Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. október 2015 17:30 Bjarni vill að ríkið verði áfram stærsti einstaki eigandi Landsbankans. Vísir/Stefán Einfalt væri að afhenda landsmönnum hluti í bönkunum milliliðalaust. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni sagði að ríkið gæti einfaldlega tekið tiltekin hlut, til dæmis fimm prósent, og afhent landsmönnum. Með því væru komnir yfir 300.000 hluthafar. Sagði hann að líklega þyrfti að hafa tímabundnar kvaðir á framsali hlutanna.Bjarni sér fyrir sér að ríkið haldi eftir 40 prósenta hlut í Landsbankanum.Vísir/Andri MarinóBjarni sér fyrir sér að Landsbankinn verði seldur en að ríkið haldi eftir 40 prósenta eignarhluti og verði áfram stærsti einstaki eigandi hans. Þá telur hann ekkert sem í sjálfu sér segir að ríkið geti ekki haldið líka á stórum hlut í Íslandsbanka í einhvern tíma, komi til þess að ríkið fái bankann í tengslum við nauðasamninga Glitnis við kröfuhafa. Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur.Stjórnarskráin á lokametrunum Bjarni kom víða við í ræðunni og talaði stuttlega um vinnu við breytingar á stjórnarskránni. Hann sagði að það myndi skýrast á allra næstu vikum hvort samstaða væri um frumvarpstextann, sem honum sýnist ekki beri mikið í milli. Sagði hann breytingarnar fælu í sér ákvæði um réttinn til að kalla eftir þjóðaratkvæði um lög frá Alþingi, um umhverfismál og auðlindamál.Ólöf Nordal tók við innanríkisráðuneytinu eftir afsögn Hönnu Birnu og nú tekur hún, ef allt fer sem horfir, við varaformannsembættinu.Vísir/GVAÞá talaði Bjarni einnig um að hann vildi sjá fleiri konur í stjórnunarstöðum. Bjarni talaði um að flokkarnir hafi tekist á um það hve langt skuli ganga í því að lögþvinga breytingar í þessum málum en allir væru þó meira eða minna sammála um að það sé nauðsynlegt að hraða þeirri þróun að hlutur karla og kvenna verði sem jafnastur.Einlægar þakkir til Hönnu Birnu Að lokum þakkaði Bjarni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra og fráfarandi varaformanni flokksins, fyrir samstarfið í forystu flokksins. Eins og öllum má vera kunnugt sagði Hanna Birna af sér sem ráðherra vegna lekamálsins, í kjölfar þess að annar aðstoðarmanna hennar viðurkenndi að hafa lekið minnisblaði úr ráðuneytinu. Nýr varaformaður verður kjörinn á fundi flokksins um helgina en aðeins Ólöf Nordal, sem gegndi stöðu varaformanns á undan Hönnu Birnu, hefur gefið formlega kost á sér. Allir landsfundarfulltrúar eru þó í kjörinu. Alþingi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Einfalt væri að afhenda landsmönnum hluti í bönkunum milliliðalaust. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni sagði að ríkið gæti einfaldlega tekið tiltekin hlut, til dæmis fimm prósent, og afhent landsmönnum. Með því væru komnir yfir 300.000 hluthafar. Sagði hann að líklega þyrfti að hafa tímabundnar kvaðir á framsali hlutanna.Bjarni sér fyrir sér að ríkið haldi eftir 40 prósenta hlut í Landsbankanum.Vísir/Andri MarinóBjarni sér fyrir sér að Landsbankinn verði seldur en að ríkið haldi eftir 40 prósenta eignarhluti og verði áfram stærsti einstaki eigandi hans. Þá telur hann ekkert sem í sjálfu sér segir að ríkið geti ekki haldið líka á stórum hlut í Íslandsbanka í einhvern tíma, komi til þess að ríkið fái bankann í tengslum við nauðasamninga Glitnis við kröfuhafa. Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur.Stjórnarskráin á lokametrunum Bjarni kom víða við í ræðunni og talaði stuttlega um vinnu við breytingar á stjórnarskránni. Hann sagði að það myndi skýrast á allra næstu vikum hvort samstaða væri um frumvarpstextann, sem honum sýnist ekki beri mikið í milli. Sagði hann breytingarnar fælu í sér ákvæði um réttinn til að kalla eftir þjóðaratkvæði um lög frá Alþingi, um umhverfismál og auðlindamál.Ólöf Nordal tók við innanríkisráðuneytinu eftir afsögn Hönnu Birnu og nú tekur hún, ef allt fer sem horfir, við varaformannsembættinu.Vísir/GVAÞá talaði Bjarni einnig um að hann vildi sjá fleiri konur í stjórnunarstöðum. Bjarni talaði um að flokkarnir hafi tekist á um það hve langt skuli ganga í því að lögþvinga breytingar í þessum málum en allir væru þó meira eða minna sammála um að það sé nauðsynlegt að hraða þeirri þróun að hlutur karla og kvenna verði sem jafnastur.Einlægar þakkir til Hönnu Birnu Að lokum þakkaði Bjarni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra og fráfarandi varaformanni flokksins, fyrir samstarfið í forystu flokksins. Eins og öllum má vera kunnugt sagði Hanna Birna af sér sem ráðherra vegna lekamálsins, í kjölfar þess að annar aðstoðarmanna hennar viðurkenndi að hafa lekið minnisblaði úr ráðuneytinu. Nýr varaformaður verður kjörinn á fundi flokksins um helgina en aðeins Ólöf Nordal, sem gegndi stöðu varaformanns á undan Hönnu Birnu, hefur gefið formlega kost á sér. Allir landsfundarfulltrúar eru þó í kjörinu.
Alþingi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira