Steingrímur segir fjármögnun Vaðlaheiðarganga sérstakt tilvik Sveinn Arnarsson skrifar 24. október 2015 07:00 Steingrímur hefur ekki lesið skýrslu Ríkisendurskoðunar. Alþingi hafi hinsvegar samþykkt að taka ríkisábyrgðarlög úr sambandi við fjármögnun ganganna vísir/auðunn Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir það ekki nýuppgötvuð sannindi að ríkisábyrgðarlög höfðu verið tekin úr sambandi þegar fjármögnun Vaðlaheiðarganga var samþykkt og ríkisábyrgð veitt á lánum til félagsins. „Það var Alþingi sem samþykkti þetta á endanum og heimilaði fjármögnunina eins og hún stendur nú með sérlögum og ekkert við því að segja. Fjármálaráðherra gerir þetta ekki upp á eigin spýtur,“ segir Steingrímur. Ríkisendurskoðun hefur gefið út skýrslu þar sem stofnunin gagnrýnir verklag við fjármögnun ganganna. Með láninu var vikið frá skilyrðum fyrir veitingu ríkisábyrgða og endurlána, að Vaðlaheiðargöng hf. legði fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs næmi ekki hærra hlutfalli en 75 prósentum.Steingrímur J Sigfússonvísir/stefánMiðað við núverandi aðstæður er ólíklegt að lánið verði greitt að fullu í ársbyrjun 2018 eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun býst við að kostnaður við verkið fari fram úr áætlun, en engar áætlanir hafi verið gerðar til að bregðast við því. Steingrímur blæs á slíkt. „Þróun umferðar um Víkurskarð frá hruni sýnir gríðarlega fjölgun umferðar og þegar uppbygging framkvæmda í Þingeyjarsýslum fer í gang af krafti verður umferðin enn meiri svo ég hef litlar áhyggjur af þessu,“ segir Steingrímur. „Það sem skiptir mestu máli í þessu samhengi er að göngin munu nýtast okkur næstu eitt hundrað árin hið minnsta. Þessi fjármögnun var auðvitað sérstakt tilvik þar sem ríkið gerist fjármögnunaraðili. Síðan munu veggjöld greiða upp þessa framkvæmd og á endanum mun ríkið fá þetta gefins,“ segir Steingrímur. Að mati Steingríms vilja menn fyrst vera á svartsýnisvængnum en lofa svo framkvæmdina þegar hún er komin í gagnið. „Við getum skoðað Héðinsfjarðargöng og Hvalfjarðargöng sem glöggt dæmi þar um,“ segir Steingrímur. Samkomulag milli ríkisins og Vaðlaheiðarganga hf. um framkvæmd fjármögnunar Vaðlaheiðarganga var undirritað þann 17. ágúst árið 2011. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Oddný Harðardóttir tók síðan við af Steingrími og lagði fram frumvarp um heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Hún tók við ráðuneytinu 1. janúar 2012, en frumvarpinu var dreift á vorþingi það ár. sveinn@frettabladid.is Alþingi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir það ekki nýuppgötvuð sannindi að ríkisábyrgðarlög höfðu verið tekin úr sambandi þegar fjármögnun Vaðlaheiðarganga var samþykkt og ríkisábyrgð veitt á lánum til félagsins. „Það var Alþingi sem samþykkti þetta á endanum og heimilaði fjármögnunina eins og hún stendur nú með sérlögum og ekkert við því að segja. Fjármálaráðherra gerir þetta ekki upp á eigin spýtur,“ segir Steingrímur. Ríkisendurskoðun hefur gefið út skýrslu þar sem stofnunin gagnrýnir verklag við fjármögnun ganganna. Með láninu var vikið frá skilyrðum fyrir veitingu ríkisábyrgða og endurlána, að Vaðlaheiðargöng hf. legði fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs næmi ekki hærra hlutfalli en 75 prósentum.Steingrímur J Sigfússonvísir/stefánMiðað við núverandi aðstæður er ólíklegt að lánið verði greitt að fullu í ársbyrjun 2018 eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun býst við að kostnaður við verkið fari fram úr áætlun, en engar áætlanir hafi verið gerðar til að bregðast við því. Steingrímur blæs á slíkt. „Þróun umferðar um Víkurskarð frá hruni sýnir gríðarlega fjölgun umferðar og þegar uppbygging framkvæmda í Þingeyjarsýslum fer í gang af krafti verður umferðin enn meiri svo ég hef litlar áhyggjur af þessu,“ segir Steingrímur. „Það sem skiptir mestu máli í þessu samhengi er að göngin munu nýtast okkur næstu eitt hundrað árin hið minnsta. Þessi fjármögnun var auðvitað sérstakt tilvik þar sem ríkið gerist fjármögnunaraðili. Síðan munu veggjöld greiða upp þessa framkvæmd og á endanum mun ríkið fá þetta gefins,“ segir Steingrímur. Að mati Steingríms vilja menn fyrst vera á svartsýnisvængnum en lofa svo framkvæmdina þegar hún er komin í gagnið. „Við getum skoðað Héðinsfjarðargöng og Hvalfjarðargöng sem glöggt dæmi þar um,“ segir Steingrímur. Samkomulag milli ríkisins og Vaðlaheiðarganga hf. um framkvæmd fjármögnunar Vaðlaheiðarganga var undirritað þann 17. ágúst árið 2011. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Oddný Harðardóttir tók síðan við af Steingrími og lagði fram frumvarp um heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Hún tók við ráðuneytinu 1. janúar 2012, en frumvarpinu var dreift á vorþingi það ár. sveinn@frettabladid.is
Alþingi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira