Dropinn holar steininn sigga dögg skrifar 26. október 2015 11:00 Vísir/Getty Það er núna í seinni tíð sem ég finn að hugarfar mitt hefur breyst, sérstaklega þegar kemur að breyttum og bættum lifnaðarháttum. Nú er ég ekki að tala um að fara út að skokka eða detta í ræktina (það hefur enn ekki gerst nein vitundarvakning þar hjá mér, kemur kannski á fimmtugsaldrinum). Ég er að tala um umhverfisvitund, neyslu, mengun og skaðleg efni. Þessi umræða hefur vaxið og fyrir það er ég þakklát því ég finn hversu margt hefur breyst hjá mér sjálfri og það er gott að geta rætt þær hugmyndir við fleiri, en ekki bara verið skrýtin.Bandaríkin, himnaríki óþarfans Spólum tíu ár aftur í tímann. Hin rúmlega tvítuga ég fór að lágmarki í eina góða verslunarferð til fyrirheitna landsins Ameríku á ári hverju og birgði mig upp af ilmkertum og ofursápum frá Bath&Bodyworks og ilmspreyjum frá Victoria's Secret. Ég keypti alls kyns amerískar sukkkræsingar stútfullar af gerviefnum, litarefnum, sykri og örugglega sagi eða krömdum pöddum, eða einhverju álíka fáránlegu. Eins og góðum Íslendingi sæmdi þá tróð ég út innkaupapoka frá H&M og Forever21 og trúði ekki verðmiðanum og magninu sem ég gat fengið fyrir nokkra skitna þúsundkalla. Svo ég tali nú ekki um Kmart og Walmart. Ég þurfti að signa mig þegar ég skrifaði þetta. Það skipti mig engu þótt fötin væru léleg og ég með kaldan svita heilu og hálfu dagana, þetta lúkkaði svo vel, kostaði ekki neitt og ég alltaf í nýrri tískutusku. Allir vinna, ekki satt?Ást vs. neysla Svo hitti ég dreng og við rugluðum saman reytum okkar. Í fyrstu ferðinni okkar til Ameríkunnar minnar rölti ég með stóískri yfirvegun fram hjá ilmandi búðum og þóttist bara aðeins ætla að kíkja. Tíu þúsund krónum og tuttugu sápum seinna kom ég út. Þetta var nefnilega allt á tilboði! Minn maður svitnaði yfir tilhugsuninni um yfirvigtina sem þetta myndi kosta úti á flugvelli fyrir utan hversu fyrirferðarmikið þetta væri. Þegar verslunarbrjálæðið rann af manni þá mundi ég ekki eftir helmingnum af því sem ég hafði keypt. Það skipti svo sem engu máli því þetta kostað allt skít og kanil!Ógeð á neyslumynstrum Svo eltist ég. Ferðirnar breyttust og nú snerust þær minna um að versla og meira um að sjá, skoða og upplifa. Samt læddist alltaf smá með heim í töskunni. Það var svo í eitt skipti sem mér leiddist á salerninu og las aftan á miðann á fína ilmkertinu mínu og fékk sjokk. Hvaða drasl er þetta allt saman? Hvaða drasl er ég að bera á líkama minn, oft á dag, alla daga? Og svo anda ég þessu að mér líka? Því næst fengu krem, sjampó og sprey að fjúka. Gleymdu þessum pakkakökum og tilbúnu sósum í eldhúsinu, hversu flókið er að henda saman þremur hráefnum? Ég fékk gersamlega nóg. Ég gat ekki haldið áfram að láta eins og mín neysla kæmi umhverfinu ekki við eða að það sem ég setti á mig hefði ekki áhrif á líkama minn. Ég fór að grandskoða umhverfi mitt og ég varð reið. Pappamálið utan um kaffibollann, plastpokinn utan um litla vöru, 20 grömm af sykri í sérumbúðum, plasthrærur, plast utan um plast utan um plast og allt í ruslið. Okkar neysla skilur eftir sig spor, bæði í nærumhverfi og því sem er fjær, bæði fyrir þig og aðra, í samtíðinni og í framtíðinni. Nú er tími til að vakna. Heilsa Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Það er núna í seinni tíð sem ég finn að hugarfar mitt hefur breyst, sérstaklega þegar kemur að breyttum og bættum lifnaðarháttum. Nú er ég ekki að tala um að fara út að skokka eða detta í ræktina (það hefur enn ekki gerst nein vitundarvakning þar hjá mér, kemur kannski á fimmtugsaldrinum). Ég er að tala um umhverfisvitund, neyslu, mengun og skaðleg efni. Þessi umræða hefur vaxið og fyrir það er ég þakklát því ég finn hversu margt hefur breyst hjá mér sjálfri og það er gott að geta rætt þær hugmyndir við fleiri, en ekki bara verið skrýtin.Bandaríkin, himnaríki óþarfans Spólum tíu ár aftur í tímann. Hin rúmlega tvítuga ég fór að lágmarki í eina góða verslunarferð til fyrirheitna landsins Ameríku á ári hverju og birgði mig upp af ilmkertum og ofursápum frá Bath&Bodyworks og ilmspreyjum frá Victoria's Secret. Ég keypti alls kyns amerískar sukkkræsingar stútfullar af gerviefnum, litarefnum, sykri og örugglega sagi eða krömdum pöddum, eða einhverju álíka fáránlegu. Eins og góðum Íslendingi sæmdi þá tróð ég út innkaupapoka frá H&M og Forever21 og trúði ekki verðmiðanum og magninu sem ég gat fengið fyrir nokkra skitna þúsundkalla. Svo ég tali nú ekki um Kmart og Walmart. Ég þurfti að signa mig þegar ég skrifaði þetta. Það skipti mig engu þótt fötin væru léleg og ég með kaldan svita heilu og hálfu dagana, þetta lúkkaði svo vel, kostaði ekki neitt og ég alltaf í nýrri tískutusku. Allir vinna, ekki satt?Ást vs. neysla Svo hitti ég dreng og við rugluðum saman reytum okkar. Í fyrstu ferðinni okkar til Ameríkunnar minnar rölti ég með stóískri yfirvegun fram hjá ilmandi búðum og þóttist bara aðeins ætla að kíkja. Tíu þúsund krónum og tuttugu sápum seinna kom ég út. Þetta var nefnilega allt á tilboði! Minn maður svitnaði yfir tilhugsuninni um yfirvigtina sem þetta myndi kosta úti á flugvelli fyrir utan hversu fyrirferðarmikið þetta væri. Þegar verslunarbrjálæðið rann af manni þá mundi ég ekki eftir helmingnum af því sem ég hafði keypt. Það skipti svo sem engu máli því þetta kostað allt skít og kanil!Ógeð á neyslumynstrum Svo eltist ég. Ferðirnar breyttust og nú snerust þær minna um að versla og meira um að sjá, skoða og upplifa. Samt læddist alltaf smá með heim í töskunni. Það var svo í eitt skipti sem mér leiddist á salerninu og las aftan á miðann á fína ilmkertinu mínu og fékk sjokk. Hvaða drasl er þetta allt saman? Hvaða drasl er ég að bera á líkama minn, oft á dag, alla daga? Og svo anda ég þessu að mér líka? Því næst fengu krem, sjampó og sprey að fjúka. Gleymdu þessum pakkakökum og tilbúnu sósum í eldhúsinu, hversu flókið er að henda saman þremur hráefnum? Ég fékk gersamlega nóg. Ég gat ekki haldið áfram að láta eins og mín neysla kæmi umhverfinu ekki við eða að það sem ég setti á mig hefði ekki áhrif á líkama minn. Ég fór að grandskoða umhverfi mitt og ég varð reið. Pappamálið utan um kaffibollann, plastpokinn utan um litla vöru, 20 grömm af sykri í sérumbúðum, plasthrærur, plast utan um plast utan um plast og allt í ruslið. Okkar neysla skilur eftir sig spor, bæði í nærumhverfi og því sem er fjær, bæði fyrir þig og aðra, í samtíðinni og í framtíðinni. Nú er tími til að vakna.
Heilsa Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira