Stór jarðskjálfti í Afganistan Samúel karl Ólason skrifar 26. október 2015 09:52 Fólk í Indlandi yfirgaf heimili sín og vinnustaði til að vera undir berum himni. Vísir/AFP Stór jarðskjálfti fannst í Asíu í morgun. Hann er sagður hafa verið 7,5 stig og miðja skjálftans er talin hafa verið í Hindu Kush fjöllunum í Afganistan. Hús í Islamabad í Pakistan eru sögð hafa nötrað í um tvær mínútur. Íbúar á stóru svæði Asíu yfirgáfu hús sín og vinnustaði til þess að komast undir beran himinn. Skjálftinn fannst á stóru svæði í Afganistan, Indlandi og Pakistan. Vitað er að fjórir hafi látið lífið í norðurhluta Pakistan. Þar að auki þykir líklegt að jarðskjálftinn hafi valdið skriðum. Svæðið þar sem skjálftinn varð er mjög dreifbýlt. Í fyrstu var skjálftinn talinn hafa verið 7,7 stig en það hefur nú verið fært niður í 7,5. Hann varð á rúmlega 200 kílómetra dýpi samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna.AP fréttaveitan segir að símar virki ekki og að víða sé rafmagnslaust í Afganistan. Þó hafi borist fregnir af mannfalli frá því svæði þar sem miðja skjálftans var. Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, segist hafa fyrirskipað að tjón verði kannað eins fljótt og auðið er.I have asked for an urgent assessment and we stand ready for assistance where required, including Afghanistan & Pakistan.— Narendra Modi (@narendramodi) October 26, 2015 Þar að auki hefur hann sagt að Indverjar séu tilbúnir til að aðstoða bæði Afganistan og Pakistan. Stórir skjálftar eru algengir á svæðinu þar sem Indlandsflekinn er á leið inn í Asíuflekann. Árið 2005 létu rúmlega 75 þúsund manns lífið í jarðskjálfta í Kasmir og fyrr á þessu ári létust um níu þúsund mann sí jarðskjálfta í Nepal. Tæplega milljón heimili skemmdust eða eyðilögðust í þeim jarðskjálfta. Sérfræðingar segja heppilegt að miðja skjálftans sé á eins miklu dýpi og raunin sé. Upplýsingar um tjón og mannfall munu taka langan tíma að berast til yfirvalda og fjölmiðla, þar sem svæðið er erfitt yfirferðar og mörg einöngruð þorp eru þar. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Stór jarðskjálfti fannst í Asíu í morgun. Hann er sagður hafa verið 7,5 stig og miðja skjálftans er talin hafa verið í Hindu Kush fjöllunum í Afganistan. Hús í Islamabad í Pakistan eru sögð hafa nötrað í um tvær mínútur. Íbúar á stóru svæði Asíu yfirgáfu hús sín og vinnustaði til þess að komast undir beran himinn. Skjálftinn fannst á stóru svæði í Afganistan, Indlandi og Pakistan. Vitað er að fjórir hafi látið lífið í norðurhluta Pakistan. Þar að auki þykir líklegt að jarðskjálftinn hafi valdið skriðum. Svæðið þar sem skjálftinn varð er mjög dreifbýlt. Í fyrstu var skjálftinn talinn hafa verið 7,7 stig en það hefur nú verið fært niður í 7,5. Hann varð á rúmlega 200 kílómetra dýpi samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna.AP fréttaveitan segir að símar virki ekki og að víða sé rafmagnslaust í Afganistan. Þó hafi borist fregnir af mannfalli frá því svæði þar sem miðja skjálftans var. Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, segist hafa fyrirskipað að tjón verði kannað eins fljótt og auðið er.I have asked for an urgent assessment and we stand ready for assistance where required, including Afghanistan & Pakistan.— Narendra Modi (@narendramodi) October 26, 2015 Þar að auki hefur hann sagt að Indverjar séu tilbúnir til að aðstoða bæði Afganistan og Pakistan. Stórir skjálftar eru algengir á svæðinu þar sem Indlandsflekinn er á leið inn í Asíuflekann. Árið 2005 létu rúmlega 75 þúsund manns lífið í jarðskjálfta í Kasmir og fyrr á þessu ári létust um níu þúsund mann sí jarðskjálfta í Nepal. Tæplega milljón heimili skemmdust eða eyðilögðust í þeim jarðskjálfta. Sérfræðingar segja heppilegt að miðja skjálftans sé á eins miklu dýpi og raunin sé. Upplýsingar um tjón og mannfall munu taka langan tíma að berast til yfirvalda og fjölmiðla, þar sem svæðið er erfitt yfirferðar og mörg einöngruð þorp eru þar.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira