm mörkum yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Þá bætti Afturelding í vörnina en enn munaði þó þremur mörkum þegar fjórar mínútur voru eftir. Sigurður Óli Rúnarsson lék reka sig af leikvelli og ÍR-ingar tóku undarlegar ákvarðanir í sókninni sem varð til þess að Afturelding skoraði þrjú mörk í röð á meðan Sigurður tók út sína refsingu og vakti áhorfendur sem hjálpuðu liðinu mikið á lokasprettinum. ÍR hafði ekki taugar í jafnan leik, tapaði boltanum og Birkir Benediktsson skoraði sigurmarkið. Það var þó Pálmar Pétursson sem tryggði sigurinn því ÍR fékk dauðafæri til að jafna metin en Pálmar varði skot Ingvars Birgissonar. ÍR réð ekkert við Pétur Júníusson á línunni hjá Aftureldingu en hann og Birkir drógu vagninn sóknarlega. Pálmar stóð sig mjög vel í markinu í seinni hálfleik. ÍR-ingar litu mjög vel út lengst af leik en liðið hrundi algjörlega undir lokin og ljóst að erfitt verkefni er framundan hjá þjálfurum félagsins til að hleypa trú í leikmenn. Liðin fá nú loksins frí til að vinna í sínum málum eftir ærlega törn frá því mótið hófst nú þegar landsleikjafrí er framundan. Afturelding er með 12 stig um miðbik deildarinnar en ÍR er komið í bullandi fallbaráttu með 8 stigin sem liðið náði í fjórum fyrstu leikjum tímabilsins. Pálmar: Vörnin var eins og poki fullur af rassgötumPálmar Pétursson.VísirPálmar Pétursson átti góða innkomu í mark Aftureldingar í seinni hálfleik og hélt liði sínu inni í leiknum framan af seinni hálfleik auk þess sem hann varði mikilvæg skot seint í leiknum. „Dabba (Davíð Svanssyni) var vorkunn að standa í markinu í fyrri hálfleik. Vörnin var eins og poki fullur af rassgötum. Mér fannst vörnin léleg í 55 mínútur,“ sagði Pálmar. „Það er ekki fyrr en í lokin að vörnin fer í gang. Ég byrjaði ágætlega en datt svo niður. Þetta voru gæði umfram magn fannst mér hjá mér í seinni hálfleik.“ Pálmar réði úrslitum í leiknum með því að verja dauðafæri þegar 10 sekúndur voru eftir en Afturelding hélt boltanum það sem eftir lifði leiks. „Sigurinn var ekki fallegur en mér er nokk sama um það. Ég vil bara tvö stig og er nokkuð sama hvernig það er gert. „Okkar einkenni er barátta, leikgleði og hnefinn í borðið. Menn detta út og menn koma inn en þú breytir þessu ekki. Það er sama hver er í liðinu. Við erum ein heild og tæklum þetta þannig,“ sagði Pálmar en Afturelding saknaði fjögurra lykilmanna í leiknum sem kom niður á leik liðsins fyrir utan loka mínúturnar sem réðu úrslitum. ÍR-ingar fóru á taugum í lokin en Pálmar vildi sem minnst spá í liði andstæðinganna. „Ég hreinlega veit það ekki. Mér fannst við bara fara loksins að spila eins og menn. Þeir áttu rosalega auðvelt með að leysa vörnina okkar í 55 mínútur. Svo þegar við náum að þétta þetta þá small þetta. „Ég treysti mér ekki að spá í ÍR-ingana. Þetta er brekka hjá þeim en þeir eru með flotta leikmenn og þetta er hörku deild. Eitt tap til eða frá og þú rokkar upp eða niður töfluna,“ sagði Pálmar. Einar: Við koðnum undan álaginuVísir/StefánÍR tapaði í kvöld sjöunda leiknum sínum í röð og lá því beinast við að spyrja Einar Hólmgeirsson annan þjálfara ÍR hvort liðið hafi farið á taugum undir lok leiksins í kvöld. „Ábyggilega. Mér sýndist það þarna í lokin. Við vorum einum færri í fjórar mínútur en við áttum að vera búnir að klára leikinn þá,“ sagði Einar eftir að hafa rætt fyrst við leikmenn sína í dágóðan tíma inni í klefa. „Bjarni fer með dauðafæri, það vendipunkturinn. Hann vildi klára þetta en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Ég treysti Bjarna til að klára svona færi og í kjölfarið fáum við tvisvar tvær mínútur. Það eru dómar þarna sem ég skil ekki,“ sagði Einar mjög vonsvikinn. „Við koðnum undan álaginu. Spilum út úr kerfunum og skjótum allt of snemma úr engum færum þó höndin sé ekki komin upp. „Þetta var alveg eins á móti Gróttu. Áhorfendur æsa okkur upp í einhver skot þegar höndin er ekki nálægt því að vera komin upp, í engu kerfi. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við þurfum að halda okkur við leikskipulagið. Annars fer eins og í kvöld,“ sagði Einar. Lengi framan af og nánast allan leikinn leit ÍR mjög vel út. Liðið skoraði góð mörk og það var eins og liðið væri að öðlast sjálfstraust á ný. „Við erum ekki fjölmennir. Okkar besti varnarmaður er dottinn út. Við eigum Jón Heiðar Gunnarsson (sem sat á bekknum í kvöld) og Daníel Berg Grétarsson inni. Við erum með einn 16 ára strák og annan 17 ára á bekknum sem eru að safna reynslu og eru ekki alveg klárir. „Síðustu tvær æfingar voru mjög góðar. Það var kraftur í mönnum og snerpa. Það skilaði sér inni í fyrri hálfleik sem var frábær. Síðan fjarar undan þessu. „Þeir voru klókir. Keyrðu á okkur í seinni hálfleik. Ég var að hugsa um að skipta á tveimur í vörn og sókn en þeir keyrðu á okkur. Ég treysti því ekki og eftir á að hyggja voru það kannski mistök hjá mér. „Þetta gerðist allt mjög hratt en við eigum að klára þetta með þessa reynslu sem er í hópnum þó við séum með ungt lið,“ sagði Einar. ÍR fékk dauðafæri til að jafna í lokin og miklu hefði munað fyrir liðið að fá stig í stað þess að rætt sé um að liðið hafi tapað sjö leikjum í röð. „Jafntefli hefði auðvitað verið aðeins betra. Við höfum ekki verið að moka þessum stigum inn. Við erum að gefa hjarta og sál í þetta og það var mikil framför á liðinu í kvöld.“ Nú tekur við landsleikja frí og segir Einar fríið vera kærkomið til að vinna í liðinu. „Það er bull hvernig þetta er spilað. Þetta er áhugamanna deild. Það eru allir í vinnu eða í skóla. Það eru tveir til þrír leikir í hverri viku. Þetta gengur ekki upp. „Gæðin minnka og minnka og menn meiðast. Liðin mega ekki við þessu. Það yrði kvartað undan þessu í Þýskalandi þar sem menn fá milljónir borgaðar. „Ég veit ekki hvar þetta liggur. Þjálfarar máttu setja út á þetta plan fyrir tímabil og gerðu það ekki. Það er erfitt að koma 27 leikjum fyrir. Ég veit ekki með tvær umferðir því það er leiðinlegt að fækka leikjum en kannski þarf að fækka leikjum til að auka gæðin,“ sagði Einar. Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Afturelding lagði ÍR 29-28 í 11. umferð Olís deildar karla í handbolta á heimavelli í kvöld. ÍR var 16-13 yfir í hálfleik. ÍR var betri aðilinn lengst af í leiknum en fór hreinlega á taugum á ögurstundu í kvöld og fyrir vikið hefur liðið nú tapað sjö leikjum í röð í deildinni. Afturelding kom særð til leiks. Fjóra lykilmenn vantar í liðið vegna meiðsla og var varnarleikur liðsins hvorki fugl né fiskur fyrstu 55 mínútur leiksins eða svo. ÍR-inga hefur skort sjálfstraust í sóknarleiknum í síðustu leikjum en liðið fann sig vel og var sýnilegt hvernig sjálfstraustið jókst er leið á leikinn. ÍR var yfir allan leikinn og var fimm mörkum yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Þá bætti Afturelding í vörnina en enn munaði þó þremur mörkum þegar fjórar mínútur voru eftir. Sigurður Óli Rúnarsson lék reka sig af leikvelli og ÍR-ingar tóku undarlegar ákvarðanir í sókninni sem varð til þess að Afturelding skoraði þrjú mörk í röð á meðan Sigurður tók út sína refsingu og vakti áhorfendur sem hjálpuðu liðinu mikið á lokasprettinum. ÍR hafði ekki taugar í jafnan leik, tapaði boltanum og Birkir Benediktsson skoraði sigurmarkið. Það var þó Pálmar Pétursson sem tryggði sigurinn því ÍR fékk dauðafæri til að jafna metin en Pálmar varði skot Ingvars Birgissonar. ÍR réð ekkert við Pétur Júníusson á línunni hjá Aftureldingu en hann og Birkir drógu vagninn sóknarlega. Pálmar stóð sig mjög vel í markinu í seinni hálfleik. ÍR-ingar litu mjög vel út lengst af leik en liðið hrundi algjörlega undir lokin og ljóst að erfitt verkefni er framundan hjá þjálfurum félagsins til að hleypa trú í leikmenn. Liðin fá nú loksins frí til að vinna í sínum málum eftir ærlega törn frá því mótið hófst nú þegar landsleikjafrí er framundan. Afturelding er með 12 stig um miðbik deildarinnar en ÍR er komið í bullandi fallbaráttu með 8 stigin sem liðið náði í fjórum fyrstu leikjum tímabilsins. Pálmar: Vörnin var eins og poki fullur af rassgötumPálmar Pétursson.VísirPálmar Pétursson átti góða innkomu í mark Aftureldingar í seinni hálfleik og hélt liði sínu inni í leiknum framan af seinni hálfleik auk þess sem hann varði mikilvæg skot seint í leiknum. „Dabba (Davíð Svanssyni) var vorkunn að standa í markinu í fyrri hálfleik. Vörnin var eins og poki fullur af rassgötum. Mér fannst vörnin léleg í 55 mínútur,“ sagði Pálmar. „Það er ekki fyrr en í lokin að vörnin fer í gang. Ég byrjaði ágætlega en datt svo niður. Þetta voru gæði umfram magn fannst mér hjá mér í seinni hálfleik.“ Pálmar réði úrslitum í leiknum með því að verja dauðafæri þegar 10 sekúndur voru eftir en Afturelding hélt boltanum það sem eftir lifði leiks. „Sigurinn var ekki fallegur en mér er nokk sama um það. Ég vil bara tvö stig og er nokkuð sama hvernig það er gert. „Okkar einkenni er barátta, leikgleði og hnefinn í borðið. Menn detta út og menn koma inn en þú breytir þessu ekki. Það er sama hver er í liðinu. Við erum ein heild og tæklum þetta þannig,“ sagði Pálmar en Afturelding saknaði fjögurra lykilmanna í leiknum sem kom niður á leik liðsins fyrir utan loka mínúturnar sem réðu úrslitum. ÍR-ingar fóru á taugum í lokin en Pálmar vildi sem minnst spá í liði andstæðinganna. „Ég hreinlega veit það ekki. Mér fannst við bara fara loksins að spila eins og menn. Þeir áttu rosalega auðvelt með að leysa vörnina okkar í 55 mínútur. Svo þegar við náum að þétta þetta þá small þetta. „Ég treysti mér ekki að spá í ÍR-ingana. Þetta er brekka hjá þeim en þeir eru með flotta leikmenn og þetta er hörku deild. Eitt tap til eða frá og þú rokkar upp eða niður töfluna,“ sagði Pálmar. Einar: Við koðnum undan álaginuVísir/StefánÍR tapaði í kvöld sjöunda leiknum sínum í röð og lá því beinast við að spyrja Einar Hólmgeirsson annan þjálfara ÍR hvort liðið hafi farið á taugum undir lok leiksins í kvöld. „Ábyggilega. Mér sýndist það þarna í lokin. Við vorum einum færri í fjórar mínútur en við áttum að vera búnir að klára leikinn þá,“ sagði Einar eftir að hafa rætt fyrst við leikmenn sína í dágóðan tíma inni í klefa. „Bjarni fer með dauðafæri, það vendipunkturinn. Hann vildi klára þetta en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Ég treysti Bjarna til að klára svona færi og í kjölfarið fáum við tvisvar tvær mínútur. Það eru dómar þarna sem ég skil ekki,“ sagði Einar mjög vonsvikinn. „Við koðnum undan álaginu. Spilum út úr kerfunum og skjótum allt of snemma úr engum færum þó höndin sé ekki komin upp. „Þetta var alveg eins á móti Gróttu. Áhorfendur æsa okkur upp í einhver skot þegar höndin er ekki nálægt því að vera komin upp, í engu kerfi. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við þurfum að halda okkur við leikskipulagið. Annars fer eins og í kvöld,“ sagði Einar. Lengi framan af og nánast allan leikinn leit ÍR mjög vel út. Liðið skoraði góð mörk og það var eins og liðið væri að öðlast sjálfstraust á ný. „Við erum ekki fjölmennir. Okkar besti varnarmaður er dottinn út. Við eigum Jón Heiðar Gunnarsson (sem sat á bekknum í kvöld) og Daníel Berg Grétarsson inni. Við erum með einn 16 ára strák og annan 17 ára á bekknum sem eru að safna reynslu og eru ekki alveg klárir. „Síðustu tvær æfingar voru mjög góðar. Það var kraftur í mönnum og snerpa. Það skilaði sér inni í fyrri hálfleik sem var frábær. Síðan fjarar undan þessu. „Þeir voru klókir. Keyrðu á okkur í seinni hálfleik. Ég var að hugsa um að skipta á tveimur í vörn og sókn en þeir keyrðu á okkur. Ég treysti því ekki og eftir á að hyggja voru það kannski mistök hjá mér. „Þetta gerðist allt mjög hratt en við eigum að klára þetta með þessa reynslu sem er í hópnum þó við séum með ungt lið,“ sagði Einar. ÍR fékk dauðafæri til að jafna í lokin og miklu hefði munað fyrir liðið að fá stig í stað þess að rætt sé um að liðið hafi tapað sjö leikjum í röð. „Jafntefli hefði auðvitað verið aðeins betra. Við höfum ekki verið að moka þessum stigum inn. Við erum að gefa hjarta og sál í þetta og það var mikil framför á liðinu í kvöld.“ Nú tekur við landsleikja frí og segir Einar fríið vera kærkomið til að vinna í liðinu. „Það er bull hvernig þetta er spilað. Þetta er áhugamanna deild. Það eru allir í vinnu eða í skóla. Það eru tveir til þrír leikir í hverri viku. Þetta gengur ekki upp. „Gæðin minnka og minnka og menn meiðast. Liðin mega ekki við þessu. Það yrði kvartað undan þessu í Þýskalandi þar sem menn fá milljónir borgaðar. „Ég veit ekki hvar þetta liggur. Þjálfarar máttu setja út á þetta plan fyrir tímabil og gerðu það ekki. Það er erfitt að koma 27 leikjum fyrir. Ég veit ekki með tvær umferðir því það er leiðinlegt að fækka leikjum en kannski þarf að fækka leikjum til að auka gæðin,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira