Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. október 2015 17:30 Bjarni vill að ríkið verði áfram stærsti einstaki eigandi Landsbankans. Vísir/Stefán Einfalt væri að afhenda landsmönnum hluti í bönkunum milliliðalaust. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni sagði að ríkið gæti einfaldlega tekið tiltekin hlut, til dæmis fimm prósent, og afhent landsmönnum. Með því væru komnir yfir 300.000 hluthafar. Sagði hann að líklega þyrfti að hafa tímabundnar kvaðir á framsali hlutanna.Bjarni sér fyrir sér að ríkið haldi eftir 40 prósenta hlut í Landsbankanum.Vísir/Andri MarinóBjarni sér fyrir sér að Landsbankinn verði seldur en að ríkið haldi eftir 40 prósenta eignarhluti og verði áfram stærsti einstaki eigandi hans. Þá telur hann ekkert sem í sjálfu sér segir að ríkið geti ekki haldið líka á stórum hlut í Íslandsbanka í einhvern tíma, komi til þess að ríkið fái bankann í tengslum við nauðasamninga Glitnis við kröfuhafa. Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur.Stjórnarskráin á lokametrunum Bjarni kom víða við í ræðunni og talaði stuttlega um vinnu við breytingar á stjórnarskránni. Hann sagði að það myndi skýrast á allra næstu vikum hvort samstaða væri um frumvarpstextann, sem honum sýnist ekki beri mikið í milli. Sagði hann breytingarnar fælu í sér ákvæði um réttinn til að kalla eftir þjóðaratkvæði um lög frá Alþingi, um umhverfismál og auðlindamál.Ólöf Nordal tók við innanríkisráðuneytinu eftir afsögn Hönnu Birnu og nú tekur hún, ef allt fer sem horfir, við varaformannsembættinu.Vísir/GVAÞá talaði Bjarni einnig um að hann vildi sjá fleiri konur í stjórnunarstöðum. Bjarni talaði um að flokkarnir hafi tekist á um það hve langt skuli ganga í því að lögþvinga breytingar í þessum málum en allir væru þó meira eða minna sammála um að það sé nauðsynlegt að hraða þeirri þróun að hlutur karla og kvenna verði sem jafnastur.Einlægar þakkir til Hönnu Birnu Að lokum þakkaði Bjarni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra og fráfarandi varaformanni flokksins, fyrir samstarfið í forystu flokksins. Eins og öllum má vera kunnugt sagði Hanna Birna af sér sem ráðherra vegna lekamálsins, í kjölfar þess að annar aðstoðarmanna hennar viðurkenndi að hafa lekið minnisblaði úr ráðuneytinu. Nýr varaformaður verður kjörinn á fundi flokksins um helgina en aðeins Ólöf Nordal, sem gegndi stöðu varaformanns á undan Hönnu Birnu, hefur gefið formlega kost á sér. Allir landsfundarfulltrúar eru þó í kjörinu. Alþingi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Einfalt væri að afhenda landsmönnum hluti í bönkunum milliliðalaust. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni sagði að ríkið gæti einfaldlega tekið tiltekin hlut, til dæmis fimm prósent, og afhent landsmönnum. Með því væru komnir yfir 300.000 hluthafar. Sagði hann að líklega þyrfti að hafa tímabundnar kvaðir á framsali hlutanna.Bjarni sér fyrir sér að ríkið haldi eftir 40 prósenta hlut í Landsbankanum.Vísir/Andri MarinóBjarni sér fyrir sér að Landsbankinn verði seldur en að ríkið haldi eftir 40 prósenta eignarhluti og verði áfram stærsti einstaki eigandi hans. Þá telur hann ekkert sem í sjálfu sér segir að ríkið geti ekki haldið líka á stórum hlut í Íslandsbanka í einhvern tíma, komi til þess að ríkið fái bankann í tengslum við nauðasamninga Glitnis við kröfuhafa. Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur.Stjórnarskráin á lokametrunum Bjarni kom víða við í ræðunni og talaði stuttlega um vinnu við breytingar á stjórnarskránni. Hann sagði að það myndi skýrast á allra næstu vikum hvort samstaða væri um frumvarpstextann, sem honum sýnist ekki beri mikið í milli. Sagði hann breytingarnar fælu í sér ákvæði um réttinn til að kalla eftir þjóðaratkvæði um lög frá Alþingi, um umhverfismál og auðlindamál.Ólöf Nordal tók við innanríkisráðuneytinu eftir afsögn Hönnu Birnu og nú tekur hún, ef allt fer sem horfir, við varaformannsembættinu.Vísir/GVAÞá talaði Bjarni einnig um að hann vildi sjá fleiri konur í stjórnunarstöðum. Bjarni talaði um að flokkarnir hafi tekist á um það hve langt skuli ganga í því að lögþvinga breytingar í þessum málum en allir væru þó meira eða minna sammála um að það sé nauðsynlegt að hraða þeirri þróun að hlutur karla og kvenna verði sem jafnastur.Einlægar þakkir til Hönnu Birnu Að lokum þakkaði Bjarni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra og fráfarandi varaformanni flokksins, fyrir samstarfið í forystu flokksins. Eins og öllum má vera kunnugt sagði Hanna Birna af sér sem ráðherra vegna lekamálsins, í kjölfar þess að annar aðstoðarmanna hennar viðurkenndi að hafa lekið minnisblaði úr ráðuneytinu. Nýr varaformaður verður kjörinn á fundi flokksins um helgina en aðeins Ólöf Nordal, sem gegndi stöðu varaformanns á undan Hönnu Birnu, hefur gefið formlega kost á sér. Allir landsfundarfulltrúar eru þó í kjörinu.
Alþingi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira