Eru Gunnar Nelson og kollegar hans bara að fá smá sneið af UFC-kökunni? Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2015 09:45 Gunnar Nelson stígur út úr búrinu í Vegas. vísir/getty „UFC eru langstærstu MMA bardagasamtök í heimi en fjármál þeirra hafa alla tíð verið hjúpuð mikilli dulúð. Félagið er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf því ekki að gefa út ársreikning. Nýjar upplýsingar hafa hins vegar varpað ákveðnu ljósi á lykiltölur félagsins og niðurstaðan er nokkuð áhugaverð.“ Svona byrjar grein Óskars Arnar Árnasonar, penna á MMA-fréttavefnum MMAfréttir.is, um fjármál UFC, stærsta bardagaíþróttsambands heims. Greinin er unnin upp úr úttekt annarrar MMA-vefsíðu, Bloody Elbow. Í greininni er þeirri spurningu velt upp hvort bardagamenn innan UFC séu að fá sanngjarna sneið af kökunni, en í fyrsta sinn eru menn nú eitthvað nær því að vita hvað er að gerast í fjármálum sambandsins. Þar sem UFC er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf ekki að gefa út ársreikning eru tölurnar í greininni ekki nákvæmar, en tekjumódelinu er púslað saman úr ýmsum áttum.Dana White er forseti UFC.vísir/gettyFá minna en aðrir Samkvæmt grein Bloody Elbow voru tekjur UFC 522 milljónir dala eða því sem nemur 66 milljörðum króna. Tekjurnar voru 483 milljónir dala árið 2013 og 480 þar áður. Fram kemur í greininni að hlutur tekna sem rennur til bardagamanna er ansi lítill miðað við aðrar íþróttagreinar. Áætlað er að bardagamenn í UFC fái um 16 prósent af heildartekjum sambandsins sem er mun lægra en í öðrum íþróttagreinum Bandaríkjanna. Leikmenn í NBA fá 43 prósent af heildartekjum deildarinnar, í NFL fá menn 41 prósent og í hafnaboltanum 40 prósent. Meira að segja í tiltölulega nýrri íþrótt eins og fótboltanum í Bandaríkjunum fá leikmenn 35 prósent af heildartekjum MLS-deildarinnar. Sé miðað við 500 milljónir dala í heildartekjur UFC myndu Gunnar Nelson og aðrir bardagamenn innan sambandsins, sem eru 536 talsins, fá 18,8 milljónir íslenskra króna í laun á ári. „Eins og staðan er núna hefur aðeins verið fjallað um tekjuhliðina á meðan upplýsingar um rekstarkostnað og fjármagnskostnað liggja ekki fyrir og þar með er erfitt að átta sig á hversu mikið er til skiptana,“ segir í niðurlagi greinarinnar á MMAfréttum. MMA Tengdar fréttir Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45 Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sjá meira
„UFC eru langstærstu MMA bardagasamtök í heimi en fjármál þeirra hafa alla tíð verið hjúpuð mikilli dulúð. Félagið er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf því ekki að gefa út ársreikning. Nýjar upplýsingar hafa hins vegar varpað ákveðnu ljósi á lykiltölur félagsins og niðurstaðan er nokkuð áhugaverð.“ Svona byrjar grein Óskars Arnar Árnasonar, penna á MMA-fréttavefnum MMAfréttir.is, um fjármál UFC, stærsta bardagaíþróttsambands heims. Greinin er unnin upp úr úttekt annarrar MMA-vefsíðu, Bloody Elbow. Í greininni er þeirri spurningu velt upp hvort bardagamenn innan UFC séu að fá sanngjarna sneið af kökunni, en í fyrsta sinn eru menn nú eitthvað nær því að vita hvað er að gerast í fjármálum sambandsins. Þar sem UFC er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf ekki að gefa út ársreikning eru tölurnar í greininni ekki nákvæmar, en tekjumódelinu er púslað saman úr ýmsum áttum.Dana White er forseti UFC.vísir/gettyFá minna en aðrir Samkvæmt grein Bloody Elbow voru tekjur UFC 522 milljónir dala eða því sem nemur 66 milljörðum króna. Tekjurnar voru 483 milljónir dala árið 2013 og 480 þar áður. Fram kemur í greininni að hlutur tekna sem rennur til bardagamanna er ansi lítill miðað við aðrar íþróttagreinar. Áætlað er að bardagamenn í UFC fái um 16 prósent af heildartekjum sambandsins sem er mun lægra en í öðrum íþróttagreinum Bandaríkjanna. Leikmenn í NBA fá 43 prósent af heildartekjum deildarinnar, í NFL fá menn 41 prósent og í hafnaboltanum 40 prósent. Meira að segja í tiltölulega nýrri íþrótt eins og fótboltanum í Bandaríkjunum fá leikmenn 35 prósent af heildartekjum MLS-deildarinnar. Sé miðað við 500 milljónir dala í heildartekjur UFC myndu Gunnar Nelson og aðrir bardagamenn innan sambandsins, sem eru 536 talsins, fá 18,8 milljónir íslenskra króna í laun á ári. „Eins og staðan er núna hefur aðeins verið fjallað um tekjuhliðina á meðan upplýsingar um rekstarkostnað og fjármagnskostnað liggja ekki fyrir og þar með er erfitt að átta sig á hversu mikið er til skiptana,“ segir í niðurlagi greinarinnar á MMAfréttum.
MMA Tengdar fréttir Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45 Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sjá meira
Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45
Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast