Ísland í dag: „Beauty is pain“ Bjarki Ármannsson skrifar 26. október 2015 21:12 Ísland í dag kannaði í þætti kvöldsins svokölluð „Waist Trainer“ lífstykki, sem njóta nokkurra vinsælda meðal ungra kvenna um þessar mundir, meðal annars á Íslandi. Lífstykkin herða verulega að og eru ekki með öllu hættulaus, í það minnsta ekki ef þau eru notuð of mikið. Þrátt fyrir það mæla fegurðardrottningar á borð við hina bandarísku Kim Kardashian óspart með græjunni. Lína Birgitta Sigurðardóttir bloggari segist fyrst og fremst nota lífstykkið í líkamsræktinni, þar sem það styður við bakið í æfingum á borð við hnébeygjur. „Plús það að líkamsstaðan verður mun fallegri af því að þú getur ekki verið hokin, eins og maður er svo oft,“ segir Lína. Hún segir allt gott í hófi og mælir með því að nota lífstykkin en ekki allan sólarhringinn, líkt og sumir geri. „Væntanlega fokkar þetta aðeins upp í andardrættinum á þér, en svo einhvernvegin venst þetta,“ segir hún. „Eins og einhver sagði, „Beauty is pain.““ Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is, segir lýtalækninn sinn hafa mælt með notkun einhvers konar aðhaldsflíkur eftir að hún fór í svokallaða svuntuaðgerð hjá honum fyrir um tveimur mánuðum. Hún segir föt falla betur að líkamanum þegar hún klæðist stykkinu, þó hún telji það ekki nauðsynlegt. „Ég er ekki í þessu til að minnka mittið,“ segir Gerður. „Ég nota þetta bara sem svona aðhaldsflík. Þetta verkjar ekki og ég er ekki alveg að strekkja þetta utan um mig. Ég hef rými til að anda og hef ennþá matarlyst,“ segir hún og hlær. Í þættinum var einnig rætt við Höllu Fróðadóttur lýtalækni sem segir stykkin ekki breyta mittismálinu til frambúðar. „Þú færð þennan stundaglasvöxt á meðan þú ert í því, þetta er eins og hver annar aðhaldsfatnaður,“ segir Halla. „Ef þú ert með mjög stýft belti, þá getur þrýstingurinn verið það mikill á kviðinn og kviðarholið að þindin getur ekki starfað eins og hún á að gera. Þá nærðu ekki að anda almennilega og ef þú ert með allt of reyrt þá getur hreinlega liðið yfir þig.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Ísland í dag kannaði í þætti kvöldsins svokölluð „Waist Trainer“ lífstykki, sem njóta nokkurra vinsælda meðal ungra kvenna um þessar mundir, meðal annars á Íslandi. Lífstykkin herða verulega að og eru ekki með öllu hættulaus, í það minnsta ekki ef þau eru notuð of mikið. Þrátt fyrir það mæla fegurðardrottningar á borð við hina bandarísku Kim Kardashian óspart með græjunni. Lína Birgitta Sigurðardóttir bloggari segist fyrst og fremst nota lífstykkið í líkamsræktinni, þar sem það styður við bakið í æfingum á borð við hnébeygjur. „Plús það að líkamsstaðan verður mun fallegri af því að þú getur ekki verið hokin, eins og maður er svo oft,“ segir Lína. Hún segir allt gott í hófi og mælir með því að nota lífstykkin en ekki allan sólarhringinn, líkt og sumir geri. „Væntanlega fokkar þetta aðeins upp í andardrættinum á þér, en svo einhvernvegin venst þetta,“ segir hún. „Eins og einhver sagði, „Beauty is pain.““ Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is, segir lýtalækninn sinn hafa mælt með notkun einhvers konar aðhaldsflíkur eftir að hún fór í svokallaða svuntuaðgerð hjá honum fyrir um tveimur mánuðum. Hún segir föt falla betur að líkamanum þegar hún klæðist stykkinu, þó hún telji það ekki nauðsynlegt. „Ég er ekki í þessu til að minnka mittið,“ segir Gerður. „Ég nota þetta bara sem svona aðhaldsflík. Þetta verkjar ekki og ég er ekki alveg að strekkja þetta utan um mig. Ég hef rými til að anda og hef ennþá matarlyst,“ segir hún og hlær. Í þættinum var einnig rætt við Höllu Fróðadóttur lýtalækni sem segir stykkin ekki breyta mittismálinu til frambúðar. „Þú færð þennan stundaglasvöxt á meðan þú ert í því, þetta er eins og hver annar aðhaldsfatnaður,“ segir Halla. „Ef þú ert með mjög stýft belti, þá getur þrýstingurinn verið það mikill á kviðinn og kviðarholið að þindin getur ekki starfað eins og hún á að gera. Þá nærðu ekki að anda almennilega og ef þú ert með allt of reyrt þá getur hreinlega liðið yfir þig.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira