Fótbolti

Mikilvægt jöfnunarmark hjá Start

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson. Vísir/Getty
Guðmundur Kristjánsson og félagar í Start gerðu jafntefli á heimavelli á móti Mjöndalen í fallbaráttuslag í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Start er þá áfram í þriðja neðsta sæti deildarinnar, einu stigi á undan Mjöndalen og einu stigi á eftir Tromsö sem er í næsta sæti fyrir ofan.

Tvö neðstu liðin falla beint en liðið í þriðja neðsta sæti fer í umspil við lið úr b-deildinni.

Guðmundur Kristjánsson spilaði allan leikinn sem hægri bakvörður.

Morten Sundli kom Mjöndalen í 1-0 á 20. mínútu og þannig var staðan í 40 mínútur eða þar til að Daniel Aase jafnaði metin á 60. mínútu.

Guðmundur Kristjánsson fékk gult spjald fyrir peysutog þremur mínútum síðar og fór síðan illa með aukaspyrnu á góðum stað á 70. mínútu.

Start-liðið hafði líka heppnina með sér því leikmenn Mjöndalen fengu fullt af færum á lokakafla leiksins án þess að ná að skora sigurmarkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×