Markaflóð í vatnaveröld Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2015 06:00 Íslensku stelpurnar hafa byrjað undankeppnina á tveimur sigurleikjum. Vísir/Vilhelm Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta afgreiddu leik sinn gegn Makedóníu í undankeppni EM 2017 í gær af mikilli fagmennsku. Þær létu óboðlegar vallaraðstæður ekkert á sig fá og afgreiddu lægst skrifaða lið Evrópu 4-0, með fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum. Völlurinn var rennblautur eftir mikla rigningu, en um var að ræða æfingavöll makedónska knattspyrnusambandsins. Nær ómögulegt var að senda boltann á milli manna víðsvegar á vellinum og var fótboltinn eftir því.? „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn.Búið eftir hálftíma Stelpurnar okkar þurftu að breyta leikáætlun sinni algjörlega þegar ljóst var að Makedóníumennirnir höfðu engan áhuga á að láta leikinn fara fram við boðlegar aðstæður. Í stað þess að láta boltann fljóta eins og liðið vill gera flaut hann í bókstaflegri merkingu í vatnaveröldinni í Skopje. Beinskeyttar sóknir íslenska liðsins skiluðu fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum, en Margrét Lára Viðarsdóttir var í miklum ham og skoraði tvö mörk. Það fyrsta og síðasta. Markadrottningin heldur áfram að sýna gæði sín og er nú búin að skora 74 mörk í 101 landsleik. „Ég fann mig vel og hafði mjög gaman af þessu. Það er gott fyrir mig og mitt sjálfstraust að skora tvö mörk. Vonandi er þetta bara það sem koma skal hjá mér með landsliðinu,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið eftir leikinn.Þungt í þeim síðari Þrátt fyrir mikla yfirburði á vellinum gat íslenska liðið ekki skorað mark í seinni hálfleik. Margrét Lára fékk tækifæri til að innsigla sína áttundu þrennu á landsliðsferlinum en varð að láta sér nægja tvennu númer átján. „Þetta var ekki nægjanlega gott í seinni hálfleik. Við misstum aðeins dampinn og völlurinn var ein drulla. Það var erfitt að fóta sig og þetta bitnaði allt á betra liðinu í dag,“ sagði Margét Lára, en landsliðsþjálfarinn var líka ósáttur. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig að það er bara vinna fram undan fyrir leikinn gegn Slóveníu,“ sagði Freyr. Stelpurnar stökkva nú frá Skopje til Slóveníu þar sem þær eiga fyrir höndum á pappírnum leik gegn þriðja besta liðinu í riðlinum á eftir Skotlandi. Þetta er leikur sem þarf að vinnast. „Við erum bara spenntar fyrir þeim leik. Þar fáum við að spila á móti liði sem veitir okkur mótspyrnu sem er fínt því við höfum verið að spila á móti liðum sem hafa ekki haft mikinn áhuga á að mæta okkur á vellinum“ sagði Margrét Lára um leikinn gegn Slóvenum. „Það hentar okkur vel að spila á móti liðum sem koma hátt á okkur því þá opnast svæði sem vel skapandi lið eins og við með svona frábæra leikmenn getur nýtt. Við fögnum bara þeirri mótspyrnu. Við vitum að sá leikur verður erfiður en við ætlum inn í veturinn með níu stig,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta afgreiddu leik sinn gegn Makedóníu í undankeppni EM 2017 í gær af mikilli fagmennsku. Þær létu óboðlegar vallaraðstæður ekkert á sig fá og afgreiddu lægst skrifaða lið Evrópu 4-0, með fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum. Völlurinn var rennblautur eftir mikla rigningu, en um var að ræða æfingavöll makedónska knattspyrnusambandsins. Nær ómögulegt var að senda boltann á milli manna víðsvegar á vellinum og var fótboltinn eftir því.? „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn.Búið eftir hálftíma Stelpurnar okkar þurftu að breyta leikáætlun sinni algjörlega þegar ljóst var að Makedóníumennirnir höfðu engan áhuga á að láta leikinn fara fram við boðlegar aðstæður. Í stað þess að láta boltann fljóta eins og liðið vill gera flaut hann í bókstaflegri merkingu í vatnaveröldinni í Skopje. Beinskeyttar sóknir íslenska liðsins skiluðu fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum, en Margrét Lára Viðarsdóttir var í miklum ham og skoraði tvö mörk. Það fyrsta og síðasta. Markadrottningin heldur áfram að sýna gæði sín og er nú búin að skora 74 mörk í 101 landsleik. „Ég fann mig vel og hafði mjög gaman af þessu. Það er gott fyrir mig og mitt sjálfstraust að skora tvö mörk. Vonandi er þetta bara það sem koma skal hjá mér með landsliðinu,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið eftir leikinn.Þungt í þeim síðari Þrátt fyrir mikla yfirburði á vellinum gat íslenska liðið ekki skorað mark í seinni hálfleik. Margrét Lára fékk tækifæri til að innsigla sína áttundu þrennu á landsliðsferlinum en varð að láta sér nægja tvennu númer átján. „Þetta var ekki nægjanlega gott í seinni hálfleik. Við misstum aðeins dampinn og völlurinn var ein drulla. Það var erfitt að fóta sig og þetta bitnaði allt á betra liðinu í dag,“ sagði Margét Lára, en landsliðsþjálfarinn var líka ósáttur. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig að það er bara vinna fram undan fyrir leikinn gegn Slóveníu,“ sagði Freyr. Stelpurnar stökkva nú frá Skopje til Slóveníu þar sem þær eiga fyrir höndum á pappírnum leik gegn þriðja besta liðinu í riðlinum á eftir Skotlandi. Þetta er leikur sem þarf að vinnast. „Við erum bara spenntar fyrir þeim leik. Þar fáum við að spila á móti liði sem veitir okkur mótspyrnu sem er fínt því við höfum verið að spila á móti liðum sem hafa ekki haft mikinn áhuga á að mæta okkur á vellinum“ sagði Margrét Lára um leikinn gegn Slóvenum. „Það hentar okkur vel að spila á móti liðum sem koma hátt á okkur því þá opnast svæði sem vel skapandi lið eins og við með svona frábæra leikmenn getur nýtt. Við fögnum bara þeirri mótspyrnu. Við vitum að sá leikur verður erfiður en við ætlum inn í veturinn með níu stig,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira