Segir Geir gera atlögu að tjáningarfrelsinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2015 08:00 Geir Þorsteinsson er ekki vinsæll í bláa hluta Manchester núna. vísir/stefán/getty Manchester City gæti átt yfir höfði sér sekt fyrir hegðun stuðningsmanna liðsins í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið, en stuðningsmenn City bauluðu á meðan Meistaradeildarlagið var spilað fyrir 2-1 sigurleik liðsins gegn Sevilla frá Spáni. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var eftirlitsmaður evrópska knattspyrnusambandsins á leiknum og sendi UEFA skýrslu eftir leikinn þar sem hann tók fyrir baulið í stuðningsmönnunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn City eru óánægðir með UEFA. Í fyrra leiddu þeir mótmæli gegn UEFA þar sem stuðningsmenn CSKA Moskvu mættu á leik síns liðs þó svo þeir ættu að leika fyrir tómum velli. Martin Samuel, einn fremsti fótboltablaðamaður Englands, er vægast sagt ósáttur við Geir og tekur hann og UEFA hressilega fyrir í pistli um málið á vefsíðu Daily Mail. „Þegar maður hélt að forráðamenn fótboltans gætu ekki verið ótengdari við raunveruleikann gerist þetta. Þarna er málfrelsinu ógnað og menn eiga yfir höfði sér sekt þrátt fyrir tjáningafrelsi,“ segir Samuel.Lið Manchester City og Sevilla ganga inn á völlinn í umræddum leik á miðvikudagskvöldið.vísir/gettyHvenær var Þorsteinssyni misboðið „Ekkert sem gerðist þegar Meistaradeildarlagið var spilað móðgaði okkur. Þarna hljóp enginn inn á völlinn og ekkert var skemmt. Ekkert var um kynþáttaníð, kynjamisrétti eða hommafælni. Það voru engin orð. Bara hljóð.“ Pistill Samuels er langur og ítarlegur. Hann rekur sögu Meistaradeildarlagsins og fer yfir skandala innan UEFA áður en hann tekur Geir Þorsteinsson svo persónulega fyrir. „Eftirlitsmaður UEFA skráir niður hegðun stuðningsmanna. Að þessu sinni var það Geir Þorsteinsson, formaður knattspyrnusambands Íslands. City staðfesti samt að ekkert var minnst á baulið í skýrslunni sem kemur alltaf í kjölfar leikja í Meistaradeildinni, en Þorsteinsson var á meðal áhorfenda,“ segir Samuel. „Hvenær nákvæmlega var honum eða einhverjum kollega hans misboðið og af hverju var City ekki látið vita tímanlega. Bölsýnismaður gæti haldið að Þorsteinsson hefði verið beðinn um að hlusta eftir mótþróa því hann vissi að eitthvað myndi gerast og svo bregðast við því. Þetta mun bara gera City tortryggt um hvað UEFA virkilega ætlaði sér þarna,“ segir Martin Samuel. Allan pistilinn má lesa hér. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 21. október 2015 20:45 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Manchester City gæti átt yfir höfði sér sekt fyrir hegðun stuðningsmanna liðsins í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið, en stuðningsmenn City bauluðu á meðan Meistaradeildarlagið var spilað fyrir 2-1 sigurleik liðsins gegn Sevilla frá Spáni. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var eftirlitsmaður evrópska knattspyrnusambandsins á leiknum og sendi UEFA skýrslu eftir leikinn þar sem hann tók fyrir baulið í stuðningsmönnunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn City eru óánægðir með UEFA. Í fyrra leiddu þeir mótmæli gegn UEFA þar sem stuðningsmenn CSKA Moskvu mættu á leik síns liðs þó svo þeir ættu að leika fyrir tómum velli. Martin Samuel, einn fremsti fótboltablaðamaður Englands, er vægast sagt ósáttur við Geir og tekur hann og UEFA hressilega fyrir í pistli um málið á vefsíðu Daily Mail. „Þegar maður hélt að forráðamenn fótboltans gætu ekki verið ótengdari við raunveruleikann gerist þetta. Þarna er málfrelsinu ógnað og menn eiga yfir höfði sér sekt þrátt fyrir tjáningafrelsi,“ segir Samuel.Lið Manchester City og Sevilla ganga inn á völlinn í umræddum leik á miðvikudagskvöldið.vísir/gettyHvenær var Þorsteinssyni misboðið „Ekkert sem gerðist þegar Meistaradeildarlagið var spilað móðgaði okkur. Þarna hljóp enginn inn á völlinn og ekkert var skemmt. Ekkert var um kynþáttaníð, kynjamisrétti eða hommafælni. Það voru engin orð. Bara hljóð.“ Pistill Samuels er langur og ítarlegur. Hann rekur sögu Meistaradeildarlagsins og fer yfir skandala innan UEFA áður en hann tekur Geir Þorsteinsson svo persónulega fyrir. „Eftirlitsmaður UEFA skráir niður hegðun stuðningsmanna. Að þessu sinni var það Geir Þorsteinsson, formaður knattspyrnusambands Íslands. City staðfesti samt að ekkert var minnst á baulið í skýrslunni sem kemur alltaf í kjölfar leikja í Meistaradeildinni, en Þorsteinsson var á meðal áhorfenda,“ segir Samuel. „Hvenær nákvæmlega var honum eða einhverjum kollega hans misboðið og af hverju var City ekki látið vita tímanlega. Bölsýnismaður gæti haldið að Þorsteinsson hefði verið beðinn um að hlusta eftir mótþróa því hann vissi að eitthvað myndi gerast og svo bregðast við því. Þetta mun bara gera City tortryggt um hvað UEFA virkilega ætlaði sér þarna,“ segir Martin Samuel. Allan pistilinn má lesa hér.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 21. október 2015 20:45 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 21. október 2015 20:45