Kjaraviðræðurnar ganga hægt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. október 2015 12:20 Formenn LL, SLFÍ og SFR sitja á fundi í Karphúsinu. Vísir/GVA Kjaraviðræður sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins ganga hægt þrátt fyrir stíf fundarhöld alla helgina. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands telur ólíklegt að samningar náist í dag en ástandið á Landspítalanum er erfitt vegna verkfalla sem nú hafa staðið í vel á aðra viku. Verkfallsaðgerðir sjúkraliða og félagsmanna SFR hófust 15. október. Þá fóru um 1.600 starfsmenn Landspítalans í allsherjarverkfall svo og SFR-félagar hjá Tollstjóranum, hjá sýslumannsembættunum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Starfsmenn um eitt hundrað og fimmtíu ríkisstofnanna til viðbótar hafa síðan farið í skemmri verkföll á þessum tíma. Á meðan hafa samninganefndir félaganna og ríkisins fundað stíft í Karphúsinu og hófst nýr fundur þeirra klukkan ellefu. „Viðræðurnar hafa verið bara í miklum hægagangi það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélag íslands. Hún bindur vonir við að eitthvað þokist í rétta átt í dag en segir alveg ljóst að nýjir kjarasamningar verði ekki undirritaðir í dag. Kristín segir viðræðurnar undanfarið hafa að mestu snúist um launalið kjarasamninganna og enn eigi eftir að ná saman um nokkur atriði þar. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. „Það er bara gríðarlega alvarlega staða og eftir því sem að undanþágunefndin hefur tjáð mér þá eru hundruðir undanþága veitt til viðbótar þeim undanþágulista sem að fyrir lá fyrir verkfallið. Þannig að það sýnir sig bara eins og við höfum sagt í töluvert langan tíma að álagið er bara gríðarlegt á þeim sem starfa inn á sjúkrahúsunum. Það má engu muna. Það má ekki vanta hálfa manneskju þannig að það sé ekki í raun og veru bara algjört neyðarástand,“ segir Kristín. Verkfall 2016 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Kjaraviðræður sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins ganga hægt þrátt fyrir stíf fundarhöld alla helgina. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands telur ólíklegt að samningar náist í dag en ástandið á Landspítalanum er erfitt vegna verkfalla sem nú hafa staðið í vel á aðra viku. Verkfallsaðgerðir sjúkraliða og félagsmanna SFR hófust 15. október. Þá fóru um 1.600 starfsmenn Landspítalans í allsherjarverkfall svo og SFR-félagar hjá Tollstjóranum, hjá sýslumannsembættunum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Starfsmenn um eitt hundrað og fimmtíu ríkisstofnanna til viðbótar hafa síðan farið í skemmri verkföll á þessum tíma. Á meðan hafa samninganefndir félaganna og ríkisins fundað stíft í Karphúsinu og hófst nýr fundur þeirra klukkan ellefu. „Viðræðurnar hafa verið bara í miklum hægagangi það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélag íslands. Hún bindur vonir við að eitthvað þokist í rétta átt í dag en segir alveg ljóst að nýjir kjarasamningar verði ekki undirritaðir í dag. Kristín segir viðræðurnar undanfarið hafa að mestu snúist um launalið kjarasamninganna og enn eigi eftir að ná saman um nokkur atriði þar. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. „Það er bara gríðarlega alvarlega staða og eftir því sem að undanþágunefndin hefur tjáð mér þá eru hundruðir undanþága veitt til viðbótar þeim undanþágulista sem að fyrir lá fyrir verkfallið. Þannig að það sýnir sig bara eins og við höfum sagt í töluvert langan tíma að álagið er bara gríðarlegt á þeim sem starfa inn á sjúkrahúsunum. Það má engu muna. Það má ekki vanta hálfa manneskju þannig að það sé ekki í raun og veru bara algjört neyðarástand,“ segir Kristín.
Verkfall 2016 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira