Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2015 20:45 Kevin De Bruyne fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City gátu þakkað fyrir að vera ekki búnir að fá á sig fleiri en eitt mark þegar kom fram í uppbótartíma leiksins en sigurinn þýðir að liðið er komið með sex stig eftir þrjá leiki og er í góðri stöðu í D-riðlinum. Manchester City byrjaði leikinn ágætlega, Jesús Navas átti flott langskot rétt framhjá á 9. mínútu og aðeins mínútu síðar hitti Wilfried Bony boltann illa á miðjum teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin de Bruyne. Yevhen Konoplyanka komst nálægt því að koma Sevilla yfir á 17. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu útaf kanti og reyndi að skora hjá Joe Hart. Skot Konoplyanka small í stönginni en Hart náði að verja vel í frákastinu. Yaya Toure átti gott skot á 22. mínútu en boltinn fór rétt yfir markið eftir að hafa haft viðkomu í varnarmanni. Sevilla var samt betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fleiri færi. Joe Hart varði vel frá Yevhen Konoplyanka á 27. mínútu en hann kom engum vörnum við þremur mínútum síðar þegar Yevhen Konoplyanka kom Sevilla yfir í 1-0 eftir góða sókn. Manchester City var aðeins sex mínútum að jafna metin. Wilfried Bony fagnaðí markinu eins og það væri hans en markið verður skráð sem sjálfsmark Adil Rami. Yaya Toure gerði frábærlega í að labba í gegnum Sevilla-vörnina í aðdraganda marksins. Sevilla fékk fín færi í seinni hálfleiknum til að komast yfir, fyrst skallaði Kévin Gameiro boltann fyir á 55. mínútu og svo fékk hann aftur gott færi á 69. mínútu en mistókst aftur að nýta sér úrvalsstöðu í teignum. City-menn sluppu aftur með skrekkinn á 75. mínútu þegar varamaðurinn Michael Krohn-Dehli var sentímetrum frá því að koma spænska liðinu yfir. Kevin De Bruyne gerði hinsvegar út um leikinn á fyrstu mínútu uppbótartímans þegar hann skoraði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá Yaya Touré. City-menn fögnuðu vel enda gæti þetta verið eitt mikilvægasta mark liðsins í Meistaradeildinni í vetur.Yevhen Konoplyanka skorar á móti Man. City Manchester City jafnar á móti Sevilla Sigurmark Kevin De Bruyne Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira
Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City gátu þakkað fyrir að vera ekki búnir að fá á sig fleiri en eitt mark þegar kom fram í uppbótartíma leiksins en sigurinn þýðir að liðið er komið með sex stig eftir þrjá leiki og er í góðri stöðu í D-riðlinum. Manchester City byrjaði leikinn ágætlega, Jesús Navas átti flott langskot rétt framhjá á 9. mínútu og aðeins mínútu síðar hitti Wilfried Bony boltann illa á miðjum teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin de Bruyne. Yevhen Konoplyanka komst nálægt því að koma Sevilla yfir á 17. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu útaf kanti og reyndi að skora hjá Joe Hart. Skot Konoplyanka small í stönginni en Hart náði að verja vel í frákastinu. Yaya Toure átti gott skot á 22. mínútu en boltinn fór rétt yfir markið eftir að hafa haft viðkomu í varnarmanni. Sevilla var samt betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fleiri færi. Joe Hart varði vel frá Yevhen Konoplyanka á 27. mínútu en hann kom engum vörnum við þremur mínútum síðar þegar Yevhen Konoplyanka kom Sevilla yfir í 1-0 eftir góða sókn. Manchester City var aðeins sex mínútum að jafna metin. Wilfried Bony fagnaðí markinu eins og það væri hans en markið verður skráð sem sjálfsmark Adil Rami. Yaya Toure gerði frábærlega í að labba í gegnum Sevilla-vörnina í aðdraganda marksins. Sevilla fékk fín færi í seinni hálfleiknum til að komast yfir, fyrst skallaði Kévin Gameiro boltann fyir á 55. mínútu og svo fékk hann aftur gott færi á 69. mínútu en mistókst aftur að nýta sér úrvalsstöðu í teignum. City-menn sluppu aftur með skrekkinn á 75. mínútu þegar varamaðurinn Michael Krohn-Dehli var sentímetrum frá því að koma spænska liðinu yfir. Kevin De Bruyne gerði hinsvegar út um leikinn á fyrstu mínútu uppbótartímans þegar hann skoraði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá Yaya Touré. City-menn fögnuðu vel enda gæti þetta verið eitt mikilvægasta mark liðsins í Meistaradeildinni í vetur.Yevhen Konoplyanka skorar á móti Man. City Manchester City jafnar á móti Sevilla Sigurmark Kevin De Bruyne
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira